Dánaraðstoð og siðareglur lækna Ingrid Kuhlman skrifar 8. maí 2024 08:00 Löggjöf um læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying eða MAID) tók gildi í Kaliforníu árið 2016. Samkvæmt lögunum þurfa tveir læknar að meta sjálfstætt hvort sjúklingur (1) eigi 6 mánuði eða skemur eftir, (2) sé fær um að taka upplýsta og sjálfviljuga ákvörðun, og (3) sé andlega hæfur til að taka slíka ákvörðun. Sjúklingur verður að búa í Kaliforníu, geta tekið lyfin sjálfur og hafa kost á að endurskoða ákvörðun sinni hvenær sem er í ferlinu. Lögin gilda einungis fyrir fullorðna. Flestir þeirra sem fá MAID eru með krabbamein á lokastigi California Department of Public Health birtir árlega gögn um MAID. Árið 2022 voru 66% þeirra sem nýttu sér MAID í Kaliforníu með krabbamein á lokastigi. Í dag hafa Washington, D.C. og 10 önnur fylki í Bandaríkjunum samþykkt löggjöf um MAID: Kalifornía, Colorado, Hawaii, Maine, New Jersey, Nýja Mexíkó, Oregon, Vermont, Washington og Montana. Tölur frá árunum 1998 til 2017 sýna að 63% einstaklingar í þessum fylkjum sem nýttu sér MAID voru með krabbamein á lokastigi. Af þeim sem fengu lyfjaávísun notuðu 66,3% lyfin. Þrátt fyrir að 69,9% krabbameinssjúklinga kjósi að deyja heima, eiga flest andlát í Bandaríkjunum sér stað á spítölum (35%) og hjúkrunar- eða dvalarheimilum (26%). Nýjustu tölur frá Kaliforníu sýna að 93% þeirra sem nýttu sér MAID völdu að gera það heima hjá sér. Helstu ástæður fyrir því að óska eftir MAID eru þjáningar, erfiðleikar við að njóta daglegra athafna, ófullnægjandi verkjastjórnun, tilfinningin um að vera byrði á fjölskyldu og vinum, að missa reisn og sjálfræði og fjárhagsáhyggjur. Þegar aðstoð við að deyja er ekki valkostur Þegar læknisfræðileg aðstoð við að deyja er ekki í boði, leita sjúklingar stundum annarra leiða til að ljúka lífi sínu. Rannsókn sem skoðaði gögn fjögurra áratuga sýndi að sjálfsvígstíðni meðal krabbameinssjúklinga var 28,58 á hverja 100,000 íbúa. Á tímabilinu 1973 til 2014 tóku 13,311 krabbameinssjúklingar í Bandaríkjunum eigið líf. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að veita sjúklingum sem þjást af alvarlegum sjúkdómum viðeigandi úrræði svo þeir geti tekið upplýstar og mannúðlegar ákvarðanir um eigin lífslok. Er verið að valda skaða með því að láta fólk þjást? Læknaeiðurinn, oft kenndur við Hippókrates, vekur upp flóknar umræður um MAID. Sumir heilbrigðisstarfsmenn telja að aðstoð við að binda enda á líf sjúklings jafngildi morði. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn telja aftur á móti að með því að neita sjúklingum um möguleikann á að taka ákvarðanir um eigin lífslok og framlengja þjáningar þeirra sé í raun verið að valda skaða, jafnvel meiri en sjúkdómurinn sjálfur veldur. Þeir síðarnefndu leggja áherslu á mikilvægi sjálfræðis einstaklinga og réttar til að ákveða hvenær og hvar þeir deyja. Líkt og í öðrum umdeildum málum sem tengjast læknaeiðnum, eins og til dæmis þungunarrofi, krefst MAID að heilbrigðisstarfsmenn virði sjálfræði sjúklinga, mannlega reisn þeirra og rétt til að taka ákvarðanir um eigið líf, jafnvel þegar skoðanir sjúklinga séu frábrugðnar þeirra eigin. Siðareglur í Bandaríkjunum hafa tekið breytingum Þar til 2019 var afstaða bandarísku læknasamtakanna (e. American Medical Association eða AMA) sú að MAID samræmdist ekki siðareglum þeirra og ábyrgð lækna til að lækna. Eftir þriggja ára endurskoðun á siðareglunum tók AMA upp nýja stefnu árið 2019. Núverandi afstaða AMA er sú að læknar geti veitt læknisfræðilega aðstoð við að deyja, í samræmi við samvisku sinni, án þess að það brjóti gegn faglegum skyldum þeirra. Nýju siðareglurnar innihalda tvö ákvæði sem styðja bæði þá lækna sem veita MAID og þá sem kjósa að gera það ekki. Þannig geta læknar sem veita MAID uppfyllt bæði faglegar og siðferðilegar skyldur sínar, rétt eins og þeir sem neita að veita slíka þjónustu. Fjölmörg bandarísk læknafélög hafa látið af andstöðu sinni við MAID Læknafélög sem hafa stutt MAID eru meðal annars American College of Legal Medicine og American Medical Women‘s Association. Önnur þekkt bandarík læknasamtök sem hafa breytt afstöðu sinni úr andstöðu í hlutleysi eru American Academy of Family Physicians, American Academy of Hospice and Palliative Medicine og American Academy of Neurology. Fjöldi læknafélaga í mismunandi fylkjum hefur einnig tekið upp hlutlausa afstöðu til MAID, þar á meðal læknafélög í Kaliforníu, Colorado, Connecticut, Maine, Maryland, Massachusetts, Columbia, Minnesote, Nevada, Nýja Mexikó, Oregon og Vermont. Þessi breyting í afstöðu endurspeglar vaxandi viðurkenningu á sjálfræði sjúklinga og þörfina fyrir mannúðlega nálgun í umönnun þeirra sem glíma við alvarlega og lífsógnandi sjúkdóma. Siðareglur lækna þarfnast stöðugrar endurskoðunar Umræðan um hvernig best er að skilgreina hugtakið „að valda engum skaða“ í nútímalæknisfræði er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þróun síðustu ára í læknisfræði og samfélaginu undirstrikar nauðsyn þess að endurskoða og aðlaga siðareglur lækna í takt við breyttar þarfir sjúklinga og siðferðilegar áskoranir samtímans. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Löggjöf um læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying eða MAID) tók gildi í Kaliforníu árið 2016. Samkvæmt lögunum þurfa tveir læknar að meta sjálfstætt hvort sjúklingur (1) eigi 6 mánuði eða skemur eftir, (2) sé fær um að taka upplýsta og sjálfviljuga ákvörðun, og (3) sé andlega hæfur til að taka slíka ákvörðun. Sjúklingur verður að búa í Kaliforníu, geta tekið lyfin sjálfur og hafa kost á að endurskoða ákvörðun sinni hvenær sem er í ferlinu. Lögin gilda einungis fyrir fullorðna. Flestir þeirra sem fá MAID eru með krabbamein á lokastigi California Department of Public Health birtir árlega gögn um MAID. Árið 2022 voru 66% þeirra sem nýttu sér MAID í Kaliforníu með krabbamein á lokastigi. Í dag hafa Washington, D.C. og 10 önnur fylki í Bandaríkjunum samþykkt löggjöf um MAID: Kalifornía, Colorado, Hawaii, Maine, New Jersey, Nýja Mexíkó, Oregon, Vermont, Washington og Montana. Tölur frá árunum 1998 til 2017 sýna að 63% einstaklingar í þessum fylkjum sem nýttu sér MAID voru með krabbamein á lokastigi. Af þeim sem fengu lyfjaávísun notuðu 66,3% lyfin. Þrátt fyrir að 69,9% krabbameinssjúklinga kjósi að deyja heima, eiga flest andlát í Bandaríkjunum sér stað á spítölum (35%) og hjúkrunar- eða dvalarheimilum (26%). Nýjustu tölur frá Kaliforníu sýna að 93% þeirra sem nýttu sér MAID völdu að gera það heima hjá sér. Helstu ástæður fyrir því að óska eftir MAID eru þjáningar, erfiðleikar við að njóta daglegra athafna, ófullnægjandi verkjastjórnun, tilfinningin um að vera byrði á fjölskyldu og vinum, að missa reisn og sjálfræði og fjárhagsáhyggjur. Þegar aðstoð við að deyja er ekki valkostur Þegar læknisfræðileg aðstoð við að deyja er ekki í boði, leita sjúklingar stundum annarra leiða til að ljúka lífi sínu. Rannsókn sem skoðaði gögn fjögurra áratuga sýndi að sjálfsvígstíðni meðal krabbameinssjúklinga var 28,58 á hverja 100,000 íbúa. Á tímabilinu 1973 til 2014 tóku 13,311 krabbameinssjúklingar í Bandaríkjunum eigið líf. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að veita sjúklingum sem þjást af alvarlegum sjúkdómum viðeigandi úrræði svo þeir geti tekið upplýstar og mannúðlegar ákvarðanir um eigin lífslok. Er verið að valda skaða með því að láta fólk þjást? Læknaeiðurinn, oft kenndur við Hippókrates, vekur upp flóknar umræður um MAID. Sumir heilbrigðisstarfsmenn telja að aðstoð við að binda enda á líf sjúklings jafngildi morði. Aðrir heilbrigðisstarfsmenn telja aftur á móti að með því að neita sjúklingum um möguleikann á að taka ákvarðanir um eigin lífslok og framlengja þjáningar þeirra sé í raun verið að valda skaða, jafnvel meiri en sjúkdómurinn sjálfur veldur. Þeir síðarnefndu leggja áherslu á mikilvægi sjálfræðis einstaklinga og réttar til að ákveða hvenær og hvar þeir deyja. Líkt og í öðrum umdeildum málum sem tengjast læknaeiðnum, eins og til dæmis þungunarrofi, krefst MAID að heilbrigðisstarfsmenn virði sjálfræði sjúklinga, mannlega reisn þeirra og rétt til að taka ákvarðanir um eigið líf, jafnvel þegar skoðanir sjúklinga séu frábrugðnar þeirra eigin. Siðareglur í Bandaríkjunum hafa tekið breytingum Þar til 2019 var afstaða bandarísku læknasamtakanna (e. American Medical Association eða AMA) sú að MAID samræmdist ekki siðareglum þeirra og ábyrgð lækna til að lækna. Eftir þriggja ára endurskoðun á siðareglunum tók AMA upp nýja stefnu árið 2019. Núverandi afstaða AMA er sú að læknar geti veitt læknisfræðilega aðstoð við að deyja, í samræmi við samvisku sinni, án þess að það brjóti gegn faglegum skyldum þeirra. Nýju siðareglurnar innihalda tvö ákvæði sem styðja bæði þá lækna sem veita MAID og þá sem kjósa að gera það ekki. Þannig geta læknar sem veita MAID uppfyllt bæði faglegar og siðferðilegar skyldur sínar, rétt eins og þeir sem neita að veita slíka þjónustu. Fjölmörg bandarísk læknafélög hafa látið af andstöðu sinni við MAID Læknafélög sem hafa stutt MAID eru meðal annars American College of Legal Medicine og American Medical Women‘s Association. Önnur þekkt bandarík læknasamtök sem hafa breytt afstöðu sinni úr andstöðu í hlutleysi eru American Academy of Family Physicians, American Academy of Hospice and Palliative Medicine og American Academy of Neurology. Fjöldi læknafélaga í mismunandi fylkjum hefur einnig tekið upp hlutlausa afstöðu til MAID, þar á meðal læknafélög í Kaliforníu, Colorado, Connecticut, Maine, Maryland, Massachusetts, Columbia, Minnesote, Nevada, Nýja Mexikó, Oregon og Vermont. Þessi breyting í afstöðu endurspeglar vaxandi viðurkenningu á sjálfræði sjúklinga og þörfina fyrir mannúðlega nálgun í umönnun þeirra sem glíma við alvarlega og lífsógnandi sjúkdóma. Siðareglur lækna þarfnast stöðugrar endurskoðunar Umræðan um hvernig best er að skilgreina hugtakið „að valda engum skaða“ í nútímalæknisfræði er mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Þróun síðustu ára í læknisfræði og samfélaginu undirstrikar nauðsyn þess að endurskoða og aðlaga siðareglur lækna í takt við breyttar þarfir sjúklinga og siðferðilegar áskoranir samtímans. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun