Almenningur á betra skilið en kastljós án upplýsingar Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 10. maí 2024 10:30 Það er lykilhugsjón Pírata að standa með rétti almennings til góðra upplýsinga og með lýðræðislegri og upplýstri umræðu. Þetta hefur almenningur farið á mis við undanfarið eftir að fjölmiðill birti þátt undir yfirskini rannsóknarblaðmennsku sem hefur hingað til þótt trúverðugt fréttaefni þar sem hismið er greint frá kjarnanum og farið er í málin á dýptina byggt á faglegri heimildavinnu. Vandinn að þessu sinni voru rangfærslur og hrár áróður þeirra, sem vilja koma höggstað á meirihlutann í Reykjavík, sem klætt var upp sem „sjokkerandi staðreyndir“ undir fölsku flaggi. Glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á að ég er að vísa til Kastljósþáttarins um samninga Reykjavíkur til fækkunar bensínstöðva. Sá var unninn í rannsóknarblaðamennskustíl Kveiks en frægt er orðið að efnið fékk ekki að birtast í síðasta Kveiksþætti vetursins þar sem hann þótti ekki tilbúinn til birtingar á þeim tímapunkti. Falskar forsendur umræðunnar sem spruttu upp úr þessum Kastljósþætti hafa grafið undan upplýstri umræðu og upplýsingaóreiðan svífur yfir vötnum. Einföld skilaboð um „gjafagjörninga“ eiga víða greiðari aðgang en flóknari strúktúr staðreyndanna. Hér er ekki tæmandi listi þess sem rangt var farið með í þættinum í leiðréttingum sem Reykjavíkurborg sendi frá sér. Sömuleiðis vantaði verulega upp á samhengið. Mitt erindi er að gera gagn í þágu almennings Ég hef verið hvött af fólki sem er mér vinveitt til að blanda mér í þessa umræðu sem minnst, á því sé lítið að „græða pólitískt“ og eflaust er það rétt í núverandi fjaðrafoki. En mín pólitíska vegferð snýst fyrst og fremst um að gera gagn. Jafnvel þó það geti reynst óvinsælt. Að þegja og láta eitraðan storm rangindanna þeysast yfir án þess að streitast á móti gerir almenningi ekki kleift að vita raunverulega hvað snýr upp og hvað snýr niður og það gerir almenningi engan greiða. Þannig er mitt erindi helst að verja rétt almennings til upplýstrar afstöðu til málsins. Lýðræðishlutverk fjölmiðla og mikilvægi upplýstrar umræðu Ég hef áður gagnrýnt slælegan fréttaflutning fjölmiðils hér á landi og sem sérstök áhugamanneskja um lýðræðishlutverk fjölmiðla og mikilvægi vandaðrar fjölmiðlunar í þágu upplýstrar umræðu læt ég mig þessi málefni sérstaklega varða. Þessi áhugi var stór hvati að upphafi minnar pólitísku þátttöku eftir að hafa sökkt mér ofan í jarðveginn sem lýðræðið byggir á meðan ég bjó í Noregi við nám í heimspeki og alþjóðafræðum og síðar störf. Ég stend með lýðræðinu og grunnstoðum þess. Almenningur á skilið að geta treyst á óhæði fjölmiðla og vandaðan fréttaflutning, lýðræðisins vegna. Fjölmiðlar þurfa líka stöndugan rekstrargrunn til að geta sint sínu lýðræðishlutverki. Ég bið um að almenningur sem hefur áhuga á málinu beiti hér gagnrýnni hugsun. Ég bið sömuleiðis um að fjölmiðlar iðki störf sín af fagmennsku. Það eru eðlilegar kröfur enda vönduð fjölmiðlun hornsteinn lýðræðisins. Það sem mér finnst sérstakt er að eftir að leiðréttingar Reykjavíkurborgar birtust voru svör RÚV á þann veg að þau bæru enga ábyrgð á þeim rangfærslum sem fulltrúar minnihlutans fyrr og nú (80% pólitískra viðmælenda þáttarins) fóru með. Þar með var því neitað að þar hafi verið einhverjar staðreyndavillur að finna - af hendi þáttastjórnanda. Sjálf hef ég á eigin skinni upplifað þegar norskur fjölmiðill gekk langt í að sannreyna fullyrðingar og heimildatilvísanir í aðsendri grein minni. Við stöndum ansi fjarri svo faglegum vinnubrögðum á Íslandi og getum lært margt af þroskaðri lýðræðisríkjum. Ég veit að það vantar enn töluvert upp á fjármögnun fjölmiðla svo þeir geti betur sinnt lýðræðishlutverki sínu en ég tel að gagnsæjar styrkveitingar til fjölmiðla skipti máli í því samhengi. Um leið og ég hef samúð með stöðu fjölmiðla þá væri varhugavert að slá af kröfunum. Ég get skilið að fjölmiðill getur ekki borið í einu og öllu ábyrgð á því efni sem birtist af hendi þriðja aðila. En þegar eitthvað sem skilgreinist sem rannsóknarblaðamennska sem er unnin yfir fleiri vikur byggir niðurstöður sínar á heimildarfólki án þess að fjölmiðilinn vilji axla í neinu ábyrgð á að sannreyna fullyrðingar þess og gengur reyndar svo langt að birta hluta efnisins gegn betri vitund eins og hefur komið fram, þá finnst mér sú fjölmiðlun af ansi dræmum gæðum. Þetta eru vonbrigði fyrir lýðræðið. Hvers vegna tókum við lóðirnar ekki bara til baka? Án þess að ætla að fara of mikið í efnisatriði málsins vil ég segja fyrir mitt leyti að þegar kemur að því hvers vegna við tókum ekki bara til baka lóðir þar sem lóðaleigusamningar voru runnir út eða við það þá að renna út (undir helmingi lóðanna) þá eru hér atriði sem ég hafði til hliðsjónar og svo sem kasta ljósi á samhengi málsins: Þar vegur þar þungt að tilmæli Samkeppniseftirlitsins ítrekuðu að tryggja jafnræði olíufélaga á milli og standa ekki fyrir samkeppnishindunum á eldsneytismarkaði. Sömuleiðis vóg það þungt að mér þótti mikilvægt að rjúfa þá kyrrstöðu um málið sem hafði ríkt í um áratug frá því að fækkun bensínstöðva var sett í stefnu borgarinnar og við ákváðum að ganga til samningaviðræðna til að hraða þessu ferli og hraða mikilvægri uppbyggingu. Ef við hefðum látið vera hefðu þessar íbúðir ekki verið í farvatninu. Á móti hagnaði uppbyggingaraðilanna við íbúðauppbyggingu kemur svo kostnaður við hreinsun lóða af olíumengun, niðurrif, það að afleggja rekstur og svo auðvitað gatnagerðargjöld sem allir þessir aðilar eiga að greiða. Það er enn ekki búið að samþykkja neinn byggingarétt og enn er ekki ljóst að hagnaður olíufélaganna verði svo einhverju nemi. Velta má svo fyrir sér afleiðingum þess að auka takmörkun á framlengingu lóðaleigu fyrir fólk, fyrirtæki og möguleika á að nýta fasteignir sem veð sem dæmi - en undir flestum fasteignum hvíla lóðaleigusamningar. Það er munur á að mega og eiga. Við þurfum alltaf að hafa í huga samfélagslegar afleiðingar stjórnvaldsákvarðanna. Íbúar og borgin græða heilmikið líka með hraðari fjölgun íbúða en ellegar á góðum svæðum í húsnæðiskrísu, útsvari og fasteignasköttum þeirra sem munu búa á þessum reitum, með þéttingu byggðar þar sem innviðakostnaður er gróflega metinn fimmfalt lægri en í dreifðri byggð, og með minni mengun og aukinni velferð sem af þeirri grænu stefnu hlýst - í stað metfjölda bensínstöðva. Ef samningarnir væru eins einhliða frábærir fyrir olíufélögin og umræðan gefur til kynna hefði okkur líklega tekist að fækka bensínstöðvum um helming eins og markmiðið var frekar en að komast ekki lengra en 33%. En ég er auðmjúk gagnvart því að mér gæti hafa yfirsést eitthvað. Við ætlum að ráðast í óháða úttekt á samningunum Ég tel réttast að fá óháða úttekt á samningunum svo hægt sé að greiða úr þessari upplýsingaflækju og fá hið rétta fram, gott og slæmt. Þess vegna beitti ég mér fyrir því að tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn í vikunni. Ég hvet fólk til að mynda sér eigin upplýsta skoðun á þessu máli og ég virði að það komist ekki endilega öll að sömu niðurstöðu og varð ofan á. En umræðu sem hvílir í skugga falsvitna get ég ekki unað við. Sjálf byggði ég mína afstöðu á eins góðri ígrundun og mér var unnt miðað við þær upplýsingar sem ég hafði. Ég held að ég hafi komist að sanngjarnri niðurstöðu þegar meta þurfti ólík sjónarmið í flóknu máli en ég eins og aðrir er manneskja af holdi og blóði og get gert mistök. Einungis með óháðri úttekt er hægt að fá hið rétta fram, ólitað af pólitísku litrófi þeirra sem að komu, og þannig er vonandi hægt að styrkja traust á okkar ferlum, stjórnsýslu og utanumhaldi um eignir almennings. Og einmitt það á almenningur sannarlega skilið. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Jarða- og lóðamál Reykjavík Borgarstjórn Bensín og olía Píratar Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það er lykilhugsjón Pírata að standa með rétti almennings til góðra upplýsinga og með lýðræðislegri og upplýstri umræðu. Þetta hefur almenningur farið á mis við undanfarið eftir að fjölmiðill birti þátt undir yfirskini rannsóknarblaðmennsku sem hefur hingað til þótt trúverðugt fréttaefni þar sem hismið er greint frá kjarnanum og farið er í málin á dýptina byggt á faglegri heimildavinnu. Vandinn að þessu sinni voru rangfærslur og hrár áróður þeirra, sem vilja koma höggstað á meirihlutann í Reykjavík, sem klætt var upp sem „sjokkerandi staðreyndir“ undir fölsku flaggi. Glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á að ég er að vísa til Kastljósþáttarins um samninga Reykjavíkur til fækkunar bensínstöðva. Sá var unninn í rannsóknarblaðamennskustíl Kveiks en frægt er orðið að efnið fékk ekki að birtast í síðasta Kveiksþætti vetursins þar sem hann þótti ekki tilbúinn til birtingar á þeim tímapunkti. Falskar forsendur umræðunnar sem spruttu upp úr þessum Kastljósþætti hafa grafið undan upplýstri umræðu og upplýsingaóreiðan svífur yfir vötnum. Einföld skilaboð um „gjafagjörninga“ eiga víða greiðari aðgang en flóknari strúktúr staðreyndanna. Hér er ekki tæmandi listi þess sem rangt var farið með í þættinum í leiðréttingum sem Reykjavíkurborg sendi frá sér. Sömuleiðis vantaði verulega upp á samhengið. Mitt erindi er að gera gagn í þágu almennings Ég hef verið hvött af fólki sem er mér vinveitt til að blanda mér í þessa umræðu sem minnst, á því sé lítið að „græða pólitískt“ og eflaust er það rétt í núverandi fjaðrafoki. En mín pólitíska vegferð snýst fyrst og fremst um að gera gagn. Jafnvel þó það geti reynst óvinsælt. Að þegja og láta eitraðan storm rangindanna þeysast yfir án þess að streitast á móti gerir almenningi ekki kleift að vita raunverulega hvað snýr upp og hvað snýr niður og það gerir almenningi engan greiða. Þannig er mitt erindi helst að verja rétt almennings til upplýstrar afstöðu til málsins. Lýðræðishlutverk fjölmiðla og mikilvægi upplýstrar umræðu Ég hef áður gagnrýnt slælegan fréttaflutning fjölmiðils hér á landi og sem sérstök áhugamanneskja um lýðræðishlutverk fjölmiðla og mikilvægi vandaðrar fjölmiðlunar í þágu upplýstrar umræðu læt ég mig þessi málefni sérstaklega varða. Þessi áhugi var stór hvati að upphafi minnar pólitísku þátttöku eftir að hafa sökkt mér ofan í jarðveginn sem lýðræðið byggir á meðan ég bjó í Noregi við nám í heimspeki og alþjóðafræðum og síðar störf. Ég stend með lýðræðinu og grunnstoðum þess. Almenningur á skilið að geta treyst á óhæði fjölmiðla og vandaðan fréttaflutning, lýðræðisins vegna. Fjölmiðlar þurfa líka stöndugan rekstrargrunn til að geta sint sínu lýðræðishlutverki. Ég bið um að almenningur sem hefur áhuga á málinu beiti hér gagnrýnni hugsun. Ég bið sömuleiðis um að fjölmiðlar iðki störf sín af fagmennsku. Það eru eðlilegar kröfur enda vönduð fjölmiðlun hornsteinn lýðræðisins. Það sem mér finnst sérstakt er að eftir að leiðréttingar Reykjavíkurborgar birtust voru svör RÚV á þann veg að þau bæru enga ábyrgð á þeim rangfærslum sem fulltrúar minnihlutans fyrr og nú (80% pólitískra viðmælenda þáttarins) fóru með. Þar með var því neitað að þar hafi verið einhverjar staðreyndavillur að finna - af hendi þáttastjórnanda. Sjálf hef ég á eigin skinni upplifað þegar norskur fjölmiðill gekk langt í að sannreyna fullyrðingar og heimildatilvísanir í aðsendri grein minni. Við stöndum ansi fjarri svo faglegum vinnubrögðum á Íslandi og getum lært margt af þroskaðri lýðræðisríkjum. Ég veit að það vantar enn töluvert upp á fjármögnun fjölmiðla svo þeir geti betur sinnt lýðræðishlutverki sínu en ég tel að gagnsæjar styrkveitingar til fjölmiðla skipti máli í því samhengi. Um leið og ég hef samúð með stöðu fjölmiðla þá væri varhugavert að slá af kröfunum. Ég get skilið að fjölmiðill getur ekki borið í einu og öllu ábyrgð á því efni sem birtist af hendi þriðja aðila. En þegar eitthvað sem skilgreinist sem rannsóknarblaðamennska sem er unnin yfir fleiri vikur byggir niðurstöður sínar á heimildarfólki án þess að fjölmiðilinn vilji axla í neinu ábyrgð á að sannreyna fullyrðingar þess og gengur reyndar svo langt að birta hluta efnisins gegn betri vitund eins og hefur komið fram, þá finnst mér sú fjölmiðlun af ansi dræmum gæðum. Þetta eru vonbrigði fyrir lýðræðið. Hvers vegna tókum við lóðirnar ekki bara til baka? Án þess að ætla að fara of mikið í efnisatriði málsins vil ég segja fyrir mitt leyti að þegar kemur að því hvers vegna við tókum ekki bara til baka lóðir þar sem lóðaleigusamningar voru runnir út eða við það þá að renna út (undir helmingi lóðanna) þá eru hér atriði sem ég hafði til hliðsjónar og svo sem kasta ljósi á samhengi málsins: Þar vegur þar þungt að tilmæli Samkeppniseftirlitsins ítrekuðu að tryggja jafnræði olíufélaga á milli og standa ekki fyrir samkeppnishindunum á eldsneytismarkaði. Sömuleiðis vóg það þungt að mér þótti mikilvægt að rjúfa þá kyrrstöðu um málið sem hafði ríkt í um áratug frá því að fækkun bensínstöðva var sett í stefnu borgarinnar og við ákváðum að ganga til samningaviðræðna til að hraða þessu ferli og hraða mikilvægri uppbyggingu. Ef við hefðum látið vera hefðu þessar íbúðir ekki verið í farvatninu. Á móti hagnaði uppbyggingaraðilanna við íbúðauppbyggingu kemur svo kostnaður við hreinsun lóða af olíumengun, niðurrif, það að afleggja rekstur og svo auðvitað gatnagerðargjöld sem allir þessir aðilar eiga að greiða. Það er enn ekki búið að samþykkja neinn byggingarétt og enn er ekki ljóst að hagnaður olíufélaganna verði svo einhverju nemi. Velta má svo fyrir sér afleiðingum þess að auka takmörkun á framlengingu lóðaleigu fyrir fólk, fyrirtæki og möguleika á að nýta fasteignir sem veð sem dæmi - en undir flestum fasteignum hvíla lóðaleigusamningar. Það er munur á að mega og eiga. Við þurfum alltaf að hafa í huga samfélagslegar afleiðingar stjórnvaldsákvarðanna. Íbúar og borgin græða heilmikið líka með hraðari fjölgun íbúða en ellegar á góðum svæðum í húsnæðiskrísu, útsvari og fasteignasköttum þeirra sem munu búa á þessum reitum, með þéttingu byggðar þar sem innviðakostnaður er gróflega metinn fimmfalt lægri en í dreifðri byggð, og með minni mengun og aukinni velferð sem af þeirri grænu stefnu hlýst - í stað metfjölda bensínstöðva. Ef samningarnir væru eins einhliða frábærir fyrir olíufélögin og umræðan gefur til kynna hefði okkur líklega tekist að fækka bensínstöðvum um helming eins og markmiðið var frekar en að komast ekki lengra en 33%. En ég er auðmjúk gagnvart því að mér gæti hafa yfirsést eitthvað. Við ætlum að ráðast í óháða úttekt á samningunum Ég tel réttast að fá óháða úttekt á samningunum svo hægt sé að greiða úr þessari upplýsingaflækju og fá hið rétta fram, gott og slæmt. Þess vegna beitti ég mér fyrir því að tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn í vikunni. Ég hvet fólk til að mynda sér eigin upplýsta skoðun á þessu máli og ég virði að það komist ekki endilega öll að sömu niðurstöðu og varð ofan á. En umræðu sem hvílir í skugga falsvitna get ég ekki unað við. Sjálf byggði ég mína afstöðu á eins góðri ígrundun og mér var unnt miðað við þær upplýsingar sem ég hafði. Ég held að ég hafi komist að sanngjarnri niðurstöðu þegar meta þurfti ólík sjónarmið í flóknu máli en ég eins og aðrir er manneskja af holdi og blóði og get gert mistök. Einungis með óháðri úttekt er hægt að fá hið rétta fram, ólitað af pólitísku litrófi þeirra sem að komu, og þannig er vonandi hægt að styrkja traust á okkar ferlum, stjórnsýslu og utanumhaldi um eignir almennings. Og einmitt það á almenningur sannarlega skilið. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar