Örlætisgerningur Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 3. maí 2024 09:15 Í dómum Hæstaréttar í málum nr. 20/2023, 21/2023, 22/2023 og 23/2023, frá 27. mars 2024 (71. gr.), segir: Samkvæmt öllu framansögðu fólst í raun í samkomulaginu einhliða ákvörðun fyrrverandi ríkislögreglustjóra um nærri 50% hækkun á grunnlaunum stefnda sem hvorki var í samræmi við kjara- né stofnanasamning. Samkomulagið fól í sér grundvallarbreytingu á samsetningu launa stefnda án þess að breyting yrði á starfslýsingu, starfsskyldum, fyrirkomulagi starfa eða vinnutíma hans. Engar viðhlítandi skýringar hafa verið gefnar á þessari ráðstöfun sem fól í sér örlætisgerningí þágu þeirra starfsmanna embættisins sem samkomulagið tók til. Í sératkvæði tveggja hæstaréttardómara í þessum sömu dómum (9. gr.) segir: Í ákvörðuninni fólst svo óvenjulegur örlætisgerningur af hálfu fyrrverandi ríkislögreglustjóra í þágu stefnda, en á kostnað Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, að stefndi mátti við undirritun samkomulagsins gera sér grein fyrir að fyrrverandi ríkislögreglustjóri færi með ákvörðuninni verulega út fyrir heimildir sínar til að breyta samsetningu launa og jafnframt til að skuldbinda áfrýjendur við þá ákvörðun til starfsloka hans. Í Lögfræðiorðasafni Árnastofnunnar er örlætisgerningur skilgreindur með eftirfarandi hætti: Skilgreining: Löggerningur, oftast einhliða, þar sem löggerningsgjafi lætur e-ð af hendi eða lofar að gera það, án þess að gagngjald komi fyrir. Skýring: Löggerningurinn markast því af örlæti löggerningsgjafans. Dæmi: Gjöf, dánargjöf og bréfarfur. Nú þegar Hæstiréttur hefur slegið því föstu að fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafi gefið stefndu hundruð milljóna króna úr ríkissjóði í gegnum Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins vaknar sú spurning hvað íslenska ríkið ætlar að gera til þess að endurheimta féð? Ég treysti að fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra svari því. Eða eru fjármunir ríkissjóðs fé án hirðis? Höfundur er hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Kjaramál Lögreglan Dómsmál Lögmennska Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dómum Hæstaréttar í málum nr. 20/2023, 21/2023, 22/2023 og 23/2023, frá 27. mars 2024 (71. gr.), segir: Samkvæmt öllu framansögðu fólst í raun í samkomulaginu einhliða ákvörðun fyrrverandi ríkislögreglustjóra um nærri 50% hækkun á grunnlaunum stefnda sem hvorki var í samræmi við kjara- né stofnanasamning. Samkomulagið fól í sér grundvallarbreytingu á samsetningu launa stefnda án þess að breyting yrði á starfslýsingu, starfsskyldum, fyrirkomulagi starfa eða vinnutíma hans. Engar viðhlítandi skýringar hafa verið gefnar á þessari ráðstöfun sem fól í sér örlætisgerningí þágu þeirra starfsmanna embættisins sem samkomulagið tók til. Í sératkvæði tveggja hæstaréttardómara í þessum sömu dómum (9. gr.) segir: Í ákvörðuninni fólst svo óvenjulegur örlætisgerningur af hálfu fyrrverandi ríkislögreglustjóra í þágu stefnda, en á kostnað Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, að stefndi mátti við undirritun samkomulagsins gera sér grein fyrir að fyrrverandi ríkislögreglustjóri færi með ákvörðuninni verulega út fyrir heimildir sínar til að breyta samsetningu launa og jafnframt til að skuldbinda áfrýjendur við þá ákvörðun til starfsloka hans. Í Lögfræðiorðasafni Árnastofnunnar er örlætisgerningur skilgreindur með eftirfarandi hætti: Skilgreining: Löggerningur, oftast einhliða, þar sem löggerningsgjafi lætur e-ð af hendi eða lofar að gera það, án þess að gagngjald komi fyrir. Skýring: Löggerningurinn markast því af örlæti löggerningsgjafans. Dæmi: Gjöf, dánargjöf og bréfarfur. Nú þegar Hæstiréttur hefur slegið því föstu að fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafi gefið stefndu hundruð milljóna króna úr ríkissjóði í gegnum Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins vaknar sú spurning hvað íslenska ríkið ætlar að gera til þess að endurheimta féð? Ég treysti að fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra svari því. Eða eru fjármunir ríkissjóðs fé án hirðis? Höfundur er hæstaréttarlögmaður
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar