Viltu bjarga heiminum? Samfélagsdrifnar loftslagslausnir Inga Rós Antoníusdóttir skrifar 8. maí 2024 13:01 Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag!Áhrifa þeirra gætir nú þegar á heimsvísu, þvert á lönd og landamæri, og hvetur til brýnna aðgerða þvert á geira og samfélög. Aðlögun að loftslagsbreytingum snýst ekki bara um að draga úr áhrifum þeirra heldur felur í sér fyrirbyggjandi nálgun til að undirbúa og laga sig að núverandi áhrifum þeirra og væntanlegum afleiðingum í framtíðinni. Aðlögunaráætlanir eru allt frá því að byggja upp innviði fyrir sjálfbærari landbúnaðarhætti, efla stjórnun vatnsauðlinda og vernda líffræðilegan fjölbreytileika og er listinn ótæmandi. Hver af þessum aðgerðum hjálpar samfélögum ekki bara að lifa af heldur dafna í ljósi breyttra loftslagsskilyrða. Dagana 22.-25.maí stendur Evrópusambandið fyrir svokölluðu hakkaþoni og lausnakeppni þar sem allir geta tekið þátt í því að skilgreina og koma með tillögur að lausnum á helstu áskorunum tengdum loftslagsbreytingum. Þetta er fyrsta evrópska hakkaþonið fyrir umhverfismál þar sem almenningur og sérfræðingar geta komið saman og almennir borgarar eru ekki aðeins áhorfendur heldur virkir þátttakendur í að búa til lausnir. Besta lausnin fær möguleika á að taka þátt í úrslitakeppninni og vinna vegalega peningaupphæð auk funda með sérfræðingum og fjárfestum til að þróa hugmyndina nánar. Markmiðið er að virkja sameiginlega sérfræðiþekkingu og sköpunargáfu þátttakenda til að takast á við loftslagsbreytingar. Þetta er opið boð til allra sem hafa áhuga á að skipta máli - engin fyrri sérþekking í loftslags vísindum er nauðsynleg. Þátttakendur munu vinna beint með vísindamönnum til að finna nýjar lausnir sem geta hjálpað nærsamfélaginu að laga sig að hinum margvíslegu áhrifum loftslagsbreytinga. Hakkaþonið leggur áherslu á bæði tæknilega og félagslega nýsköpun. Markmiðið er að þróa raunhæfar lausnir sem hægt er að innleiða á staðnum en hafa möguleika á að stækka á heimsvísu. Viðburðurinn snýst ekki bara um að finna tafarlausar lausnir; þetta snýst um að hvetja til bylgju grasrótar framtaks og hvetja til meiri borgaraþátttöku. Hakkaþonið miðar að því að stuðla að dýpri skilningi á loftslagsbreytingum og þeim fjölbreyttu leiðum sem samfélög geta beitt til að laga sig að áskorunum sínum. Þessi nálgun án aðgreiningar getur leitt til sjálfbærari og almennt viðurkenndri lausna, sem á endanum gera samfélög sterkari og betur í stakk búin til að takast á við þær loftslagsbreytingar sem eiga sér stað. Viðburðurinn er opinn öllum og fer fram á netinu dagana 22.-25.maí. Nánari upplýsingar og skráningarform má finna hér: https://eusparks.eu/ Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni og stafrænni þróun í ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag!Áhrifa þeirra gætir nú þegar á heimsvísu, þvert á lönd og landamæri, og hvetur til brýnna aðgerða þvert á geira og samfélög. Aðlögun að loftslagsbreytingum snýst ekki bara um að draga úr áhrifum þeirra heldur felur í sér fyrirbyggjandi nálgun til að undirbúa og laga sig að núverandi áhrifum þeirra og væntanlegum afleiðingum í framtíðinni. Aðlögunaráætlanir eru allt frá því að byggja upp innviði fyrir sjálfbærari landbúnaðarhætti, efla stjórnun vatnsauðlinda og vernda líffræðilegan fjölbreytileika og er listinn ótæmandi. Hver af þessum aðgerðum hjálpar samfélögum ekki bara að lifa af heldur dafna í ljósi breyttra loftslagsskilyrða. Dagana 22.-25.maí stendur Evrópusambandið fyrir svokölluðu hakkaþoni og lausnakeppni þar sem allir geta tekið þátt í því að skilgreina og koma með tillögur að lausnum á helstu áskorunum tengdum loftslagsbreytingum. Þetta er fyrsta evrópska hakkaþonið fyrir umhverfismál þar sem almenningur og sérfræðingar geta komið saman og almennir borgarar eru ekki aðeins áhorfendur heldur virkir þátttakendur í að búa til lausnir. Besta lausnin fær möguleika á að taka þátt í úrslitakeppninni og vinna vegalega peningaupphæð auk funda með sérfræðingum og fjárfestum til að þróa hugmyndina nánar. Markmiðið er að virkja sameiginlega sérfræðiþekkingu og sköpunargáfu þátttakenda til að takast á við loftslagsbreytingar. Þetta er opið boð til allra sem hafa áhuga á að skipta máli - engin fyrri sérþekking í loftslags vísindum er nauðsynleg. Þátttakendur munu vinna beint með vísindamönnum til að finna nýjar lausnir sem geta hjálpað nærsamfélaginu að laga sig að hinum margvíslegu áhrifum loftslagsbreytinga. Hakkaþonið leggur áherslu á bæði tæknilega og félagslega nýsköpun. Markmiðið er að þróa raunhæfar lausnir sem hægt er að innleiða á staðnum en hafa möguleika á að stækka á heimsvísu. Viðburðurinn snýst ekki bara um að finna tafarlausar lausnir; þetta snýst um að hvetja til bylgju grasrótar framtaks og hvetja til meiri borgaraþátttöku. Hakkaþonið miðar að því að stuðla að dýpri skilningi á loftslagsbreytingum og þeim fjölbreyttu leiðum sem samfélög geta beitt til að laga sig að áskorunum sínum. Þessi nálgun án aðgreiningar getur leitt til sjálfbærari og almennt viðurkenndri lausna, sem á endanum gera samfélög sterkari og betur í stakk búin til að takast á við þær loftslagsbreytingar sem eiga sér stað. Viðburðurinn er opinn öllum og fer fram á netinu dagana 22.-25.maí. Nánari upplýsingar og skráningarform má finna hér: https://eusparks.eu/ Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni og stafrænni þróun í ferðaþjónustu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar