Ferðaþjónusta til framtíðar Freyja Rut Emilsdóttir skrifar 22. apríl 2024 13:31 Nærandi ferðaþjónusta er hugtak sem fær sífellt meiri athygli í umræðunni bæði hér á Íslandi sem og um heim allan. Hugtakið felur í sér markvissar aðgerðir sem fólk og fyrirtæki geta gripið til með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi og náttúru og skilja þannig við áfangastaðinn, samfélagið og náttúruna í betra ástandi en áður. Þannig er farið skrefi lengra en sjálfbærni þar sem markmiðið er að skilja ekki við umhverfið í verra ástandi en áður og ganga ekki á auðlindir framtíðar. Nærandi ferðaþjónusta snýst þannig um að byggja upp auðlindir fyrir komandi kynslóðir. Hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu og nærandi viðskiptahátta almennt, felur í sér velsæld og jafnvægi, þar sem árangur í rekstri er metinn út frá fjölbreyttari þáttum en eingöngu efnahagslegum. Fólk, hvort sem það eru íbúar, starfsfólk í ferðaþjónustu eða gestir svæðisins, eru hluti af sama vistkerfi sem bæði hafa áhrif á og verða fyrir áhrifum hvert af öðru. Markmið nærandi ferðaþjónustu er að vinna í sátt og samlyndi við alla þessa hópa og byggja upp rekstur og framboð þjónustu sem hefur jákvæð áhrif og styrkir svæðið til lengri tíma, hvort sem horft er til náttúruverndar, efnahagslegra þátta, menningarlegra eða samfélagslegra. Markmið íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi á heimsvísu í sjálfbærri þróun, eins og fram kemur í stefnuramma til ferðaþjónustu til 2030 og Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur frá 2022 leitt norrænt þróunarverkefni um nærandi ferðaþjónustu, sem fjármagnað er af Norrænu ráðherranefndinni og unnið af Íslenska Ferðaklasanum. Í byrjun aprílmánaðar fór fram vinnustofa í verkefninu CE4RT (e. Circular Economy for Regenerative Tourism), sem við í 1238 og Gránu Bistró á Sauðárkróki erum þátttakendur í. Verkefninu er stýrt af Íslenska Ferðaklasanum og eru þátttakendur 16 fyrirtæki á Íslandi auk fjölda annarra frá Hollandi, Póllandi, Finnlandi og Írlandi. Þátttaka í svona verkefnum er bæði fræðandi, skemmtileg, hvetjandi og mikilvæg fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðargráðum. Við höfum nú þegar tekið stór og mikilvæg skref í átt að sjálfbærum og nærandi viðskiptaháttum og má þar t.d. nefna aukna áherslu á að versla við birgja í heimabyggð fyrst og fremst hvenær sem því er viðkomið, bæði þegar kemur að hráefni á matseðli sem og minjagripum í verslun, mörkun umhverfis- og sjálfbærnistefnu sem er í vinnslu og áherslu á að miðla sögu svæðisins bæði með fastasýningu 1238 þar sem fjallað er um helstu bardaga Sturlungaaldarinnar, uppsetningu sýningar um húsnæði Gránu og þá verslunarstarfsemi á vegum Kaupfélagsins sem áður fór fram í húsinu, og vinnslu verkefna á við leiðsagnar um Þrístapa í Húnabyggð annars vegar og hins vegar um Villa Nova og gamla bæinn á Sauðárkróki. Í sumar munum við síðan bjóða uppá gönguleiðsagnir um elsta hluta Sauðárkróks. Auk þess höfum við lagt metnað í að auðga menningarlíf á svæðinu með fjölbreyttum menningarviðburðum og fjölga störfum á svæðinu með alls kyns nýsköpunarverkefnum. Viku seinna fór fram vinnustofa í öðru Evrópuverkefni sem við erum þátttakendur í, DACCHE (e. Digital Action on Climate Change on Heritage Environments) sem snýst um að nýta stafræna tækni til að varðveita menningarlandslag og sjá hvernig það breytist með loftslagsbreytingum. Verkefnið er unnið í samstarfi við aðila frá Svíþjóð, Færeyjum, Skotlandi og Írlandi og eru það Skriðuklaustur og Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista sem stýra vinnu íslensku aðilanna. Loftslagsbreytingar hafa augljós og ótvíræð áhrif á náttúruna en einnig á menninguna, menningararfinn og samfélagið allt. Ferðaþjónustuaðilar ásamt stofnunum og fyrirtækjum sem miðla menningararfinum eru lykilaðilar við að hvetja íbúa og ferðamenn til aukinnar vitundar og aðgerða gegn eyðileggjandi áhrifum loftslagsbreytinganna– alveg í takt við hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu. Við erum að gera heilmargt og ná árangri á mörgum sviðum. En lengi má gera gott enn betur og við erum hvergi nærri hægt á þessari vegferð, það er alltaf varða handa við næstu vörðu. Ferðaþjónusta til framtíðar vinnur í sátt og samlyndi við nærsamfélagið og náttúruna og leggur sitt af mörkum til að skilja áfangastaðinn eftir í betra ástandi en áður. Höfundur er framkvæmdastjóri Sýndarveruleika ehf sem á og rekur sýninguna 1238 Baráttan um Ísland og veitingastaðinn Gránu Bistró, Sauðárkróki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nærandi ferðaþjónusta er hugtak sem fær sífellt meiri athygli í umræðunni bæði hér á Íslandi sem og um heim allan. Hugtakið felur í sér markvissar aðgerðir sem fólk og fyrirtæki geta gripið til með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi og náttúru og skilja þannig við áfangastaðinn, samfélagið og náttúruna í betra ástandi en áður. Þannig er farið skrefi lengra en sjálfbærni þar sem markmiðið er að skilja ekki við umhverfið í verra ástandi en áður og ganga ekki á auðlindir framtíðar. Nærandi ferðaþjónusta snýst þannig um að byggja upp auðlindir fyrir komandi kynslóðir. Hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu og nærandi viðskiptahátta almennt, felur í sér velsæld og jafnvægi, þar sem árangur í rekstri er metinn út frá fjölbreyttari þáttum en eingöngu efnahagslegum. Fólk, hvort sem það eru íbúar, starfsfólk í ferðaþjónustu eða gestir svæðisins, eru hluti af sama vistkerfi sem bæði hafa áhrif á og verða fyrir áhrifum hvert af öðru. Markmið nærandi ferðaþjónustu er að vinna í sátt og samlyndi við alla þessa hópa og byggja upp rekstur og framboð þjónustu sem hefur jákvæð áhrif og styrkir svæðið til lengri tíma, hvort sem horft er til náttúruverndar, efnahagslegra þátta, menningarlegra eða samfélagslegra. Markmið íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi á heimsvísu í sjálfbærri þróun, eins og fram kemur í stefnuramma til ferðaþjónustu til 2030 og Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur frá 2022 leitt norrænt þróunarverkefni um nærandi ferðaþjónustu, sem fjármagnað er af Norrænu ráðherranefndinni og unnið af Íslenska Ferðaklasanum. Í byrjun aprílmánaðar fór fram vinnustofa í verkefninu CE4RT (e. Circular Economy for Regenerative Tourism), sem við í 1238 og Gránu Bistró á Sauðárkróki erum þátttakendur í. Verkefninu er stýrt af Íslenska Ferðaklasanum og eru þátttakendur 16 fyrirtæki á Íslandi auk fjölda annarra frá Hollandi, Póllandi, Finnlandi og Írlandi. Þátttaka í svona verkefnum er bæði fræðandi, skemmtileg, hvetjandi og mikilvæg fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðargráðum. Við höfum nú þegar tekið stór og mikilvæg skref í átt að sjálfbærum og nærandi viðskiptaháttum og má þar t.d. nefna aukna áherslu á að versla við birgja í heimabyggð fyrst og fremst hvenær sem því er viðkomið, bæði þegar kemur að hráefni á matseðli sem og minjagripum í verslun, mörkun umhverfis- og sjálfbærnistefnu sem er í vinnslu og áherslu á að miðla sögu svæðisins bæði með fastasýningu 1238 þar sem fjallað er um helstu bardaga Sturlungaaldarinnar, uppsetningu sýningar um húsnæði Gránu og þá verslunarstarfsemi á vegum Kaupfélagsins sem áður fór fram í húsinu, og vinnslu verkefna á við leiðsagnar um Þrístapa í Húnabyggð annars vegar og hins vegar um Villa Nova og gamla bæinn á Sauðárkróki. Í sumar munum við síðan bjóða uppá gönguleiðsagnir um elsta hluta Sauðárkróks. Auk þess höfum við lagt metnað í að auðga menningarlíf á svæðinu með fjölbreyttum menningarviðburðum og fjölga störfum á svæðinu með alls kyns nýsköpunarverkefnum. Viku seinna fór fram vinnustofa í öðru Evrópuverkefni sem við erum þátttakendur í, DACCHE (e. Digital Action on Climate Change on Heritage Environments) sem snýst um að nýta stafræna tækni til að varðveita menningarlandslag og sjá hvernig það breytist með loftslagsbreytingum. Verkefnið er unnið í samstarfi við aðila frá Svíþjóð, Færeyjum, Skotlandi og Írlandi og eru það Skriðuklaustur og Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista sem stýra vinnu íslensku aðilanna. Loftslagsbreytingar hafa augljós og ótvíræð áhrif á náttúruna en einnig á menninguna, menningararfinn og samfélagið allt. Ferðaþjónustuaðilar ásamt stofnunum og fyrirtækjum sem miðla menningararfinum eru lykilaðilar við að hvetja íbúa og ferðamenn til aukinnar vitundar og aðgerða gegn eyðileggjandi áhrifum loftslagsbreytinganna– alveg í takt við hugmyndafræði nærandi ferðaþjónustu. Við erum að gera heilmargt og ná árangri á mörgum sviðum. En lengi má gera gott enn betur og við erum hvergi nærri hægt á þessari vegferð, það er alltaf varða handa við næstu vörðu. Ferðaþjónusta til framtíðar vinnur í sátt og samlyndi við nærsamfélagið og náttúruna og leggur sitt af mörkum til að skilja áfangastaðinn eftir í betra ástandi en áður. Höfundur er framkvæmdastjóri Sýndarveruleika ehf sem á og rekur sýninguna 1238 Baráttan um Ísland og veitingastaðinn Gránu Bistró, Sauðárkróki.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun