Hótar að senda 20 þúsund fíla til Þýskalands Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2024 07:41 Um 130 þúsund fílar eru nú í Botsvana og segir forseti landsins þennan mikla fjölda valda miklum vandræðum. EPA Forseti Botsvana hefur hótað því að senda 20 þúsund fíla til Þýskalands. Þetta er svar hans við áætlunum þýskra stjórnvalda um að herða reglur varðandi innflutning á veiddum dýrum. Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, segir í samtali við Bild að Þjóðverjar ættu að prófa að lifa með dýrunum líkt og þeir segi sjálfir íbúa Botsvana eiga að gera. „Þetta er ekkert grín.“ Masisi gagnrýnir harðlega breytingar sem þýska umhverfisráðuneytið gerði fyrr á árinu sem opnar á strangari reglur um innflutning á uppstoppuðum dýrum sem menn hafa veitt. Bendir forsetinn á að fílastofninn í Botsvana hafi margfaldast á síðustu árum og að veiðar séu mikilvægt tól til að halda stofninum í skefjum. Forsetinn segir að þýskt innflutningsbann myndi stuðla að aukinni fátækt Botsvanamanna, en vestrænir veiðimenn greiða margir háar fjárhæðir til að öðlast veiðileyfi í landinu og taka svo með sér uppstoppuð dýrin eða skinn með sér heim og nýta sem stofustáss. Um 130 þúsund fílar eru nú í Botsvana og segir Masisi að fílarnir eyðileggi eignir, éti froska í stórum stíl og eigi það til að verða mönnum að bana. Stjórnvöld í Botsvana hafa nú þegar boðið Angólamönnum að fá átta þúsund fíla og Mósambík fimm hundruð. „Við myndum vilja bjóða Þjóðverjum slíka gjöf,“ segir Masisi og bætir við að hann myndi ekki samþykkja afþökkun af hálfu Þjóðverja. Verðlaunaveiðar voru bannaðar í Botsvana árið 2014 en banninu aflétt fimm árum síðar eftir mótmæli íbúa. Er nú gefnir út sérstakir veiðikvótar til að stýra veiðunum sem best. Botsvana Þýskaland Dýr Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, segir í samtali við Bild að Þjóðverjar ættu að prófa að lifa með dýrunum líkt og þeir segi sjálfir íbúa Botsvana eiga að gera. „Þetta er ekkert grín.“ Masisi gagnrýnir harðlega breytingar sem þýska umhverfisráðuneytið gerði fyrr á árinu sem opnar á strangari reglur um innflutning á uppstoppuðum dýrum sem menn hafa veitt. Bendir forsetinn á að fílastofninn í Botsvana hafi margfaldast á síðustu árum og að veiðar séu mikilvægt tól til að halda stofninum í skefjum. Forsetinn segir að þýskt innflutningsbann myndi stuðla að aukinni fátækt Botsvanamanna, en vestrænir veiðimenn greiða margir háar fjárhæðir til að öðlast veiðileyfi í landinu og taka svo með sér uppstoppuð dýrin eða skinn með sér heim og nýta sem stofustáss. Um 130 þúsund fílar eru nú í Botsvana og segir Masisi að fílarnir eyðileggi eignir, éti froska í stórum stíl og eigi það til að verða mönnum að bana. Stjórnvöld í Botsvana hafa nú þegar boðið Angólamönnum að fá átta þúsund fíla og Mósambík fimm hundruð. „Við myndum vilja bjóða Þjóðverjum slíka gjöf,“ segir Masisi og bætir við að hann myndi ekki samþykkja afþökkun af hálfu Þjóðverja. Verðlaunaveiðar voru bannaðar í Botsvana árið 2014 en banninu aflétt fimm árum síðar eftir mótmæli íbúa. Er nú gefnir út sérstakir veiðikvótar til að stýra veiðunum sem best.
Botsvana Þýskaland Dýr Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira