Hlíft við tækifærum Pawel Bartoszek skrifar 4. apríl 2024 15:30 Áður en einhver misskilur og tekur úr samhengi: Ég held ekki að samræmd próf sem meta nemendur á landsvísu innbyrðis séu allra meina bót. Hins vegar eru kostir samræmdra prófa fleiri en gallar og rökin til að falla alfarið frá notkun þeirra eru ekki nægilega sterk. Ég er nægilega gamall til að muna eftir samræmdum prófum sem og rökum nemenda og kennara gegn þeim: Þau steyptu alla skóla í sama mót, þau gerðu það að verkum að allir lærðu fyrst og undir prófið, þau létu fólk setja önnur fög en þau sem var prófað úr samræmt í aftari sæti. Loks gátu þau komið óeðlilega illa niður á fólki sem var stressað þennan eina dag, eða einstaklingum sem voru góðir námsmenn, en lélegir að taka próf. Engu að síður held ég að það hafi verið ákveðinn kostur fyrir nemendur að fá samanburð við aðra nemendur landsins, samanburð sem byggðist á prófi og yfirferð sem þeirra kennarar og þeirra skóli höfðu ekkert að gera með. Það ætti það að vera jafnréttismál og sanngirnismál að fá fram slíkar mælingar. Þær eru, þrátt fyrir allt, besta forvörn gegn frændhygli og klíkuskap sem við höfum. Þar til fyrir stuttu voru nemendur raunar reglulega prófaðir með samræmdum hætti, með samræmdu könnunarprófunum, en þau próf voru ekki nýtt, t.d. við inntöku í framhaldsskóla. Rökin gegn því að gera voru að við fólk vildi ekki að þau yrðu svokölluð “high-risk” próf, eða próf þar sem mikið er undir. Ég ætla að draga í efa þá forsendu að það sé gagnlegt að hlífa fólki sem lengst við öllum “high-risk” aðstæðum. Lífið er fullt af þeim: atvinnuviðtöl, stefnumót, próf í háskóla, mikilvægir fyrirlestrar í vinnunni, erfið samtöl við lykil-viðskiptavini og frumsýningar sem maður tekur þátt í. Allt þetta eru aðstæður þar sem mikið er undir. Fjölmargir krakkar blómstra í íþróttum. Íþróttir ganga meira og minna út á “high-risk” aðstæður. Fótboltaleikur, fimleikamót eða sundkeppni eru allt “high-risk” viðburðir. En markmið með íþróttaþjálfun er ekki að hlífa krökkum við þeim heldur að búa þá undir þá. Það ætti enda að vera markmið hvers kyns þjálfunar. Ég er ekki á þeirri skoðun að samræmd próf ættu að loka einhverjum möguleikum eða vera eini þáttur við inntöku í skóla. En afnám samræmds mats breytir því ekki að sumir framhaldsskólar þurfa samt að velja inn nemendur. Framhaldsskólarnir gera það nú á grundvelli skólaeinkunna, sem gefnar eru af kennurum sem þekkt hafa nemendur sína í mörg ár. Sumir grunnskólar skipuleggja starf sitt þannig að tiltölulega auðvelt fá “A”, til dæmis með því að sækja sér auka-einingar í framhaldsskóla. Aðrir skólar gefa einkunnina “A” nánast aldrei. Við erum því með kerfi þar sem einkunnarkvarðinn hefur verið samræmdur en ekki einkunnargjöfin. Skólaeinkunnin er síðan notuð við skólainntöku eins og um samræmda einkunn væri að ræða, nema að hún er það augljóslega ekki. Þótt sú aðferð að nýta samræmd próf til að mæla færni nemenda við lok skólastigs séu ekki fullkomin er vandséð hvernig það kerfi sem hefur tekið við sé betra, gagnsærra eða sanngjarnara. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Viðreisn Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Áður en einhver misskilur og tekur úr samhengi: Ég held ekki að samræmd próf sem meta nemendur á landsvísu innbyrðis séu allra meina bót. Hins vegar eru kostir samræmdra prófa fleiri en gallar og rökin til að falla alfarið frá notkun þeirra eru ekki nægilega sterk. Ég er nægilega gamall til að muna eftir samræmdum prófum sem og rökum nemenda og kennara gegn þeim: Þau steyptu alla skóla í sama mót, þau gerðu það að verkum að allir lærðu fyrst og undir prófið, þau létu fólk setja önnur fög en þau sem var prófað úr samræmt í aftari sæti. Loks gátu þau komið óeðlilega illa niður á fólki sem var stressað þennan eina dag, eða einstaklingum sem voru góðir námsmenn, en lélegir að taka próf. Engu að síður held ég að það hafi verið ákveðinn kostur fyrir nemendur að fá samanburð við aðra nemendur landsins, samanburð sem byggðist á prófi og yfirferð sem þeirra kennarar og þeirra skóli höfðu ekkert að gera með. Það ætti það að vera jafnréttismál og sanngirnismál að fá fram slíkar mælingar. Þær eru, þrátt fyrir allt, besta forvörn gegn frændhygli og klíkuskap sem við höfum. Þar til fyrir stuttu voru nemendur raunar reglulega prófaðir með samræmdum hætti, með samræmdu könnunarprófunum, en þau próf voru ekki nýtt, t.d. við inntöku í framhaldsskóla. Rökin gegn því að gera voru að við fólk vildi ekki að þau yrðu svokölluð “high-risk” próf, eða próf þar sem mikið er undir. Ég ætla að draga í efa þá forsendu að það sé gagnlegt að hlífa fólki sem lengst við öllum “high-risk” aðstæðum. Lífið er fullt af þeim: atvinnuviðtöl, stefnumót, próf í háskóla, mikilvægir fyrirlestrar í vinnunni, erfið samtöl við lykil-viðskiptavini og frumsýningar sem maður tekur þátt í. Allt þetta eru aðstæður þar sem mikið er undir. Fjölmargir krakkar blómstra í íþróttum. Íþróttir ganga meira og minna út á “high-risk” aðstæður. Fótboltaleikur, fimleikamót eða sundkeppni eru allt “high-risk” viðburðir. En markmið með íþróttaþjálfun er ekki að hlífa krökkum við þeim heldur að búa þá undir þá. Það ætti enda að vera markmið hvers kyns þjálfunar. Ég er ekki á þeirri skoðun að samræmd próf ættu að loka einhverjum möguleikum eða vera eini þáttur við inntöku í skóla. En afnám samræmds mats breytir því ekki að sumir framhaldsskólar þurfa samt að velja inn nemendur. Framhaldsskólarnir gera það nú á grundvelli skólaeinkunna, sem gefnar eru af kennurum sem þekkt hafa nemendur sína í mörg ár. Sumir grunnskólar skipuleggja starf sitt þannig að tiltölulega auðvelt fá “A”, til dæmis með því að sækja sér auka-einingar í framhaldsskóla. Aðrir skólar gefa einkunnina “A” nánast aldrei. Við erum því með kerfi þar sem einkunnarkvarðinn hefur verið samræmdur en ekki einkunnargjöfin. Skólaeinkunnin er síðan notuð við skólainntöku eins og um samræmda einkunn væri að ræða, nema að hún er það augljóslega ekki. Þótt sú aðferð að nýta samræmd próf til að mæla færni nemenda við lok skólastigs séu ekki fullkomin er vandséð hvernig það kerfi sem hefur tekið við sé betra, gagnsærra eða sanngjarnara. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar