Tekjuhæsti fyrsti ársfjórðungur í sögu Icelandair Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. apríl 2024 19:59 Fjöldi farþega til Íslands á fyrsta ársfjórðungi var 284 þúsund. Vísir/Vilhelm Heildartekjur Icelandair á fyrsta ársfjórðungi jukust um ellefu prósent á milli ára og námu 35,8 milljörðum króna. Var þetta tekjuhæsti fyrsti ársfjórðungur í sögu félagsins. Afkoma fjórðungsins var neikvæð um 9,5 milljarða króna samanborið við 8,5 milljarða í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins sem var birt í Kauphöll í dag. Þar kemur fram að farþegatekjur náðu methæðum sem nema 27,5 milljörðum króna og er það aukning um sautján prósent milli ára. Einingakostnaður lækkaði um fimm prósent og farþegum fjölgaði um fjórtán prósent. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir afkoma fyrsta ársfjórðungs hafa verið í takt við væntingar en að áhrif alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgosið á Reykjanesskaga hafi litað rekstrarniðurstöðuna. „Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48% með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands dróst lítið eitt saman,“ er haft eftir Boga í tilkynningunni. Fjöldi farþega til Ísland var 284 þúsund manns á þessum fyrsta ársfjórðungi. „Þrátt fyrir að framboðsaukning á ákveðnum mörkuðum hafi sett þrýsting á fargjöld og sætanýtingu, var áherslan í framboðsaukningu Icelandair hins vegar fyrst og fremst á markaði sem skila félaginu góðum tekjum og arðsemi. Við náðum árangri í lækkun einingakostnaðar, eða um 5%, en hærra hlutfall hagkvæmari flugvéla, stærðarhagkvæmni og meiri skilvirkni i rekstrinum hafði áhrif til lækkunar,“ er einnig haft eftir honum. Einnig kemur fram að mikill viðsnúningur hafi orðið í fraktstarfsemi fyrirtækisins og nam hann 535 milljónir. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loftleiðir með þrjár þotur í lúxusflugi fyrir ríka fólkið Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er komið með þrjár þotur sem eingöngu sinna lúxusflugi með forríka ferðamenn. Dæmigerð þriggja vikna hnattferð kostar 25 milljónir króna á mann en þá er líka allt innifalið. 15. apríl 2024 23:00 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins sem var birt í Kauphöll í dag. Þar kemur fram að farþegatekjur náðu methæðum sem nema 27,5 milljörðum króna og er það aukning um sautján prósent milli ára. Einingakostnaður lækkaði um fimm prósent og farþegum fjölgaði um fjórtán prósent. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir afkoma fyrsta ársfjórðungs hafa verið í takt við væntingar en að áhrif alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgosið á Reykjanesskaga hafi litað rekstrarniðurstöðuna. „Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48% með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands dróst lítið eitt saman,“ er haft eftir Boga í tilkynningunni. Fjöldi farþega til Ísland var 284 þúsund manns á þessum fyrsta ársfjórðungi. „Þrátt fyrir að framboðsaukning á ákveðnum mörkuðum hafi sett þrýsting á fargjöld og sætanýtingu, var áherslan í framboðsaukningu Icelandair hins vegar fyrst og fremst á markaði sem skila félaginu góðum tekjum og arðsemi. Við náðum árangri í lækkun einingakostnaðar, eða um 5%, en hærra hlutfall hagkvæmari flugvéla, stærðarhagkvæmni og meiri skilvirkni i rekstrinum hafði áhrif til lækkunar,“ er einnig haft eftir honum. Einnig kemur fram að mikill viðsnúningur hafi orðið í fraktstarfsemi fyrirtækisins og nam hann 535 milljónir.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Loftleiðir með þrjár þotur í lúxusflugi fyrir ríka fólkið Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er komið með þrjár þotur sem eingöngu sinna lúxusflugi með forríka ferðamenn. Dæmigerð þriggja vikna hnattferð kostar 25 milljónir króna á mann en þá er líka allt innifalið. 15. apríl 2024 23:00 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Loftleiðir með þrjár þotur í lúxusflugi fyrir ríka fólkið Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, er komið með þrjár þotur sem eingöngu sinna lúxusflugi með forríka ferðamenn. Dæmigerð þriggja vikna hnattferð kostar 25 milljónir króna á mann en þá er líka allt innifalið. 15. apríl 2024 23:00
Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07