Hvar er híbýlaauður? Anna María Bogadóttir skrifar 24. apríl 2024 13:00 „Nú virðist tími til þess kominn, að við gætum vel að því, hvert við stefnum. Með stórauknu menningarsambandi við umheiminn eigum við nú að hafa öðlazt þá menntun, að við eigum að vera þess umkomnir að velja og hafna réttilega, og byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt,” segir í bókinni Húsakostur og híbýlaprýði sem kom út árið 1939. Eða fyrir áttatíu og fimm árum. Bókina rita arkitektar, læknir, bankamaður, rithöfundur, alþingismaður og húsgagnahönnuðir sem segja það „djörf fyrirætlan að skrifa bók um híbýli vorra daga og hvernig þeim verði bezt fyrir komið”. Dirfska höfundanna og leiðbeinandi, skarpur og hlýr tónn bókarinnar eru innblástur að Híbýlaauði, sem, líkt og fyrirmyndin, fæst við híbýli vorra daga út frá sjónarhorni arkitektúrs, hönnunar, verkfræði og efnahags. Hlutverk hverrar kynslóðar er að skipuleggja, byggja og búa í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma. Síðastliðna tæpa öld hafa risið íbúðahverfi sem endurspegla breytingar hvað snertir hugmyndafræði, vilja, verkþekkingu og félags- og fjárhagslegt bolmagn samfélagsins. Frá húsnæði með áherslu á jöfnuð, lýðheilsu, dagsbirtu og útsýni úr öllum íbúðum yfir í einsleitari einingahús í krafti nýrrar byggingatækni, vaxandi trú á frjálsan markað og brotthvarf hins opinbera af húsnæðismarkaði undir lok 20. aldar. Fyrir um áratug steig íslenska ríkið aftur inn á húsnæðismarkaðinn, íbúðir eru enda ekki hilluvara heldur grunninnviður og stærsta og áhrifamesta fjárfesting samfélags og einstaklinga. Gerir dagsbirta á öllum hæðum húsa okkur ríkari? Eru samverurými hagkvæm eða óhagkvæm og leynist eitthvað í búrinu sem er umhverfisvænt í stöðunni? Húsnæðisáskorun samtímans snýst um að móta lífsumgjörð komandi kynslóða. Einstaklinga sem í auknum mæli munu búa saman í fjölbýlishúsum. Því þarf að huga að nærandi samveru, gróðri, leik og ljósi svo hægt sé að þrífast og blómstra í dagsins önn. Íslendingar eru hámenntuð þjóð með fjölda fag- og fræðimanna á ólíkum sviðum. Innleidd hafa verið metnaðarfull gæðastjórnunarkerfi og rafræn stjórnsýsla í mannvirkjagerð á undanförnum áratugum. Hins vegar er vaxandi áhyggjuefni að íbúarnir, líðan þeirra, samvera og athafnir í daglegu lífi, virðast hafa týnst í fyrirferðarmikilli umræðu og aðgerðum um húsnæðismál. Samfélagið er mun ríkara og fjölskrúðugra en árið 1939. Sífellt hærra hlutfall landsmanna er af erlendum uppruna og mannaflsfrek ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem aflar mestu gjaldeyristekna. Gervigreind, loftlagsvá, stríð í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafs og eldsumbrot á Reykjanesi er meðal þess sem skekur íslenskt samfélag. Enn sem fyrr eigum við þó að vera þess umkomin „að byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt”. Íbúinn þarf að komast aftur inn í kjarna umræðunnar um uppbyggingu íbúða, þar sem hann á heima. Þannig getur híbýlaauðurinn, sem býr í virkni og upplifun hvers og eins okkar og saman, fengið metávöxtun. Á Hönnunarmars 24.-28. apríl býður Híbýlaauður til skrafs og ráðagerða í kringum eldhúseyjuna, nútímaútgáfu eldstæðisins, í porti Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur. Hægt verður að glugga í nýjar og gamlar uppskriftir og bera saman heita og kalda rétti fyrir fjölbýli framtíðarinnar. Hvar er samveran? Er þetta stofan? Viljum við búa saman? Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Tíska og hönnun Arkitektúr Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Nú virðist tími til þess kominn, að við gætum vel að því, hvert við stefnum. Með stórauknu menningarsambandi við umheiminn eigum við nú að hafa öðlazt þá menntun, að við eigum að vera þess umkomnir að velja og hafna réttilega, og byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt,” segir í bókinni Húsakostur og híbýlaprýði sem kom út árið 1939. Eða fyrir áttatíu og fimm árum. Bókina rita arkitektar, læknir, bankamaður, rithöfundur, alþingismaður og húsgagnahönnuðir sem segja það „djörf fyrirætlan að skrifa bók um híbýli vorra daga og hvernig þeim verði bezt fyrir komið”. Dirfska höfundanna og leiðbeinandi, skarpur og hlýr tónn bókarinnar eru innblástur að Híbýlaauði, sem, líkt og fyrirmyndin, fæst við híbýli vorra daga út frá sjónarhorni arkitektúrs, hönnunar, verkfræði og efnahags. Hlutverk hverrar kynslóðar er að skipuleggja, byggja og búa í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma. Síðastliðna tæpa öld hafa risið íbúðahverfi sem endurspegla breytingar hvað snertir hugmyndafræði, vilja, verkþekkingu og félags- og fjárhagslegt bolmagn samfélagsins. Frá húsnæði með áherslu á jöfnuð, lýðheilsu, dagsbirtu og útsýni úr öllum íbúðum yfir í einsleitari einingahús í krafti nýrrar byggingatækni, vaxandi trú á frjálsan markað og brotthvarf hins opinbera af húsnæðismarkaði undir lok 20. aldar. Fyrir um áratug steig íslenska ríkið aftur inn á húsnæðismarkaðinn, íbúðir eru enda ekki hilluvara heldur grunninnviður og stærsta og áhrifamesta fjárfesting samfélags og einstaklinga. Gerir dagsbirta á öllum hæðum húsa okkur ríkari? Eru samverurými hagkvæm eða óhagkvæm og leynist eitthvað í búrinu sem er umhverfisvænt í stöðunni? Húsnæðisáskorun samtímans snýst um að móta lífsumgjörð komandi kynslóða. Einstaklinga sem í auknum mæli munu búa saman í fjölbýlishúsum. Því þarf að huga að nærandi samveru, gróðri, leik og ljósi svo hægt sé að þrífast og blómstra í dagsins önn. Íslendingar eru hámenntuð þjóð með fjölda fag- og fræðimanna á ólíkum sviðum. Innleidd hafa verið metnaðarfull gæðastjórnunarkerfi og rafræn stjórnsýsla í mannvirkjagerð á undanförnum áratugum. Hins vegar er vaxandi áhyggjuefni að íbúarnir, líðan þeirra, samvera og athafnir í daglegu lífi, virðast hafa týnst í fyrirferðarmikilli umræðu og aðgerðum um húsnæðismál. Samfélagið er mun ríkara og fjölskrúðugra en árið 1939. Sífellt hærra hlutfall landsmanna er af erlendum uppruna og mannaflsfrek ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem aflar mestu gjaldeyristekna. Gervigreind, loftlagsvá, stríð í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafs og eldsumbrot á Reykjanesi er meðal þess sem skekur íslenskt samfélag. Enn sem fyrr eigum við þó að vera þess umkomin „að byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt”. Íbúinn þarf að komast aftur inn í kjarna umræðunnar um uppbyggingu íbúða, þar sem hann á heima. Þannig getur híbýlaauðurinn, sem býr í virkni og upplifun hvers og eins okkar og saman, fengið metávöxtun. Á Hönnunarmars 24.-28. apríl býður Híbýlaauður til skrafs og ráðagerða í kringum eldhúseyjuna, nútímaútgáfu eldstæðisins, í porti Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur. Hægt verður að glugga í nýjar og gamlar uppskriftir og bera saman heita og kalda rétti fyrir fjölbýli framtíðarinnar. Hvar er samveran? Er þetta stofan? Viljum við búa saman? Höfundur er arkitekt.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun