Viðtal á Stöð 2 kveikir upp í færeyskum stjórnmálum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2024 11:03 Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar, í viðtalinu umdeilda á Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar. Egill Aðalsteinsson Ummæli borgarstjóra Þórshafnar, Heðins Mortensen, um að hann vildi bjóða Atlantshafsbandalaginu að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum, komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, hafa brugðist hart við og sagt þessa hugmynd ekki koma til greina. Það var í viðtali sem birtist á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag sem Heðin Mortensen lýsti þeirri skoðun sinni að hefja ætti viðræður við NATO um að varnarbandalagið greiddi kostnað við gerð 3.000 metra langrar flugbrautar á Glyvursnesi við Þórshöfn. Hann sagði núverandi flugvöll í Vogum of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. Fréttin á Stöð 2 hefur vakið mikla athygli færeyskra fjölmiðla og kallað fram fjörugar umræður. Fréttasíðan Portal.fo greindi strax morguninn eftir frá ummælum borgarstjórans. Kringvarpið tók málið einnig upp og leitaði eftir viðbrögðum helstu stjórnmálamanna eyjanna. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn sem borgarstjórinn vill fá NATO til að borga.Landsverk Í viðtali við Kringvarpið tók Heðin Mortensen hugmyndina svo áfram á næsta stig. Hann hygðist ekki sitja við orðin tóm heldur yrði málið lagt formlega fyrir næsta fund bæjarráðs Þórshafnar síðar í þessum mánuði. Hann sagði að miðað við stöðu heimsmála væri upplagt að NATO greiddi kostnað við flugvöll á Glyvursnesi, sem stærstu flugvélar gætu lent á. Það gæfi færeysku atvinnulífi mikil tækifæri og samfélaginu í heild. Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal voru samstíga í viðbrögðum sínum og sögðu þetta ekki koma til greina. Í Kringvarpinu settu þeir jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkisráðherra, hafna báðir hugmyndinni um að NATO borgi flugvöll í Færeyjum. Hér eru þeir ásamt Ruth Vang fjármálaráðherra en þau eru formenn samstarfsflokkanna sem mynda landsstjórn Færeyja.Kringvarpið Í umfjöllun á dagur.fo segir að þetta séu ekki loftkastalar og tillagan hafi aldeilis kveikt upp í umræðunni. Sagt er frá því að Bjarni Prior, bæjarstjóri í Vogum, þar sem núverandi flugvöllur er, geri stólpagrín að hugmynd borgarstjóra Þórshafnar í pistli á Facebook. Þar segist Bjarni ætla að leggja þá tillögu fyrir næsta bæjarstjórnarfund að NASA verði fengið til að byggja geimeldflaugastöð í Vogum. Einkaaðilum eins og Elon Musk og Spacex yrði einnig heimilað að skjóta þaðan gervihnöttum á sporbraut um jörðu. Í staðinn ætti Elon að afhenda hverjum íbúa Voga Teslu rafmagnsbíl að gjöf. Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar, fengi sæti út í geim í fyrstu ferðinni á kostnað bæjarstjóra Voga. Hér má sjá viðtalið umdeilda: Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. 8. maí 2024 22:33 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Það var í viðtali sem birtist á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag sem Heðin Mortensen lýsti þeirri skoðun sinni að hefja ætti viðræður við NATO um að varnarbandalagið greiddi kostnað við gerð 3.000 metra langrar flugbrautar á Glyvursnesi við Þórshöfn. Hann sagði núverandi flugvöll í Vogum of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. Fréttin á Stöð 2 hefur vakið mikla athygli færeyskra fjölmiðla og kallað fram fjörugar umræður. Fréttasíðan Portal.fo greindi strax morguninn eftir frá ummælum borgarstjórans. Kringvarpið tók málið einnig upp og leitaði eftir viðbrögðum helstu stjórnmálamanna eyjanna. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn sem borgarstjórinn vill fá NATO til að borga.Landsverk Í viðtali við Kringvarpið tók Heðin Mortensen hugmyndina svo áfram á næsta stig. Hann hygðist ekki sitja við orðin tóm heldur yrði málið lagt formlega fyrir næsta fund bæjarráðs Þórshafnar síðar í þessum mánuði. Hann sagði að miðað við stöðu heimsmála væri upplagt að NATO greiddi kostnað við flugvöll á Glyvursnesi, sem stærstu flugvélar gætu lent á. Það gæfi færeysku atvinnulífi mikil tækifæri og samfélaginu í heild. Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal voru samstíga í viðbrögðum sínum og sögðu þetta ekki koma til greina. Í Kringvarpinu settu þeir jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkisráðherra, hafna báðir hugmyndinni um að NATO borgi flugvöll í Færeyjum. Hér eru þeir ásamt Ruth Vang fjármálaráðherra en þau eru formenn samstarfsflokkanna sem mynda landsstjórn Færeyja.Kringvarpið Í umfjöllun á dagur.fo segir að þetta séu ekki loftkastalar og tillagan hafi aldeilis kveikt upp í umræðunni. Sagt er frá því að Bjarni Prior, bæjarstjóri í Vogum, þar sem núverandi flugvöllur er, geri stólpagrín að hugmynd borgarstjóra Þórshafnar í pistli á Facebook. Þar segist Bjarni ætla að leggja þá tillögu fyrir næsta bæjarstjórnarfund að NASA verði fengið til að byggja geimeldflaugastöð í Vogum. Einkaaðilum eins og Elon Musk og Spacex yrði einnig heimilað að skjóta þaðan gervihnöttum á sporbraut um jörðu. Í staðinn ætti Elon að afhenda hverjum íbúa Voga Teslu rafmagnsbíl að gjöf. Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar, fengi sæti út í geim í fyrstu ferðinni á kostnað bæjarstjóra Voga. Hér má sjá viðtalið umdeilda:
Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. 8. maí 2024 22:33 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22
Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. 8. maí 2024 22:33
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent