Stór hópur fanga sem ekki treystir stofnunum Lovísa Arnardóttir skrifar 29. apríl 2024 11:19 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu segir mikilvægt að tryggja jafningjastarf en að það verði að vera faglegt og eftirlit með því. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi segir það mikið gleðiefni að félagið hafi fengið rekstrarleyfi frá Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) til að sinna félagslegri ráðgjöf. „Við höfum alltaf unnið á faglegan hátt og þetta er eiginleg staðfesting á því,“ segir Guðmundur Ingi en félagið hefur nú leyfi til að veita félagslega ráðgjöf með vísan til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Með því að fá þetta leyfi sé tryggt að það sé eftirlit með starfseminni, það sé hægt að kvarta undan þeim til GEV og að notendum tryggð fagleg nálgun. „Okkur finnst nauðsynlegt að það sé fylgst með öllum sem í eru í einhvers konar ráðgjöf eða stuðningi og okkur hefur fundist vöntun á því,“ segir Guðmundur Ingi og nefnir í því samhengi umgjörð um samtök eins og þeirra og áfangaheimili. „Það þyrftu að vera skýr skilyrði og reglur til að sinna slíku. En á sama tíma verðum við auðvitað að skilja að grasrótarsamtök, eins og við, byggja upp traust og það er ofboðslega stór hópur af fólki í kerfinu sem treystir ekki stofnunum eða fólki sem hefur aldrei verið í þeirra sporum. Þá er svo mikilvægt að loka ekki á jafningjaþjónustu. Hún þarf að vera til staðar, en hún þarf að vera fagleg.“ Guðmundur Ingi segir samtökin sjálf hafa sóst eftir leyfinu. „Starfsemin var metin. Hvað við höfum verið að gera, hvað við ætlum að gera og hvort við getum tryggt þessa þjónustu áfram. Við erum alltaf að berjast fyrir því að tryggja áframhald þjónustunnar,“ segir hann og að stuðningur ríkisins til dæmis við þau hafi verið afar lítill hingað til. Fækka endurkomum í fangelsi Hann segir eitt af aðalstarfi félagsins að veita þeim sem eru með tengingu við réttarvörslukerfið og fjölskyldum þeirra ráðgjöf og stuðning á jafningjagrundvelli. „Við erum frjáls félagasamtök og allt okkar starf byggir á jafningjagrundvelli, öll okkar ráðgjöf og stuðningur, en starfið er allt faglegt,“ segir Guðmundur Ingi en félagið hefur í sínu starfi lagt áherslu á félagslega ráðgjöf, stuðning, batamiðaða nálgun, þjónandi leiðsögn og skaðaminnkun. „Áherslan er að fækka endurkomum í fangelsi, glæpum og fordómum í samfélaginu þegar kemur að málaflokknum,“ segir hann og að um sé að ræða mikil tímamót fyrir samtökin að fá leyfið. „Fyrir okkur og vettvangsteymi okkar sem er byggt upp af okkar sérfræðingum sem eru bæði fyrrverandi fanga sem og fagfólk úr heilbrigðiskerfinu,“ segir Guðmundur Ingi en fyrir félagið starfa hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar. Saman sinni þau allt að 2.500 málum árlega. Félagsmál Heilbrigðismál Fangelsismál Tengdar fréttir Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59 „Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05 „Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16. nóvember 2023 07:01 „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Við höfum alltaf unnið á faglegan hátt og þetta er eiginleg staðfesting á því,“ segir Guðmundur Ingi en félagið hefur nú leyfi til að veita félagslega ráðgjöf með vísan til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Með því að fá þetta leyfi sé tryggt að það sé eftirlit með starfseminni, það sé hægt að kvarta undan þeim til GEV og að notendum tryggð fagleg nálgun. „Okkur finnst nauðsynlegt að það sé fylgst með öllum sem í eru í einhvers konar ráðgjöf eða stuðningi og okkur hefur fundist vöntun á því,“ segir Guðmundur Ingi og nefnir í því samhengi umgjörð um samtök eins og þeirra og áfangaheimili. „Það þyrftu að vera skýr skilyrði og reglur til að sinna slíku. En á sama tíma verðum við auðvitað að skilja að grasrótarsamtök, eins og við, byggja upp traust og það er ofboðslega stór hópur af fólki í kerfinu sem treystir ekki stofnunum eða fólki sem hefur aldrei verið í þeirra sporum. Þá er svo mikilvægt að loka ekki á jafningjaþjónustu. Hún þarf að vera til staðar, en hún þarf að vera fagleg.“ Guðmundur Ingi segir samtökin sjálf hafa sóst eftir leyfinu. „Starfsemin var metin. Hvað við höfum verið að gera, hvað við ætlum að gera og hvort við getum tryggt þessa þjónustu áfram. Við erum alltaf að berjast fyrir því að tryggja áframhald þjónustunnar,“ segir hann og að stuðningur ríkisins til dæmis við þau hafi verið afar lítill hingað til. Fækka endurkomum í fangelsi Hann segir eitt af aðalstarfi félagsins að veita þeim sem eru með tengingu við réttarvörslukerfið og fjölskyldum þeirra ráðgjöf og stuðning á jafningjagrundvelli. „Við erum frjáls félagasamtök og allt okkar starf byggir á jafningjagrundvelli, öll okkar ráðgjöf og stuðningur, en starfið er allt faglegt,“ segir Guðmundur Ingi en félagið hefur í sínu starfi lagt áherslu á félagslega ráðgjöf, stuðning, batamiðaða nálgun, þjónandi leiðsögn og skaðaminnkun. „Áherslan er að fækka endurkomum í fangelsi, glæpum og fordómum í samfélaginu þegar kemur að málaflokknum,“ segir hann og að um sé að ræða mikil tímamót fyrir samtökin að fá leyfið. „Fyrir okkur og vettvangsteymi okkar sem er byggt upp af okkar sérfræðingum sem eru bæði fyrrverandi fanga sem og fagfólk úr heilbrigðiskerfinu,“ segir Guðmundur Ingi en fyrir félagið starfa hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar. Saman sinni þau allt að 2.500 málum árlega.
Félagsmál Heilbrigðismál Fangelsismál Tengdar fréttir Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59 „Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05 „Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16. nóvember 2023 07:01 „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. 1. febrúar 2024 11:59
„Þetta er bara rétt að byrja“ Formaður Afstöðu telur að skuggaleg ofbeldishrina innan fangelsa sé „rétt að byrja“. Úrbóta sé þörf í fangelsismálum áður en nýtt fangelsi rís á Litla-Hrauni. 24. nóvember 2023 20:05
„Konur eiga ekki að vera á Vernd með karlmönnum“ Konu hefur nú í fyrsta sinn verið heimilað að ljúka afplánun í Batahúsi, áfangaheimili fyrir konur sem hafa lokið afplánun dóms. Hingað til hefur þeim aðeins staðið til boða að fara á áfangaheimilið Vernd, sem er eina áfangaheimilið sem hingað til hefur staðið föngum til boða til afplánuna, og farið svo í Batahús að því loknu. 16. nóvember 2023 07:01
„Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25