Sky News segir frá þessu og vísar í síðuna The Daily Jaws. Í upphafsatriði Jaws, sem var í leikstjórn Steven Spielberg, mátti sjá Chrissie Watkins, persónu Backlinie, hlaupandi á ströndinni að kvöldlagi áður en hún heldur allsber út í sjóinn. Síðar mátti svo sjá hvernig hún er toguð niður undir yfirborðið.
Backlinie var verðlaunasundkona þegar hún landaði hlutverkinu.
Í heimildarmyndinni Jaws: The Inside Story sem fjallaði um gerð myndarinnar sagði Spielberg að atriðið með Backlinie hafi verið eitt áhættusamasta áhættuatriði sem hann hafi nokkurn tímann leikstýrt. Þar hafi tíu menn togað í Backlinie sem varð til þess að hun hreyfðist þannig að það liti út fyrir að hún hafi verið í gini hákarls.
Backlinie vann aftir með Spielberg í myndinni 1941 frá árinu 1979 þar sem hún skopstældi persónu sína úr Jaws.