Jón Gnarr fyrir dýraverndina Árni Stefán Árnason skrifar 15. maí 2024 14:00 Í kosningum hvort, sem er til sveitarstjórnar, þings eða forseta lærði ég þá gullnu reglu af föður mínum heitnum að einblína á áherslur frambjóðenda til ákveðins viðfangsefnis. Faðir minn var mikill áhugamaður um bindindi. Álíka mikill áhugamaður og ég er um dýravernd. Ég á fjölda bréfa sem faðir minn skrifaði til frambjóðenda fyrir kosningar þar sem hann spyr þá um áherslur þeirra í bindindismálum. Þetta er heiðarleg og einlæg spurning, sem er vitnisburður um mann sem vildi standa vörð um lýðheilsu á Íslandi. Aldrei fékk hann nein svör. Frambjóðendur þorðu ekki að stíga út fyrir rammann gegn þessum mesta vágesti mannkyns. Ég hef haft sama hátt á varðandi komandi forsetakosningar. Ég hef margoft spurt frambjóðendur m.a. í vísiskoðun um afstöðu þeirra til dýraverndar. Engin hefur hugrekki til að svara. Engu að síður ,,baða" margir þeirra sig nú í nýfæddum lömbum íklæddir lopapeysum. Ekki veit ég hvaða skilaboð þeir eru að reyna að senda. Hvað koma nýfædd lömb sem enda í sláturhúsi í haust kosningabarráttu við? Ég hef því reynt að hlera þá afstöðu með öðrum hætti og hlustað á næstum hvert einasta viðtal við frambjóðendur í miðlum, nú síðast Gnarr. Viðtalið við Jón Gnarr hjá Stöð2 var einlægt og heiðarlegt og það stóð upp úr hvernig hann talaði af eigin frumkvæði um hundinn sinn Klaka, tilfinningar sínar og virðingu gagnvart dýrum. Það dugði mér til að taka endanlega ákvörðun í komandi forsetakosningum þó Jón Gnarr sé á meðal þeirra sem hafa ekki svarað mér, jafnvel þó ég hafi sent honum þessa spurningu í beina útsendingu í kosningamiðstöð hans. Ég tel að það sé borin von að hjakka áfram í sama farinu að spyrja frambjóðendur um afstöðu þeirra til dýravernda og hvernig þeir myndu beita sér í henni. Þeir virðast ekki hafa hugrekki til að svara því. Áhersla á vernd hinna allra minnstu í samfélagi okkar virðist ekki vera þeim hugleikin. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í kosningum hvort, sem er til sveitarstjórnar, þings eða forseta lærði ég þá gullnu reglu af föður mínum heitnum að einblína á áherslur frambjóðenda til ákveðins viðfangsefnis. Faðir minn var mikill áhugamaður um bindindi. Álíka mikill áhugamaður og ég er um dýravernd. Ég á fjölda bréfa sem faðir minn skrifaði til frambjóðenda fyrir kosningar þar sem hann spyr þá um áherslur þeirra í bindindismálum. Þetta er heiðarleg og einlæg spurning, sem er vitnisburður um mann sem vildi standa vörð um lýðheilsu á Íslandi. Aldrei fékk hann nein svör. Frambjóðendur þorðu ekki að stíga út fyrir rammann gegn þessum mesta vágesti mannkyns. Ég hef haft sama hátt á varðandi komandi forsetakosningar. Ég hef margoft spurt frambjóðendur m.a. í vísiskoðun um afstöðu þeirra til dýraverndar. Engin hefur hugrekki til að svara. Engu að síður ,,baða" margir þeirra sig nú í nýfæddum lömbum íklæddir lopapeysum. Ekki veit ég hvaða skilaboð þeir eru að reyna að senda. Hvað koma nýfædd lömb sem enda í sláturhúsi í haust kosningabarráttu við? Ég hef því reynt að hlera þá afstöðu með öðrum hætti og hlustað á næstum hvert einasta viðtal við frambjóðendur í miðlum, nú síðast Gnarr. Viðtalið við Jón Gnarr hjá Stöð2 var einlægt og heiðarlegt og það stóð upp úr hvernig hann talaði af eigin frumkvæði um hundinn sinn Klaka, tilfinningar sínar og virðingu gagnvart dýrum. Það dugði mér til að taka endanlega ákvörðun í komandi forsetakosningum þó Jón Gnarr sé á meðal þeirra sem hafa ekki svarað mér, jafnvel þó ég hafi sent honum þessa spurningu í beina útsendingu í kosningamiðstöð hans. Ég tel að það sé borin von að hjakka áfram í sama farinu að spyrja frambjóðendur um afstöðu þeirra til dýravernda og hvernig þeir myndu beita sér í henni. Þeir virðast ekki hafa hugrekki til að svara því. Áhersla á vernd hinna allra minnstu í samfélagi okkar virðist ekki vera þeim hugleikin. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar