Samþykkja helming umsókna um sölu eigna fyrir lok vikunnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 15:27 Á áttunda hundrað umsókna um að ríkið kaupi íbúðarhúsnæði í Grindavík hefur borist félaginu Þórkötlu. Vísir/Arnar Stefnt er að því að lokið verði við að samþykkja helming umsókna Grindvíkinga um að ríkið kaupi íbúðarhúsnæði þeirra fyrir lok þessarar viku. Þegar hafa verið samþykkt kaup á 263 fasteignum í Grindavík fyrir um tuttugu milljarða króna. Alls hafa 732 umsóknir borist Þórkötlu, félagi sem komið var á fót til þess að halda utan um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði þeirra Grindvíkinga sem það vilja, og af þeim afa 264 verið samþykktar til þessa. Stjórn félagsins ætlar sér að samþykkja kaup á hundrað eignum til viðbótar í þessari viku og verður þá búið að samþykkja rúman helming umsóknanna, að því er segir í tilkynningu frá Þórkötlu. Borið hefur á gagnrýni á meðal Grindvíkinga á að uppkaup ríkisins gangi ekki nógu hratt fyrir sig. Hópur þeirra mótmælti fyrir framan þinghúsið á Austurvelli í síðustu viku. Í tilkynningu Þórkötlu segir að nú sú hægt að afgreiða fleiri mál en áður eftir að lokið var endanlega við samninga við lánveitendur um helgina. Reynt sé að láta ferlið ganga hratt fyrir sig en viðbúið sé að mál komi upp sem skoða þurfi betur og lengri tíma taki að ganga frá þeim kaupum. Þar vísar félagið meðal annars til tilfella þar sem brunabótamat eigna hefur hækkað verulega frá því í nóvember, þegar meiriháttar jarðhræringar hófust við Grindavík, og fasteignir sem séu skráðar ókláraðar og hafa ekki fengið lokaúttekt þótt fjöldi ára sé liðinni frá því að þær voru byggðar. Samþykktar umsóknir fara í kaupsamningsgerð sem getur tekið allt að tíu virka daga. Grindavík Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40 Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. 18. apríl 2024 12:06 Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. 12. apríl 2024 15:15 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Alls hafa 732 umsóknir borist Þórkötlu, félagi sem komið var á fót til þess að halda utan um kaup ríkisins á íbúðarhúsnæði þeirra Grindvíkinga sem það vilja, og af þeim afa 264 verið samþykktar til þessa. Stjórn félagsins ætlar sér að samþykkja kaup á hundrað eignum til viðbótar í þessari viku og verður þá búið að samþykkja rúman helming umsóknanna, að því er segir í tilkynningu frá Þórkötlu. Borið hefur á gagnrýni á meðal Grindvíkinga á að uppkaup ríkisins gangi ekki nógu hratt fyrir sig. Hópur þeirra mótmælti fyrir framan þinghúsið á Austurvelli í síðustu viku. Í tilkynningu Þórkötlu segir að nú sú hægt að afgreiða fleiri mál en áður eftir að lokið var endanlega við samninga við lánveitendur um helgina. Reynt sé að láta ferlið ganga hratt fyrir sig en viðbúið sé að mál komi upp sem skoða þurfi betur og lengri tíma taki að ganga frá þeim kaupum. Þar vísar félagið meðal annars til tilfella þar sem brunabótamat eigna hefur hækkað verulega frá því í nóvember, þegar meiriháttar jarðhræringar hófust við Grindavík, og fasteignir sem séu skráðar ókláraðar og hafa ekki fengið lokaúttekt þótt fjöldi ára sé liðinni frá því að þær voru byggðar. Samþykktar umsóknir fara í kaupsamningsgerð sem getur tekið allt að tíu virka daga.
Grindavík Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40 Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. 18. apríl 2024 12:06 Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. 12. apríl 2024 15:15 Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Bæjarstjórn fundaði með Þórkötlu Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum. 22. apríl 2024 18:40
Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. 18. apríl 2024 12:06
Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. 12. apríl 2024 15:15