Hugleiðing um sáttamiðlun Ámundi Loftsson skrifar 6. maí 2024 08:30 Til Alþingis ríkisstjórnar og allra hinna sáttfúsu. Deilur hafa lengi fylgt manninum. Þær geta komið upp innan og milli fyrirtækja, félaga, stofnana og stjórnvalda. Menn eiga í deilum af öllu tagi. Oft eru þær hatramar og leikurinn ójafn. Verkalýðsbaráttan er samfelld deilusaga og þar skapast iðulega ástand sem verður að fá utanaðkomandi lausn og lenda þá málin í sáttamiðlun hjá Ríkissáttasemjara sem hefur það eina hlutverk að sætta vinnudeilur. Ágreiningur og ósætti eru þó hversdaglegur veruleiki í mannlífinu sem oft er aldrei til lykta leiddur. Hér vantar því víðtækari sáttamiðlun. Dómstólar skera úr ágreiningsmálum, og oftast á þann veg að einn vinnur og annar tapar. Dómar eru því ekki trygging fyrir sátt og gremjan og úlfúðin halda áfram að eitra líf þeirra sem í deilum hafa átt. Dómur án sáttar getur ekki verið ásættanleg niðurstaða. Frá þessum veruleika verður að finna leið. Það er alger nauðsyn. Úrskurðarnefndir, svo góðar sem þær kunna að vera, s.s. um ágreining um tryggingabætur eða hver önnur mál, duga hér ekki. Hér þarf meira til. Það verður að koma á víðtækri sáttamiðlun. Hana ætti skipa með löggjöf og aðkomu stjórnvalda og samtökum almennings, jafnvel dómstólum. Hlutverk sáttamiðlunar yrði að hafa milligöngu um sættir í deilumálum af öllu tagi. Vart er vafa bundið að sáttamiðlun myndi í mörgum tilfellum ná árangri og setja niður deilur og koma á sáttum. Í mörgum tilfellum myndi sáttamiðlun einnig koma í veg fyrir kostnaðarsamar og tímafrekar deilur og minnka þar með álag á deiluaðila og dómstóla og spara með því stórfé. Að stuðla að sáttum myndi líka án efa bæta ástand og andrúm í samfélaginu. Ekki veitir af. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Kjaramál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Til Alþingis ríkisstjórnar og allra hinna sáttfúsu. Deilur hafa lengi fylgt manninum. Þær geta komið upp innan og milli fyrirtækja, félaga, stofnana og stjórnvalda. Menn eiga í deilum af öllu tagi. Oft eru þær hatramar og leikurinn ójafn. Verkalýðsbaráttan er samfelld deilusaga og þar skapast iðulega ástand sem verður að fá utanaðkomandi lausn og lenda þá málin í sáttamiðlun hjá Ríkissáttasemjara sem hefur það eina hlutverk að sætta vinnudeilur. Ágreiningur og ósætti eru þó hversdaglegur veruleiki í mannlífinu sem oft er aldrei til lykta leiddur. Hér vantar því víðtækari sáttamiðlun. Dómstólar skera úr ágreiningsmálum, og oftast á þann veg að einn vinnur og annar tapar. Dómar eru því ekki trygging fyrir sátt og gremjan og úlfúðin halda áfram að eitra líf þeirra sem í deilum hafa átt. Dómur án sáttar getur ekki verið ásættanleg niðurstaða. Frá þessum veruleika verður að finna leið. Það er alger nauðsyn. Úrskurðarnefndir, svo góðar sem þær kunna að vera, s.s. um ágreining um tryggingabætur eða hver önnur mál, duga hér ekki. Hér þarf meira til. Það verður að koma á víðtækri sáttamiðlun. Hana ætti skipa með löggjöf og aðkomu stjórnvalda og samtökum almennings, jafnvel dómstólum. Hlutverk sáttamiðlunar yrði að hafa milligöngu um sættir í deilumálum af öllu tagi. Vart er vafa bundið að sáttamiðlun myndi í mörgum tilfellum ná árangri og setja niður deilur og koma á sáttum. Í mörgum tilfellum myndi sáttamiðlun einnig koma í veg fyrir kostnaðarsamar og tímafrekar deilur og minnka þar með álag á deiluaðila og dómstóla og spara með því stórfé. Að stuðla að sáttum myndi líka án efa bæta ástand og andrúm í samfélaginu. Ekki veitir af. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrverandi sjómaður og bóndi og fyrrum félagi í VG.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar