Af hverju skjólshús? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 22. maí 2024 13:01 Það er hálf öld síðan að svokölluð „Safehouses“ hófu starfsemi í Bandaríkjunum og Evrópu, hér nefnd skjólshús. Úrræði sem sköpuð voru af fólki sem hafði reynslu af geðheilbrigðisþjónustunni og vildi eiga val. Rannsóknir hafa sýnt að þessi úrræði gefa hefðbundinni nálgun ekkert eftir hvað varðar árangur. Úrræði byggð á bata- og notendarannsóknum fer fjölgandi. Hér heima bera nokkur úrræði nöfn þessu tengdu s.s. Batamiðstöðin, Bataskólinn og Batahúsið. Fyrstu skrif um skjólshús á Íslandi (þá nefnt griðarstaður) var grein Margrétar Bárðardóttur sálfræðings sem birtist í Geðhjálparblaðinu árið 1989. Frá þeim tíma hefur reglulega verið talað um möguleikana á skjólshúsi hér á landi og sérstaklega síðasta áratuginn eða svo. Slíkt úrræði er í takt við áherslur WHO, Samnings sameinuðu þjóðanna, stefnu stjórnvalda og Geðhjálpar um að hefja notendaáherslur til vegs og virðingar. Mental Health Europe hefur sett á oddinn mikilvægi samvinnu og nýsköpunar byggða á sömu áherslum. Stjórnvöld hafa kallað eftir umbótum í geðheilbrigðisþjónustunni sem inniber breytta hugmyndafræði. Geðdeildir eru afar mikilvæg þjónusta en henta alls ekki öllum. Í skjólshúsi þarf t.d. enga sjúkdómsgreiningu með tilheyrandi inngripum. Aðaláherslan er lögð á samveru og tengsl meðan viðkomandi er að átta sig og komast áfram með eigið líf. Starfsmenn eru allir með notendareynslu eða jafningjar eins og það er kallað í dag. Traustur kjarni eru samtök sem halda utan um námskeið og fræðslu fyrir nýja stétt jafningjastarfsmanna í geðheilbrigðiskerfinu. Samtökin voru tilnefnd til lýðheilsuverðlauna forseta Íslands í apríl og fengu þar verðskuldaða athygli og nokkra umfjöllun. Traustur kjarni hefur staðið fyrir jafningjastarfsmannanámskeiðum síðustu tvö árin og hafa 90 einstaklingar útskrifast. Félagasamtökin hafa það að markmiði að skapa verðmæti úr lífsreynslu og að auka atvinnuþátttöku fólks sem hefur átt erfitt að fóta sig á vinnumarkaði. Samtökin hafa sl. misseri einnig haft það á stefnuskrá sinni að koma hér upp skjólshúsi að erlendri fyrirmynd og að leitað fanga víða til þess að þetta megi takast sem best. Traustur kjarni er m.a. í samstarfi við Intentional Peer Support Workers, alþjóðasamtök notenda sem standa fyrir jafningjastarfsnámskeiðum víðs vegar í heiminum, veita handleiðslu og halda utan um námshópa. Úrræði í þriðja geiranum hafa fyrir löngu séð verðmæti í jafningjastarfsmönnum og það er fagnaðarefni að geðsvið Landspítalans og geðheilsugæslan ráði nú jafningjastarfsmenn. Jafningjastarfsmenn eru mikilvægir í félags- og geðheilbrigðisþjónustunni því að sérfræðiþekking í samskiptum hefur því miður oft verið beitt á kostnað mennskunnar. Lyfjamiðuð nálgun sem hentar best fyrir tiltekin hóp í meðferð er oft á kostnað virkrar hlustunar og því miður eru alltaf hópur sem slík meðferð gerir ekkert gagn fyrir og jafnvel bara illt verra. Persónulegar upplifanir sem ekki falla að raunveruleika þess sem aldrei hefur upplifað slíkt fá ekki áheyrn og er þannig ýtt út af borðinu í meðferðinni. Sérfræðingavæðingin getur ýtt undir forræðishyggju sem hindrar fólk að finna eigin leiðir út úr vandanum. Geðrof er þannig ekkert endilega sjúkdómseinkenni heldur geta verið viðbragð manneskjunnar við erfiðum aðstæðum, áföllum eða lífskrísum. Að ná bata án greininga, viðeigandi lyfja og meðferðar er ekki í takt við hefðbundin viðhorf. Þessu þarf að breyta. Skjólshús er ekki sett til höfuðs þess sem fyrir er heldur sem val fyrir þá sem það kjósa og koma að eigin frumkvæði vitandi að hefðbundin læknisfræðileg meðferð er ekki í boði. Þegar eru til dagsúrræði sem byggja á sömu hugmyndafræði og gætu stutt við starfsemi Skjólshúss. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Reykjavíkurborg styrkja þegar þessi úrræði. Þau deila lykilþáttum hugmyndafræði skjólshúsa og áhugavert væri að skoða mögulega samstarfsfleti í framtíðinni. Jafningjastarfmenn ættu að vinna þvert á þessa staði. Það fyrirkomulag myndi auka samstarf og samfellu á milli staða sem stjórnvöld hafa lengi óskað eftir. Það væri mikið framfaraskref að bæta við slíku sólarhringsúrræði sem rekið væri sem tilraunaverkefni til nokkra ára. Allt sem til þarf er vilji til samstarfs og hugsjón um að breyta þurfi og breyta megi staðnaðri nálgun okkar á geðheilbrigðismál. Þannig fengjum við raunverulegan og öflugan valkost við það sem nú er. Það græða allir og ekki síst þeir notendur kerfisins sem svo sárlega þurfa á annars konar þjónustu að halda. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hálf öld síðan að svokölluð „Safehouses“ hófu starfsemi í Bandaríkjunum og Evrópu, hér nefnd skjólshús. Úrræði sem sköpuð voru af fólki sem hafði reynslu af geðheilbrigðisþjónustunni og vildi eiga val. Rannsóknir hafa sýnt að þessi úrræði gefa hefðbundinni nálgun ekkert eftir hvað varðar árangur. Úrræði byggð á bata- og notendarannsóknum fer fjölgandi. Hér heima bera nokkur úrræði nöfn þessu tengdu s.s. Batamiðstöðin, Bataskólinn og Batahúsið. Fyrstu skrif um skjólshús á Íslandi (þá nefnt griðarstaður) var grein Margrétar Bárðardóttur sálfræðings sem birtist í Geðhjálparblaðinu árið 1989. Frá þeim tíma hefur reglulega verið talað um möguleikana á skjólshúsi hér á landi og sérstaklega síðasta áratuginn eða svo. Slíkt úrræði er í takt við áherslur WHO, Samnings sameinuðu þjóðanna, stefnu stjórnvalda og Geðhjálpar um að hefja notendaáherslur til vegs og virðingar. Mental Health Europe hefur sett á oddinn mikilvægi samvinnu og nýsköpunar byggða á sömu áherslum. Stjórnvöld hafa kallað eftir umbótum í geðheilbrigðisþjónustunni sem inniber breytta hugmyndafræði. Geðdeildir eru afar mikilvæg þjónusta en henta alls ekki öllum. Í skjólshúsi þarf t.d. enga sjúkdómsgreiningu með tilheyrandi inngripum. Aðaláherslan er lögð á samveru og tengsl meðan viðkomandi er að átta sig og komast áfram með eigið líf. Starfsmenn eru allir með notendareynslu eða jafningjar eins og það er kallað í dag. Traustur kjarni eru samtök sem halda utan um námskeið og fræðslu fyrir nýja stétt jafningjastarfsmanna í geðheilbrigðiskerfinu. Samtökin voru tilnefnd til lýðheilsuverðlauna forseta Íslands í apríl og fengu þar verðskuldaða athygli og nokkra umfjöllun. Traustur kjarni hefur staðið fyrir jafningjastarfsmannanámskeiðum síðustu tvö árin og hafa 90 einstaklingar útskrifast. Félagasamtökin hafa það að markmiði að skapa verðmæti úr lífsreynslu og að auka atvinnuþátttöku fólks sem hefur átt erfitt að fóta sig á vinnumarkaði. Samtökin hafa sl. misseri einnig haft það á stefnuskrá sinni að koma hér upp skjólshúsi að erlendri fyrirmynd og að leitað fanga víða til þess að þetta megi takast sem best. Traustur kjarni er m.a. í samstarfi við Intentional Peer Support Workers, alþjóðasamtök notenda sem standa fyrir jafningjastarfsnámskeiðum víðs vegar í heiminum, veita handleiðslu og halda utan um námshópa. Úrræði í þriðja geiranum hafa fyrir löngu séð verðmæti í jafningjastarfsmönnum og það er fagnaðarefni að geðsvið Landspítalans og geðheilsugæslan ráði nú jafningjastarfsmenn. Jafningjastarfsmenn eru mikilvægir í félags- og geðheilbrigðisþjónustunni því að sérfræðiþekking í samskiptum hefur því miður oft verið beitt á kostnað mennskunnar. Lyfjamiðuð nálgun sem hentar best fyrir tiltekin hóp í meðferð er oft á kostnað virkrar hlustunar og því miður eru alltaf hópur sem slík meðferð gerir ekkert gagn fyrir og jafnvel bara illt verra. Persónulegar upplifanir sem ekki falla að raunveruleika þess sem aldrei hefur upplifað slíkt fá ekki áheyrn og er þannig ýtt út af borðinu í meðferðinni. Sérfræðingavæðingin getur ýtt undir forræðishyggju sem hindrar fólk að finna eigin leiðir út úr vandanum. Geðrof er þannig ekkert endilega sjúkdómseinkenni heldur geta verið viðbragð manneskjunnar við erfiðum aðstæðum, áföllum eða lífskrísum. Að ná bata án greininga, viðeigandi lyfja og meðferðar er ekki í takt við hefðbundin viðhorf. Þessu þarf að breyta. Skjólshús er ekki sett til höfuðs þess sem fyrir er heldur sem val fyrir þá sem það kjósa og koma að eigin frumkvæði vitandi að hefðbundin læknisfræðileg meðferð er ekki í boði. Þegar eru til dagsúrræði sem byggja á sömu hugmyndafræði og gætu stutt við starfsemi Skjólshúss. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Reykjavíkurborg styrkja þegar þessi úrræði. Þau deila lykilþáttum hugmyndafræði skjólshúsa og áhugavert væri að skoða mögulega samstarfsfleti í framtíðinni. Jafningjastarfmenn ættu að vinna þvert á þessa staði. Það fyrirkomulag myndi auka samstarf og samfellu á milli staða sem stjórnvöld hafa lengi óskað eftir. Það væri mikið framfaraskref að bæta við slíku sólarhringsúrræði sem rekið væri sem tilraunaverkefni til nokkra ára. Allt sem til þarf er vilji til samstarfs og hugsjón um að breyta þurfi og breyta megi staðnaðri nálgun okkar á geðheilbrigðismál. Þannig fengjum við raunverulegan og öflugan valkost við það sem nú er. Það græða allir og ekki síst þeir notendur kerfisins sem svo sárlega þurfa á annars konar þjónustu að halda. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun