Eurovision og pólitík: Hugleiðingar um sértæk mótmæli Valerio Gargiulo skrifar 5. apríl 2024 16:30 Í geopólitískri óreiðu höldum við okkur oft við menningarviðburði sem verkfæri til að mótmæla. Eurovision, hátíð fjölbreytileika tónlistar í Evrópu, hefur verið tilefni til umræðu vegna meints pólitísks valds þrátt fyrir að keppnishaldarar þverteki fyrir að söngvakeppnin sé pólitísk. En þó að margir hækki rödd sína gegn þátttöku Heru Bjarkar í söngvakeppninni er rétt að efast um samræmi mótmælanna. Þegar Ísland lék gegn ísraelska landsliðinu í umspilinu um að komast á EM í knattspyrnu mótmælti ekki einn einasti Íslendingur þátttöku landsliðsins. Engin reiði, engar háværar raddir heyrðust þegar leikurinn á milli Íslands og Ísraels fór fram. Samt er fótbolti jafn elskað og eftirsótt fyrirbæri og Eurovision, ef ekki meira. Í þessu tilviki hefði brotthvarf íslenska landsliðsins í fótbolta örugglega fengið meiri fjölmiðlaumfjöllun um allan heim. Svo hvað gerir Eurovision svo sérstakt að það verðskuldi fjöldamótmæli meðal Íslendinga og undirskriftasöfnun á netinu en ekki leikurinn á milli Íslands og Ísraels í fótbolta sem dæmi? Valkostur mótmælanna vekur upp spurningar um samræmi þeirra og heilindi. Það er mikilvægt að spyrja hvort mótmælin gegn Eurovision séu knúin áfram af raunverulegri umhyggju fyrir friði í Palestínu eða hvort þau séu undir áhrifum frá öðrum þáttum, svo sem lönguninni til að taka þátt í stefnu sem er óskipulega ráðist af samfélagsmiðlum. Að lokum ætti „Eurovision hvorki vera djöflaður né ofmetinn sem tæki til pólitískra mótmæla. Þetta er bara einn af þeim menningarviðburðum sem, eins og fótbolti og margir aðrir, geta orðið tilefni gagnrýni og umræðu. Það sem skiptir máli er að viðhalda yfirveguðu sjónarhorni og samræmi í aðgerðum okkar og mótmælum, viðurkenna að hver staða er einstök og krefst ígrundaðrar og samhengislegrar nálgunar. Í heimi þar sem spenna, ofbeldi og átök virðast vera daglegt brauð, lendum við oft í því að velta fyrir okkur hver óvinur okkar sé í raun og veru og hver sé besta leiðin til að mótmæla friði. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Eurovision Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í geopólitískri óreiðu höldum við okkur oft við menningarviðburði sem verkfæri til að mótmæla. Eurovision, hátíð fjölbreytileika tónlistar í Evrópu, hefur verið tilefni til umræðu vegna meints pólitísks valds þrátt fyrir að keppnishaldarar þverteki fyrir að söngvakeppnin sé pólitísk. En þó að margir hækki rödd sína gegn þátttöku Heru Bjarkar í söngvakeppninni er rétt að efast um samræmi mótmælanna. Þegar Ísland lék gegn ísraelska landsliðinu í umspilinu um að komast á EM í knattspyrnu mótmælti ekki einn einasti Íslendingur þátttöku landsliðsins. Engin reiði, engar háværar raddir heyrðust þegar leikurinn á milli Íslands og Ísraels fór fram. Samt er fótbolti jafn elskað og eftirsótt fyrirbæri og Eurovision, ef ekki meira. Í þessu tilviki hefði brotthvarf íslenska landsliðsins í fótbolta örugglega fengið meiri fjölmiðlaumfjöllun um allan heim. Svo hvað gerir Eurovision svo sérstakt að það verðskuldi fjöldamótmæli meðal Íslendinga og undirskriftasöfnun á netinu en ekki leikurinn á milli Íslands og Ísraels í fótbolta sem dæmi? Valkostur mótmælanna vekur upp spurningar um samræmi þeirra og heilindi. Það er mikilvægt að spyrja hvort mótmælin gegn Eurovision séu knúin áfram af raunverulegri umhyggju fyrir friði í Palestínu eða hvort þau séu undir áhrifum frá öðrum þáttum, svo sem lönguninni til að taka þátt í stefnu sem er óskipulega ráðist af samfélagsmiðlum. Að lokum ætti „Eurovision hvorki vera djöflaður né ofmetinn sem tæki til pólitískra mótmæla. Þetta er bara einn af þeim menningarviðburðum sem, eins og fótbolti og margir aðrir, geta orðið tilefni gagnrýni og umræðu. Það sem skiptir máli er að viðhalda yfirveguðu sjónarhorni og samræmi í aðgerðum okkar og mótmælum, viðurkenna að hver staða er einstök og krefst ígrundaðrar og samhengislegrar nálgunar. Í heimi þar sem spenna, ofbeldi og átök virðast vera daglegt brauð, lendum við oft í því að velta fyrir okkur hver óvinur okkar sé í raun og veru og hver sé besta leiðin til að mótmæla friði. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar