Innivist er mikilvægasti þátturinn við hönnun íbúða! Ásta Logadóttir skrifar 26. apríl 2024 07:31 Þegar íbúðir eru hannaðar þarf að sjá til þess að skapa gott umhverfi svo að íbúar fái tækifæri til að þrífast og dafna inni í íbúðinni. Raunin sýnir að innivistarþættir svo sem dagsljós, raflýsing, loftgæði, hiti og hljóðvist eru almennt metin sem afgangsstærðir í hönnun íbúða og einnig að útsýni er fyrirfram frátekið fyrir þá efnameiri. Við erum að mörgu leyti orðin meðvituð um heilsuna okkar, t.d. hvað varðar matarræði, hreyfingu, svefn og útiveru en raunin sýnir samt að við dveljum mestmegnis tíma okkar innandyra og því þarf að tryggja heilsusamlegt umhverfi á heimilinu sem og í öðrum byggingum. Innivist snýr að lýðheilsu. Ef við hlúum ekki að forvörnum í formi umhverfis, næringu, hreyfingu og svefns þá kostar það okkur heilsuna og það er dýrt fyrir okkur sem manneskjur hvort sem það er andlega eða líkamlega heilsan sem verður fyrir barðinu. Einnig kostar það samfélagið okkar að standa að kostnaði og vinnu við að lagfæra það sem betur hefði mátt fara í hönnuninni. Innivistarþættirnir hafa misjöfn áhrif á okkur. Til dæmis hafa hiti, ljós og loftgæði áhrif á frammistöðu okkar í dagsins önn . Hver vill ekki vakna ferskur á morgnana eftir góðan svefn í góðu umhverfi og byrja daginn sprækur og ferskur? Ljósið hefur einnig áhrif á dægursveifluna okkar og því er hægt að stuðla að góðum svefnvenjum með ljósi. Í mesta kuldanum á veturna er rakastig í íbúðum alltof lágt á Íslandi og því getur það valdið húð- og slímhúðaróþægindum. Útsýni sem nær langt dregur úr streytu og svo hefur hljóðvist til dæmis áhrif á einbeitingu. Meginhluti þeirra íbúða sem verið er að byggja í dag skiptast upp í tvo hópa. Það er hópurinn sem fær útsýnið og góðu innivistina og svo er það hinn hópurinn sem situr eftir í skugganum af góðu íbúðum. Þessi aðgreining er rétt að byrja á þéttingarreitum sveitarfélaganna. Það stefnir allt í meiri og meiri aðgreiningu á milli þeirra sem fá forsendurnar til að lifa heilbrigðu lífi og þeirra sem ekki fá forsendur til að lifa heilbrigðu lífi í sínum íbúðum. Þessi aðgreining mun ekki breytast af sjálfu sér. Ef við viljum gefa íbúum þessa lands forsendur til að þrífast og dafna í íbúðunum sínum þá þarf að taka til hendinni og þora að gera eitthvað í málunum. Eins og staðan er í dag eru flestar íbúðir ekki byggðar með heilsu íbúa að leiðarljósi. Markaðurinn stýrir framboði íbúða og því selst allt sem til er þegar eftirspurnin er mikil, algjörlega óháð gæðum íbúðanna. Þegar hægist á eftirspurn myndast ekki fleiri möguleikar fyrir íbúðarkaupendur, því aðeins standa eftir þær afgangsíbúðir sem ekki seldust í síðustu uppsveiflu. Niðurstaðan er að núverandi ástand virkar ekki. Breytum þessu, köstum okkur út í að prófa eitthvað nýtt. Lærum af þeim sem hefur tekist vel til. Prófum okkur áfram, þorum að mistakast og læra af því. Staðan í dag er sú að við erum að upplifa mistök fyrri ákvarðana og það er ekki nógu gott að staðnast í mistökunum – af þeim þarf að læra og reyna að gera betur næst. Draumurinn væri að þéttbýlustu sveitarfélögin byðu uppá þétta, spennandi og skemmtilega byggð með íbúðum þar sem forsendur væru til staðar fyrir íbúa til að þrífast og dafna. Mikið útsýni, gott dagsljós, góð hljóðvist, gott hitastig og góð loftgæði í allar íbúðir takk! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Tíska og hönnun HönnunarMars Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Þegar íbúðir eru hannaðar þarf að sjá til þess að skapa gott umhverfi svo að íbúar fái tækifæri til að þrífast og dafna inni í íbúðinni. Raunin sýnir að innivistarþættir svo sem dagsljós, raflýsing, loftgæði, hiti og hljóðvist eru almennt metin sem afgangsstærðir í hönnun íbúða og einnig að útsýni er fyrirfram frátekið fyrir þá efnameiri. Við erum að mörgu leyti orðin meðvituð um heilsuna okkar, t.d. hvað varðar matarræði, hreyfingu, svefn og útiveru en raunin sýnir samt að við dveljum mestmegnis tíma okkar innandyra og því þarf að tryggja heilsusamlegt umhverfi á heimilinu sem og í öðrum byggingum. Innivist snýr að lýðheilsu. Ef við hlúum ekki að forvörnum í formi umhverfis, næringu, hreyfingu og svefns þá kostar það okkur heilsuna og það er dýrt fyrir okkur sem manneskjur hvort sem það er andlega eða líkamlega heilsan sem verður fyrir barðinu. Einnig kostar það samfélagið okkar að standa að kostnaði og vinnu við að lagfæra það sem betur hefði mátt fara í hönnuninni. Innivistarþættirnir hafa misjöfn áhrif á okkur. Til dæmis hafa hiti, ljós og loftgæði áhrif á frammistöðu okkar í dagsins önn . Hver vill ekki vakna ferskur á morgnana eftir góðan svefn í góðu umhverfi og byrja daginn sprækur og ferskur? Ljósið hefur einnig áhrif á dægursveifluna okkar og því er hægt að stuðla að góðum svefnvenjum með ljósi. Í mesta kuldanum á veturna er rakastig í íbúðum alltof lágt á Íslandi og því getur það valdið húð- og slímhúðaróþægindum. Útsýni sem nær langt dregur úr streytu og svo hefur hljóðvist til dæmis áhrif á einbeitingu. Meginhluti þeirra íbúða sem verið er að byggja í dag skiptast upp í tvo hópa. Það er hópurinn sem fær útsýnið og góðu innivistina og svo er það hinn hópurinn sem situr eftir í skugganum af góðu íbúðum. Þessi aðgreining er rétt að byrja á þéttingarreitum sveitarfélaganna. Það stefnir allt í meiri og meiri aðgreiningu á milli þeirra sem fá forsendurnar til að lifa heilbrigðu lífi og þeirra sem ekki fá forsendur til að lifa heilbrigðu lífi í sínum íbúðum. Þessi aðgreining mun ekki breytast af sjálfu sér. Ef við viljum gefa íbúum þessa lands forsendur til að þrífast og dafna í íbúðunum sínum þá þarf að taka til hendinni og þora að gera eitthvað í málunum. Eins og staðan er í dag eru flestar íbúðir ekki byggðar með heilsu íbúa að leiðarljósi. Markaðurinn stýrir framboði íbúða og því selst allt sem til er þegar eftirspurnin er mikil, algjörlega óháð gæðum íbúðanna. Þegar hægist á eftirspurn myndast ekki fleiri möguleikar fyrir íbúðarkaupendur, því aðeins standa eftir þær afgangsíbúðir sem ekki seldust í síðustu uppsveiflu. Niðurstaðan er að núverandi ástand virkar ekki. Breytum þessu, köstum okkur út í að prófa eitthvað nýtt. Lærum af þeim sem hefur tekist vel til. Prófum okkur áfram, þorum að mistakast og læra af því. Staðan í dag er sú að við erum að upplifa mistök fyrri ákvarðana og það er ekki nógu gott að staðnast í mistökunum – af þeim þarf að læra og reyna að gera betur næst. Draumurinn væri að þéttbýlustu sveitarfélögin byðu uppá þétta, spennandi og skemmtilega byggð með íbúðum þar sem forsendur væru til staðar fyrir íbúa til að þrífast og dafna. Mikið útsýni, gott dagsljós, góð hljóðvist, gott hitastig og góð loftgæði í allar íbúðir takk! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar