Sterk, rökföst og réttsýn rödd Jakob S. Jónsson og skrifa 13. maí 2024 19:31 Í fyrsta skipti á æfinni stend ég sem kjósandi frammi fyrir valkvíða í þeim skilningi, að í framboði eru tólf auðsjáanlega mætir einstaklingar, sem allir myndu sóma sér ágætlega í embætti forseta. Vissulega yrðu þessir frambjóðendur mjög mismunandi forsetar, en enginn þeirra hefur komið þannig fyrir að ég gæti ekki með nokkru móti hugsað mér viðkomandi í húsbónda- eða húsfreyjuhlutverki á Bessastöðum. Ég þarf ekki að telja upp kosti – þeir eru öllum augljósir, sem vilja sjá. Þó hafa örlögin hagað því svo til að ég hef unnið með einum þessara frambjóðenda í ærið vandasömu starfi – í stjórn flokksráði pólítískra samtaka, þar sem reyndi á lipurð, sanngirni og þá list sem margir segja að við Íslendingar kunnum einna síst, sem er að hlusta og láta sjá svo ekki verði um villst að mótrök hafi raunveruleg áhrif á umræðuna og niðurstöðu hennar. Ég hef séð Katrínu Jakobsdóttur sem leiðtoga í stjórnarandstöðu og standa sig vel sem slíkur. Ég hef líka séð og heyrt Katrínu Jakobsdóttur skipta um skoðun, segja að nú sé kominn tími til að láta á reyna að hafa áhrif í samsteypustjórn – jafnvel þótt um samstarf yrði að ræða með gerólíkum stjórnmálaflokkum. Og vissulega hefur á samstarfið reynt á undanförnum sjö árum. Allt hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig og það þarf að hafa mikið við til að annars vegar viðurkenna hið fjölskipaða stjórnvald okkar Íslendinga og hins vegar að horfa á bak mikilvægum baráttumálum í óseðjandi hít samstarfsflokkanna. En – ýmislegt hefur áunnist. Öðru hefur verið forðað frá ósigri; þannig er eðli samstarfs sem byggir á málamiðlunum og er sérstök list útaf fyrir sig, sem fáir kunna betur en Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það fært henni virðingu meðal þjóðarleiðtoga, sem á eftir að færa henni ómælda forgjöf í embætti forseta, fari svo að hún beri sigur af hólmi í þeirri kosningu sem framundan er. Þar mun hún vekja athygli sem sá þjóðhöfðingi sem hlustar – og sem slíkur verður hún einnig sá þjóðhöfðingi sem hlustað er á. Hún yrði sterk, rökföst og réttsýn rödd Íslands á alþjóðavettvangi sem og heimafyrir. Höfundur er leiðsögumaður og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipti á æfinni stend ég sem kjósandi frammi fyrir valkvíða í þeim skilningi, að í framboði eru tólf auðsjáanlega mætir einstaklingar, sem allir myndu sóma sér ágætlega í embætti forseta. Vissulega yrðu þessir frambjóðendur mjög mismunandi forsetar, en enginn þeirra hefur komið þannig fyrir að ég gæti ekki með nokkru móti hugsað mér viðkomandi í húsbónda- eða húsfreyjuhlutverki á Bessastöðum. Ég þarf ekki að telja upp kosti – þeir eru öllum augljósir, sem vilja sjá. Þó hafa örlögin hagað því svo til að ég hef unnið með einum þessara frambjóðenda í ærið vandasömu starfi – í stjórn flokksráði pólítískra samtaka, þar sem reyndi á lipurð, sanngirni og þá list sem margir segja að við Íslendingar kunnum einna síst, sem er að hlusta og láta sjá svo ekki verði um villst að mótrök hafi raunveruleg áhrif á umræðuna og niðurstöðu hennar. Ég hef séð Katrínu Jakobsdóttur sem leiðtoga í stjórnarandstöðu og standa sig vel sem slíkur. Ég hef líka séð og heyrt Katrínu Jakobsdóttur skipta um skoðun, segja að nú sé kominn tími til að láta á reyna að hafa áhrif í samsteypustjórn – jafnvel þótt um samstarf yrði að ræða með gerólíkum stjórnmálaflokkum. Og vissulega hefur á samstarfið reynt á undanförnum sjö árum. Allt hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig og það þarf að hafa mikið við til að annars vegar viðurkenna hið fjölskipaða stjórnvald okkar Íslendinga og hins vegar að horfa á bak mikilvægum baráttumálum í óseðjandi hít samstarfsflokkanna. En – ýmislegt hefur áunnist. Öðru hefur verið forðað frá ósigri; þannig er eðli samstarfs sem byggir á málamiðlunum og er sérstök list útaf fyrir sig, sem fáir kunna betur en Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það fært henni virðingu meðal þjóðarleiðtoga, sem á eftir að færa henni ómælda forgjöf í embætti forseta, fari svo að hún beri sigur af hólmi í þeirri kosningu sem framundan er. Þar mun hún vekja athygli sem sá þjóðhöfðingi sem hlustar – og sem slíkur verður hún einnig sá þjóðhöfðingi sem hlustað er á. Hún yrði sterk, rökföst og réttsýn rödd Íslands á alþjóðavettvangi sem og heimafyrir. Höfundur er leiðsögumaður og leikstjóri.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar