Elínborg sem biskup Björg Ágústsdóttir skrifar 10. apríl 2024 21:31 Það varð sóknarbörnum í Grundarfirði fljótt ljóst, þegar þau fóru að kynnast nýja sóknarprestinum sr. Elínborgu Sturludóttur, árið 2003, að þar var á ferðinni afburða manneskja. Nýi presturinn hafði sem vegarnesti djúpt innsæi, góðar gáfur og mannkosti til að takast á hendur fjölbreytt og vandasamt starf sóknarprests í sjávarþorpi. Hún gekk í verk af skörungsskap, en ekki síður af fagmennsku, hlýju og virðingu fyrir fólki og mismunandi aðstæðum þess, bæði í gleði og sorg. Hið sama má segja um störf hennar sem sveitaprests í Borgarfirði og Dómkirkjuprests, samtals í yfir 20 ár. Þann 11. apríl nk. hefst kosning til embættis biskups Íslands og hafa yfir 2.200 fulltrúar þjóðkirkjunnar þar kosningarétt. Við sem höfum fengið að starfa með eða kynnast störfum sr. Elínborgar Sturludóttur, í þjónustu hennar við sóknarbörn og íbúa, gleðjumst innilega yfir því að hún bjóði sig nú fram til þessa mikilvæga embættis. Þjóðkirkjan og sóknirnar vítt og breitt um landið eru mikilvægt net, ofið gegnum byggðir landsins, fjölmennar og fámennar. Kjarninn er að sjálfsögðu boðun fagnaðarerindisins en ennfremur hin mikilvæga félagslega og menningarlega þjónusta; hvort sem það er sálgæslan á stöðum þar sem fjölþætt heilbrigðisþjónusta er oft ekki til staðar, barna- og unglingastarf þar sem íbúafjöldinn er takmarkaður eða stuðningur við elstu íbúana, sem í æ ríkari mæli búa einir eða upplifa einsemd. Öll þessi þjónusta er veitt óháð því hvort fólk tilheyri þjóðkirkjunni, staðreynd sem oft gleymist. Þess vegna er sóknarpresturinn svo mikilvægur og allt starf söfnuðanna sem miðar að þessu marki. Þessari samfélagsþjónustu hefur Elínborg sinnt með stakri prýði, í sveit, bæ og borg. Hún þekkir ólíkt og krefjandi starfsumhverfi, áskoranir sóknanna og starfsfólks þeirra, bæði launaðra og ólaunaðra. Skyldur biskups við þennan hóp eru fjölmargar, bæði í trúarlegri leiðsögn og á sviði stjórnsýslu. Þegar erfið mál koma upp þarf sterkt og öruggt bakland fyrir sóknarnefndirnar og trúnaðarfólk safnaðanna. Sr. Elínborg er vel heima í málefnum og uppbyggingu þjóðkirkjunnar, eins og framganga hennar á nýafstöðnum kynningarfundum um landið ber vitni. Hún hefur dýrmæta reynslu, innsæi, menntun og mannkosti sem þörf er á við að leiða þjóðkirkjuna og styðja fulltrúa hennar á vegferð breytinga og nauðsynlegrar uppbyggingar, og til að stuðla að friði og samhug, sem svo víða skortir. Við sem höfum verið svo lánsöm að starfa með eða kynnast störfum sr. Elínborgar Sturludóttur mælum innilega með henni sem verðugu efni í næsta biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grundarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Grundarfjörður Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Það varð sóknarbörnum í Grundarfirði fljótt ljóst, þegar þau fóru að kynnast nýja sóknarprestinum sr. Elínborgu Sturludóttur, árið 2003, að þar var á ferðinni afburða manneskja. Nýi presturinn hafði sem vegarnesti djúpt innsæi, góðar gáfur og mannkosti til að takast á hendur fjölbreytt og vandasamt starf sóknarprests í sjávarþorpi. Hún gekk í verk af skörungsskap, en ekki síður af fagmennsku, hlýju og virðingu fyrir fólki og mismunandi aðstæðum þess, bæði í gleði og sorg. Hið sama má segja um störf hennar sem sveitaprests í Borgarfirði og Dómkirkjuprests, samtals í yfir 20 ár. Þann 11. apríl nk. hefst kosning til embættis biskups Íslands og hafa yfir 2.200 fulltrúar þjóðkirkjunnar þar kosningarétt. Við sem höfum fengið að starfa með eða kynnast störfum sr. Elínborgar Sturludóttur, í þjónustu hennar við sóknarbörn og íbúa, gleðjumst innilega yfir því að hún bjóði sig nú fram til þessa mikilvæga embættis. Þjóðkirkjan og sóknirnar vítt og breitt um landið eru mikilvægt net, ofið gegnum byggðir landsins, fjölmennar og fámennar. Kjarninn er að sjálfsögðu boðun fagnaðarerindisins en ennfremur hin mikilvæga félagslega og menningarlega þjónusta; hvort sem það er sálgæslan á stöðum þar sem fjölþætt heilbrigðisþjónusta er oft ekki til staðar, barna- og unglingastarf þar sem íbúafjöldinn er takmarkaður eða stuðningur við elstu íbúana, sem í æ ríkari mæli búa einir eða upplifa einsemd. Öll þessi þjónusta er veitt óháð því hvort fólk tilheyri þjóðkirkjunni, staðreynd sem oft gleymist. Þess vegna er sóknarpresturinn svo mikilvægur og allt starf söfnuðanna sem miðar að þessu marki. Þessari samfélagsþjónustu hefur Elínborg sinnt með stakri prýði, í sveit, bæ og borg. Hún þekkir ólíkt og krefjandi starfsumhverfi, áskoranir sóknanna og starfsfólks þeirra, bæði launaðra og ólaunaðra. Skyldur biskups við þennan hóp eru fjölmargar, bæði í trúarlegri leiðsögn og á sviði stjórnsýslu. Þegar erfið mál koma upp þarf sterkt og öruggt bakland fyrir sóknarnefndirnar og trúnaðarfólk safnaðanna. Sr. Elínborg er vel heima í málefnum og uppbyggingu þjóðkirkjunnar, eins og framganga hennar á nýafstöðnum kynningarfundum um landið ber vitni. Hún hefur dýrmæta reynslu, innsæi, menntun og mannkosti sem þörf er á við að leiða þjóðkirkjuna og styðja fulltrúa hennar á vegferð breytinga og nauðsynlegrar uppbyggingar, og til að stuðla að friði og samhug, sem svo víða skortir. Við sem höfum verið svo lánsöm að starfa með eða kynnast störfum sr. Elínborgar Sturludóttur mælum innilega með henni sem verðugu efni í næsta biskup Íslands. Höfundur er íbúi í Grundarfirði.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun