Að sameina frekar en sundra Fríða Björk Ingvarsdóttir skrifar 20. maí 2024 14:01 Það hefur verið auðvelt að hrífast af Katrínu Jakobsdóttur í öllum þeim hlutverkum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hún kom fram á sjónasviðið með nýja nálgun í opinberu samtali; hófstillt, tilgerðarlaus, einlæg og mátulega alvörugefin. Sjálf hreifst ég af henni yfir gríni og glensi í Gettu betur; sem upprennandi stjórnmálamanni í ungliðahreyfingu; sem kornungum mennta- og menningarmálaráðherra er svo sannarlega lét til sín taka og sýndi nýja og sannfærandi stjórnunarhætti í sínu ráðuneyti; sem framverði í stjórnarandsstöðu; og loks sem forsætisráðherra. Með tiltölulega lítið atkvæðamagn á bak við sig leiddi Katrín saman - í umboði forsetans - ólíkindalegt pólitískt litróf í ríkisstjórn þegar aðrir höfðu einfaldlega gefist upp. Frá upphafi var ljóst að sú ríkisstjórn myndi byggja á málamiðlunum allra þeirra flokka sem að henni stóðu og að mikið samtal og góð hlustun yrði að eiga sér stað til þess að hægt væri að fara með það umboð sem þjóðin færði þessum ólíku pólítísku fylkingum í kosningum - ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Það er ekki öllum gefið að leiða svo snúið samtal þvert á andstæða póla, undir mikilli pressu og sæta á sama tíma stöðugum brigslum um svik og undanlátssemi. En það gerði Katrín eigi að síður og naut jafnan persónufylgis meðal þjóðarinnar langt umfram það sem vænta mátti í hennar stöðu. Vinsældir Katrínar byggja enda á augljósum mannkostum. Hún er viðræðugóð og kann að hlusta. Hún er afburða greinandi og á auðvelt með að setja sig í spor annarra - einnig þeirra sem eru henni ósammála. Hún heldur sig við kjarna mála, frekar en að drepa þeim á dreif og er óhrædd við að leita sér upplýsinga og ráða. Hún hefur ómælt þrek, án þess að glata yfirvegun sinni og heiðarleika í þeim málum sem heitast brenna hverju sinni líkt og sannaðist ótvírætt á erfiðum tímum heimsfaraldurs. Og henni hefur tekist að halda sínu striki á tímum mikillar skautunar þar sem öfgar í orðum og æði hafa verið áberandi. Umfram allt er Katrín þó sérlega glæsilegur fulltrúi allra þeirra hæfileika sem forseti þarf að vera búinn. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi, þar sem hún hefur vakið verðskuldaða athygli sem þjóðarleiðtogi, hæfileikar hennar til að leiða saman fólk úr ólíkum áttum, rík samhygð á erfiðum stundum, heillandi einlægni og húmor eru meðal þeirra mannskosta sem hún býr yfir og vega þungt í því persónulega fylgi sem hún á að fagna. Og eins og það væri ekki nóg þá býr hún aukinheldur yfir afburða þekkingu á stjórnkerfum landsins, gangverki stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Hún þekkir vel þann tíðaranda og þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir á tímum auðgandi fjölmenningar og flókinna hnattrænna áskorana, samhliða því að hafa djúpan skilning á menningu okkar og tungu, sögu og uppruna. Ég naut þeirra forréttinda að fá kosningarétt rétt í tæka tíð til að kjósa bæði Kvennalista og kvenforseta í samræmi við djúpa sannfæringu um brýnar þjóðfélagsbreytingar þess tíma. Nú, rúmum fjörtíu árum síðar, eru þó nokkur misseri síðan þessi sama sannfæring sagði mér að enginn væri hæfari til að taka við af núverandi forseta en Katrín Jakobsdóttir. Hún á mína tiltrú og stuðning óskoraðan í þetta mikilvæga embætti, enda hefur hún fyrir löngu sýnt og sannað leiðtogahæfileika sína, getu til að leiða fólk saman úr ólíkum áttum, hlusta á ögursstundum og síðast en ekki síst; sameina frekar en sundra. Höfundur er bókmenntafræðingur og fyrrverandi rektor Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið auðvelt að hrífast af Katrínu Jakobsdóttur í öllum þeim hlutverkum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hún kom fram á sjónasviðið með nýja nálgun í opinberu samtali; hófstillt, tilgerðarlaus, einlæg og mátulega alvörugefin. Sjálf hreifst ég af henni yfir gríni og glensi í Gettu betur; sem upprennandi stjórnmálamanni í ungliðahreyfingu; sem kornungum mennta- og menningarmálaráðherra er svo sannarlega lét til sín taka og sýndi nýja og sannfærandi stjórnunarhætti í sínu ráðuneyti; sem framverði í stjórnarandsstöðu; og loks sem forsætisráðherra. Með tiltölulega lítið atkvæðamagn á bak við sig leiddi Katrín saman - í umboði forsetans - ólíkindalegt pólitískt litróf í ríkisstjórn þegar aðrir höfðu einfaldlega gefist upp. Frá upphafi var ljóst að sú ríkisstjórn myndi byggja á málamiðlunum allra þeirra flokka sem að henni stóðu og að mikið samtal og góð hlustun yrði að eiga sér stað til þess að hægt væri að fara með það umboð sem þjóðin færði þessum ólíku pólítísku fylkingum í kosningum - ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Það er ekki öllum gefið að leiða svo snúið samtal þvert á andstæða póla, undir mikilli pressu og sæta á sama tíma stöðugum brigslum um svik og undanlátssemi. En það gerði Katrín eigi að síður og naut jafnan persónufylgis meðal þjóðarinnar langt umfram það sem vænta mátti í hennar stöðu. Vinsældir Katrínar byggja enda á augljósum mannkostum. Hún er viðræðugóð og kann að hlusta. Hún er afburða greinandi og á auðvelt með að setja sig í spor annarra - einnig þeirra sem eru henni ósammála. Hún heldur sig við kjarna mála, frekar en að drepa þeim á dreif og er óhrædd við að leita sér upplýsinga og ráða. Hún hefur ómælt þrek, án þess að glata yfirvegun sinni og heiðarleika í þeim málum sem heitast brenna hverju sinni líkt og sannaðist ótvírætt á erfiðum tímum heimsfaraldurs. Og henni hefur tekist að halda sínu striki á tímum mikillar skautunar þar sem öfgar í orðum og æði hafa verið áberandi. Umfram allt er Katrín þó sérlega glæsilegur fulltrúi allra þeirra hæfileika sem forseti þarf að vera búinn. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi, þar sem hún hefur vakið verðskuldaða athygli sem þjóðarleiðtogi, hæfileikar hennar til að leiða saman fólk úr ólíkum áttum, rík samhygð á erfiðum stundum, heillandi einlægni og húmor eru meðal þeirra mannskosta sem hún býr yfir og vega þungt í því persónulega fylgi sem hún á að fagna. Og eins og það væri ekki nóg þá býr hún aukinheldur yfir afburða þekkingu á stjórnkerfum landsins, gangverki stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Hún þekkir vel þann tíðaranda og þær áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir á tímum auðgandi fjölmenningar og flókinna hnattrænna áskorana, samhliða því að hafa djúpan skilning á menningu okkar og tungu, sögu og uppruna. Ég naut þeirra forréttinda að fá kosningarétt rétt í tæka tíð til að kjósa bæði Kvennalista og kvenforseta í samræmi við djúpa sannfæringu um brýnar þjóðfélagsbreytingar þess tíma. Nú, rúmum fjörtíu árum síðar, eru þó nokkur misseri síðan þessi sama sannfæring sagði mér að enginn væri hæfari til að taka við af núverandi forseta en Katrín Jakobsdóttir. Hún á mína tiltrú og stuðning óskoraðan í þetta mikilvæga embætti, enda hefur hún fyrir löngu sýnt og sannað leiðtogahæfileika sína, getu til að leiða fólk saman úr ólíkum áttum, hlusta á ögursstundum og síðast en ekki síst; sameina frekar en sundra. Höfundur er bókmenntafræðingur og fyrrverandi rektor Listaháskóla Íslands.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun