Samt kýs ég Katrínu Jökull Sólberg Auðunsson skrifar 1. maí 2024 09:01 Í fjölflokka kerfi með allt að fimm flokka stjórnum blasir við að enginn einn flokkur getur gert sér miklar væntingar um óslitna sigurgöngu í öllum málaflokkum. Eins og nú standa sakir mun það sérstaklega eiga við um þá flokka sem reka stefnu gegn þeirri sem ríkir í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í gegnum síðustu tvær ríkisstjórnir hefur nálgun Katrínar Jakobsdóttur verið að slá af eigin kröfum, stilla strengi bak við tjöldin, og vera ósérhlífin — allt til að gefa nýrri tegund stjórnmála á Íslands tækifæri til að ganga fram. Sjálf talaði hún á sínum tíma um „pólitíska nýsköpun“ og vísaði þar í farsælt og náið samstarf ólíkra stjórnmálaafla. Sýnin var göfug og markmiðið stórt. Frumkvöðlar eins og ég þekkja það hins vegar vel að nýsköpun fylgir áhætta og hugmyndirnar verða ekki alltaf að veruleika. Á Alþingi hafa Sjálfstæðismenn haldið fast um tauma í gegnum Dóms- og Fjármála- og efnahagsráðuneyti. Á bak við XD er auðvaldið; sterkasta aflið í íslensku samfélagi. Það var eftir á að hyggja barnalegt að halda að þau öfl gætu spilað samkvæmt einhverjum innri reglum þessa ríkisstjórnarsamstarfs og lært að gefa eftir. Engir stórir sigrar VG standa upp úr nema kannski lögfesting um samdrátt í losun, en markmiðin um minni losun hafa aldrei staðist. Þegar öllu er á botninn hvolft er Katrín samt lang efnilegasta forsetaefnið í þessum kosningum. Hún hefur mesta reynslu, öflugustu tengslin og víðtæka þekkingu af íslenskri stjórnsýslu. Hún nær íslenskri þjóð vel og aðhyllist ekki þjóðernislega sérstöðuhyggju sem einkennir oft forsetaembættið. Hún mun blómstra í nýju embætti, laus við að helga sig því ómögulega verkefni sem ríkisstjórnarsamstarfið er orðið. Það gerir hana ekki að síðri frambjóðanda í mínum huga heldur reynsluríkum leiðtoga sem ég er spenntur að sjá takast á við nýtt hlutverk. Seiglan, auðmýktin og sameiningin sem var dýrmæt í heimsfaraldri og Grindavíkureldunum—en gekk á köflum of langt í ríkisstjórnarsamstarfinu—mun reynast mikill styrkur fyrir forsetaembættið. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur og kýs hana í komandi forsetakosningum. Höfundur er forritari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jökull Sólberg Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjölflokka kerfi með allt að fimm flokka stjórnum blasir við að enginn einn flokkur getur gert sér miklar væntingar um óslitna sigurgöngu í öllum málaflokkum. Eins og nú standa sakir mun það sérstaklega eiga við um þá flokka sem reka stefnu gegn þeirri sem ríkir í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í gegnum síðustu tvær ríkisstjórnir hefur nálgun Katrínar Jakobsdóttur verið að slá af eigin kröfum, stilla strengi bak við tjöldin, og vera ósérhlífin — allt til að gefa nýrri tegund stjórnmála á Íslands tækifæri til að ganga fram. Sjálf talaði hún á sínum tíma um „pólitíska nýsköpun“ og vísaði þar í farsælt og náið samstarf ólíkra stjórnmálaafla. Sýnin var göfug og markmiðið stórt. Frumkvöðlar eins og ég þekkja það hins vegar vel að nýsköpun fylgir áhætta og hugmyndirnar verða ekki alltaf að veruleika. Á Alþingi hafa Sjálfstæðismenn haldið fast um tauma í gegnum Dóms- og Fjármála- og efnahagsráðuneyti. Á bak við XD er auðvaldið; sterkasta aflið í íslensku samfélagi. Það var eftir á að hyggja barnalegt að halda að þau öfl gætu spilað samkvæmt einhverjum innri reglum þessa ríkisstjórnarsamstarfs og lært að gefa eftir. Engir stórir sigrar VG standa upp úr nema kannski lögfesting um samdrátt í losun, en markmiðin um minni losun hafa aldrei staðist. Þegar öllu er á botninn hvolft er Katrín samt lang efnilegasta forsetaefnið í þessum kosningum. Hún hefur mesta reynslu, öflugustu tengslin og víðtæka þekkingu af íslenskri stjórnsýslu. Hún nær íslenskri þjóð vel og aðhyllist ekki þjóðernislega sérstöðuhyggju sem einkennir oft forsetaembættið. Hún mun blómstra í nýju embætti, laus við að helga sig því ómögulega verkefni sem ríkisstjórnarsamstarfið er orðið. Það gerir hana ekki að síðri frambjóðanda í mínum huga heldur reynsluríkum leiðtoga sem ég er spenntur að sjá takast á við nýtt hlutverk. Seiglan, auðmýktin og sameiningin sem var dýrmæt í heimsfaraldri og Grindavíkureldunum—en gekk á köflum of langt í ríkisstjórnarsamstarfinu—mun reynast mikill styrkur fyrir forsetaembættið. Ég treysti Katrínu Jakobsdóttur og kýs hana í komandi forsetakosningum. Höfundur er forritari
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun