Hafa tapað milljörðum vegna endurtekinna lokana Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. apríl 2024 20:45 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Vísir/Arnar Forsvarsmenn Bláa lónsins áætla að beinn kostnaður vegna lokana sökum jarðhræringa sé um fimm milljarðar króna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins. Tilefnið er að lóninu var lokað í morgun vegna gasmengunar. Það var opnað aftur klukkan tvö í dag og þegar fréttastofa ræddi við Helgu í kvöldfréttum voru margir gestir í lóninu. „Þetta er í annað sinn sem við höfum lokað vegna gasmengunar eða spár um gasmengun. Fólkið okkar hefur sýnt gríðarlega þrautseigju í gegnum allar þessar áskoranir. Eins og þetta var í dag þá fóru einhverjir heim þangað til það opnaði og aðrir biðu af sér hér inni en auðvitað er mun öruggara að vera inni en úti eins og menn vita.“ Fimm mánuðir eru síðan Grindavík og svæðið í kring var rýmt. Á þeim tíma hefur Bláa lóninu reglulega verið lokað. „Við erum búin að vera með lokað samtals í rúma þrjá mánuði síðan hræringarnar hófust. Við auðvitað erum á þessu svæði og við ætlum að lifa með þessum jarðhræringum og þessari stöðu, þannig við höfum verið að sýna sveigjanleika eins og hægt er og meta stöðuna hverju sinni auðvitað með sérfræðingum á hverju sviði,“ segir Helga. Hún segir forsvarsmenn lónsins reiða sig á gott og þéttriðið net sérfræðinga. Áætlað sé að beinn kostnaður vegna þessara lokana sé um fimm milljarðar. Hafið þið þegið þessa lokunarstyrki sem hafa verið í boði? „Við höfum litið á það sem samstarfsverkefni okkar og stjórnvalda að viðhalda þeim stöðugildum og þeim störfum sem hjá okkur eru og okkur hefur auðnast það og við höfum viðhaldið öllum átta hundruð störfunum en þessi kostnaður, jú við höfum fengið hluta af þessum styrkjum en beinn kostnaður nettó er um fimm milljarðar.“ Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Tilefnið er að lóninu var lokað í morgun vegna gasmengunar. Það var opnað aftur klukkan tvö í dag og þegar fréttastofa ræddi við Helgu í kvöldfréttum voru margir gestir í lóninu. „Þetta er í annað sinn sem við höfum lokað vegna gasmengunar eða spár um gasmengun. Fólkið okkar hefur sýnt gríðarlega þrautseigju í gegnum allar þessar áskoranir. Eins og þetta var í dag þá fóru einhverjir heim þangað til það opnaði og aðrir biðu af sér hér inni en auðvitað er mun öruggara að vera inni en úti eins og menn vita.“ Fimm mánuðir eru síðan Grindavík og svæðið í kring var rýmt. Á þeim tíma hefur Bláa lóninu reglulega verið lokað. „Við erum búin að vera með lokað samtals í rúma þrjá mánuði síðan hræringarnar hófust. Við auðvitað erum á þessu svæði og við ætlum að lifa með þessum jarðhræringum og þessari stöðu, þannig við höfum verið að sýna sveigjanleika eins og hægt er og meta stöðuna hverju sinni auðvitað með sérfræðingum á hverju sviði,“ segir Helga. Hún segir forsvarsmenn lónsins reiða sig á gott og þéttriðið net sérfræðinga. Áætlað sé að beinn kostnaður vegna þessara lokana sé um fimm milljarðar. Hafið þið þegið þessa lokunarstyrki sem hafa verið í boði? „Við höfum litið á það sem samstarfsverkefni okkar og stjórnvalda að viðhalda þeim stöðugildum og þeim störfum sem hjá okkur eru og okkur hefur auðnast það og við höfum viðhaldið öllum átta hundruð störfunum en þessi kostnaður, jú við höfum fengið hluta af þessum styrkjum en beinn kostnaður nettó er um fimm milljarðar.“
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira