Kjósum Elínborgu Sturludóttur sem biskup Thor Aspelund skrifar 11. apríl 2024 07:30 Elínborg og ég erum skólasystkin úr í Menntaskólanum í Reykjavík. Við kynntumst þegar leikfélag skólans, Herranótt, var að setja upp Rómeó og Júlíu. Saumstofu fyrir búninga var fundinn staður í bílskúrnum hjá ömmu minni og afa á Tómasarhaganum. Afi minn Þórhallur var klæðskeri og amma Guðrún saumakona í hjáverkum og þau sýndu þessu mikinn áhuga. Á saumstofunni komu kostir Elínborgar fram. Hún gekk um með gleði og dugnaði og sýndi strax leiðtogahæfileika. Hún átti auðvelt með að tengja við fólk úr öllum áttum og á öllum aldri. Sérstaklega tók ég eftir hvað hún sýndi mikla væntumþykju í garð ömmu minnar og afa. Amma mín var úr Biskupstungum og afi minn frá Vopnafirði með viðkomu í Borgarfirði (við nám á Hvítárbakka). Þarna kom fram falleg tenging milli kynslóða og við landsbyggðina. Fyrir mér eru kostir Elínborgar sem biskup augljósir. Hún hefur þessa miklu mannkosti að vera dugandi og bjartsýn, glöð og kærleiksrík. Hún getur auðveldlega tengt við fólk og leitt fólk saman með mismunandi bakgrunn. Og Elínborg sýnir það í verki. Hún er friðarsinni, leiðtogi og sannur pílagrími þar sem hún boðar fagnaðarerindið á fjölbreyttan hátt og bókstaflega með pílagrímagöngum hvort sem það er hér heima eða á Jakobsveginum sem frægt er. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hennar maður er sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson doktor í guðfræði og héraðsprestur og maður sem maður vill drekka kaffi með. Sr. Elínborg er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Það eru forréttindi að vera í sóknarnefnd Dómkirkjunnar með öllu því ágæta fólki þar og með prestunum Elínborgu og Sveini Valgeirssyni. Maður fær innsýn í hvað starfið er víðtækt og hve margir koma að. Kirkjan snertir líf svo margra á stórum stundum bæði í gleði og sorg. Eins og á öðrum vinnustöðum þarf að halda utan um starfsfólk kirkjunnar og hlúa að því. Eins öllum innviðum og síðast en ekki síst halda góðum tengslum við ríkisvaldið. Þar sé ég fyrir mér að Elínborg muni standa sig mjög vel. Þess vegna mæli ég óhikað með að þau sem hafa rétt til kjósi sr. Elínborgu til biskups í komandi kosningum. Verandi í sóknarnefnd get ég kosið og mun kjósa sr. Elínborgu. Höfundur situr í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Elínborg og ég erum skólasystkin úr í Menntaskólanum í Reykjavík. Við kynntumst þegar leikfélag skólans, Herranótt, var að setja upp Rómeó og Júlíu. Saumstofu fyrir búninga var fundinn staður í bílskúrnum hjá ömmu minni og afa á Tómasarhaganum. Afi minn Þórhallur var klæðskeri og amma Guðrún saumakona í hjáverkum og þau sýndu þessu mikinn áhuga. Á saumstofunni komu kostir Elínborgar fram. Hún gekk um með gleði og dugnaði og sýndi strax leiðtogahæfileika. Hún átti auðvelt með að tengja við fólk úr öllum áttum og á öllum aldri. Sérstaklega tók ég eftir hvað hún sýndi mikla væntumþykju í garð ömmu minnar og afa. Amma mín var úr Biskupstungum og afi minn frá Vopnafirði með viðkomu í Borgarfirði (við nám á Hvítárbakka). Þarna kom fram falleg tenging milli kynslóða og við landsbyggðina. Fyrir mér eru kostir Elínborgar sem biskup augljósir. Hún hefur þessa miklu mannkosti að vera dugandi og bjartsýn, glöð og kærleiksrík. Hún getur auðveldlega tengt við fólk og leitt fólk saman með mismunandi bakgrunn. Og Elínborg sýnir það í verki. Hún er friðarsinni, leiðtogi og sannur pílagrími þar sem hún boðar fagnaðarerindið á fjölbreyttan hátt og bókstaflega með pílagrímagöngum hvort sem það er hér heima eða á Jakobsveginum sem frægt er. Elínborg Sturludóttir er frá Snæfellsnesi og hefur þjónað sem prestur í Grundarfirði, Borgarfirði og nú við Dómkirkjuna í Reykjavík. Hennar maður er sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson doktor í guðfræði og héraðsprestur og maður sem maður vill drekka kaffi með. Sr. Elínborg er í framboði til biskups Íslands, kjör fer fram 11. – 16. apríl nk. Það eru forréttindi að vera í sóknarnefnd Dómkirkjunnar með öllu því ágæta fólki þar og með prestunum Elínborgu og Sveini Valgeirssyni. Maður fær innsýn í hvað starfið er víðtækt og hve margir koma að. Kirkjan snertir líf svo margra á stórum stundum bæði í gleði og sorg. Eins og á öðrum vinnustöðum þarf að halda utan um starfsfólk kirkjunnar og hlúa að því. Eins öllum innviðum og síðast en ekki síst halda góðum tengslum við ríkisvaldið. Þar sé ég fyrir mér að Elínborg muni standa sig mjög vel. Þess vegna mæli ég óhikað með að þau sem hafa rétt til kjósi sr. Elínborgu til biskups í komandi kosningum. Verandi í sóknarnefnd get ég kosið og mun kjósa sr. Elínborgu. Höfundur situr í sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar