Kerfisbundið launamisrétti í boði stjórnvalda Sandra B. Franks skrifar 11. apríl 2024 11:01 Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti. Þrátt fyrir það er staðan samt þannig að enn mælist allnokkuð kynjabil. Sá óhugnaður sem kynbundið misrétti er hefur enn ekki tekist að uppræta. Þá búa konur ekki einungis við kynjamisrétti, heldur einnig við kerfislægt launamisrétti. Rétt er að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi í heiminum eins mikil og hér á landi, en launamyndunarkerfin eru þannig úr garði gerð að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf, því iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en hefðbundin karlastörf. Hér er því verk að vinna. Þessi barátta skiptir okkur sjúkraliða miklu máli þar sem um 97% eru konur. Þá ber að geta þess að önnur hver kona sem er á vinnumarkaði er opinber starfsmaður. Þess vegna eru atriði eins og kynskiptur vinnumarkaður og kynbundinn launamunur stórt atriði í okkar huga. Staðfest af stjórnvöldum Í nýlegri skýrslu forsætisráðuneytisins, sem nálgast má hér: Virðismat starfa kemur fram að vanmat á störfum kvenna á hinum kynskipta vinnumarkaði sé megin orsök þessa launamisréttis. Um þetta atriði hef ég ítrekað rætt og bent á hvernig athafnaleysi stjórnvalda snuðar okkur konur um marga milljarða árlega. Dæmi um það er í framangreindri skýrslu forsætisráðuneytisins sem segir: Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 10% launamunur um 80.000 krónur á mánuði, 960.000 krónur á ári og yfir 47 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Launamisrétti er vel hægt að leiðrétta núna strax ef vilji ráðamanna er til staðar. Aðgerða er þörf enda búið að staðfesta að kerfislægur og ómálefnalegur launamunur kynjanna sé til staðar í íslensku samfélagi. Mannréttindi ekki samningsatriði Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta sem snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. En mannréttindi eru ekki samningsatriði, þau eru réttindin sem þarf að innleiða í siðmenningu okkar. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Í nýlegri könnun Vörðu, sem nálgast má hér: Staða launafólks á Íslandi, kemur m.a. fram að of margir sjúkraliðar eða um 40% eiga erfitt með að ná endum saman og hafa ekki getu til að mæta 80.000 kr. óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þá er staða sjúkraliða sem eru með börn á framfæri slæm. Fram kemur að alltof stór hópur sjúkraliða er í fjárhagslegum vanda vegna innkaupa á næringarríkum mat fyrir börnin sín og á nauðsynlegum fatnaði fyrir þau. Fjárhagur þessa hóps kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða fyrir tómstundir og félagslíf s.s. afmælisgjafir fyrir vini, bíóferðir eða aðra afþreyingu með vinum, og viðburðum tengdu skólastarfi. Þessi staða kemur því niður á þeim sem síst skildi. Ég treysti því að nýi forsætisráðherrann okkar Bjarni Benediktsson taki af skarið, láti verkin tala og geri það sem þarf. Það dugar ekki lengur að bíða eftir „viðhorfsbreytingunni“ eða halda fleiri fundi til að ræða „stöðuna“ og „misréttið“. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta þennan kynbundna launamun. Leiðréttingarferlið þarf að hefjast strax og skjalfesta það í komandi kjarasamningum. Sú leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við lagalegt jafnrétti og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Hér á landi ríkir formlegt kynjajafnrétti sem þýðir að konur og karlar búa við lagalegt jafnrétti. Þrátt fyrir það er staðan samt þannig að enn mælist allnokkuð kynjabil. Sá óhugnaður sem kynbundið misrétti er hefur enn ekki tekist að uppræta. Þá búa konur ekki einungis við kynjamisrétti, heldur einnig við kerfislægt launamisrétti. Rétt er að minna á að atvinnuþáttaka kvenna er hvergi í heiminum eins mikil og hér á landi, en launamyndunarkerfin eru þannig úr garði gerð að konur fá lægri laun en karlar fyrir sambærileg störf, því iðulega eru störf sem unnin af konum minna metin en hefðbundin karlastörf. Hér er því verk að vinna. Þessi barátta skiptir okkur sjúkraliða miklu máli þar sem um 97% eru konur. Þá ber að geta þess að önnur hver kona sem er á vinnumarkaði er opinber starfsmaður. Þess vegna eru atriði eins og kynskiptur vinnumarkaður og kynbundinn launamunur stórt atriði í okkar huga. Staðfest af stjórnvöldum Í nýlegri skýrslu forsætisráðuneytisins, sem nálgast má hér: Virðismat starfa kemur fram að vanmat á störfum kvenna á hinum kynskipta vinnumarkaði sé megin orsök þessa launamisréttis. Um þetta atriði hef ég ítrekað rætt og bent á hvernig athafnaleysi stjórnvalda snuðar okkur konur um marga milljarða árlega. Dæmi um það er í framangreindri skýrslu forsætisráðuneytisins sem segir: Fyrir konu með 700.000 krónur í laun á mánuði þýðir 10% launamunur um 80.000 krónur á mánuði, 960.000 krónur á ári og yfir 47 milljónir króna á starfsævi. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Með þetta dæmi til hliðsjónar má vera ljóst að launamisrétti getur haft gríðarleg áhrif á stöðu, sjálfstæði og fjárhagslegt öryggi kvenna út ævina. Launamisrétti er vel hægt að leiðrétta núna strax ef vilji ráðamanna er til staðar. Aðgerða er þörf enda búið að staðfesta að kerfislægur og ómálefnalegur launamunur kynjanna sé til staðar í íslensku samfélagi. Mannréttindi ekki samningsatriði Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta sem snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. En mannréttindi eru ekki samningsatriði, þau eru réttindin sem þarf að innleiða í siðmenningu okkar. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Í nýlegri könnun Vörðu, sem nálgast má hér: Staða launafólks á Íslandi, kemur m.a. fram að of margir sjúkraliðar eða um 40% eiga erfitt með að ná endum saman og hafa ekki getu til að mæta 80.000 kr. óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þá er staða sjúkraliða sem eru með börn á framfæri slæm. Fram kemur að alltof stór hópur sjúkraliða er í fjárhagslegum vanda vegna innkaupa á næringarríkum mat fyrir börnin sín og á nauðsynlegum fatnaði fyrir þau. Fjárhagur þessa hóps kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða fyrir tómstundir og félagslíf s.s. afmælisgjafir fyrir vini, bíóferðir eða aðra afþreyingu með vinum, og viðburðum tengdu skólastarfi. Þessi staða kemur því niður á þeim sem síst skildi. Ég treysti því að nýi forsætisráðherrann okkar Bjarni Benediktsson taki af skarið, láti verkin tala og geri það sem þarf. Það dugar ekki lengur að bíða eftir „viðhorfsbreytingunni“ eða halda fleiri fundi til að ræða „stöðuna“ og „misréttið“. Það er á forræði stjórnvalda að leiðrétta þennan kynbundna launamun. Leiðréttingarferlið þarf að hefjast strax og skjalfesta það í komandi kjarasamningum. Sú leið er ekki einungis sanngjörn heldur styður hún við áform stjórnvalda um að konur og karlar búi við lagalegt jafnrétti og skilar auk þess hagkvæmri niðurstöðu fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun