Opið bréf til forsetaframbjóðenda Elín Erna Steinarsdóttir skrifar 25. maí 2024 08:01 Ég stend frammi fyrir erfiðu vali í komandi forsetakosningum þar sem um marga frambærilega frambjóðendur er að ræða og næsti forseti gæti orðið lykillinn að því að bjarga sameiginlegum eignum og auðlindum þjóðarinnar frá því að verða auðhringjum að bráð. Þess vegna vil ég spyrja ykkur eftirfarandi spurninga til að hjálpa mér og örugglega fleirum að velja. 1. Ætlar þú sem forseti fyrst og fremst að tala til þjóðarinnar á fallegu íslensku máli eða ætlarðu að hlusta á og virða alla óháð, stétt, stöðu, efnahag, kynferði, trúar, uppruna og öðru sem fólki kann að detta í hug að flokka okkur eftir? 2. Munt þú sem forseti taka þátt í pólitísku þrefi við þjóðina um stór, mikilvæg og umdeild lagafrumvörp eða hlusta á ákall þjóðar um beint lýðræði ? 3. Ætlar þú að vera hlutlaus og auðmjúkur gagnvart valdi þjóðarinnar eða hyggst þú taka afstöðu með stjórnvöldum og vera sjálfvirk undirskriftavél stjórnvalda? 4. Munt þú yfir höfuð lesa lög yfir og ígrunda áður en þú skrifar undir þau í nafni þjóðarinnar? 5. Berð þú virðingu fyrir því valdi (umboði) sem þjóðin veitir þér að skrifa undir lög fyrir hana? 6. Ætlar þú sem forseti að skrifa undir lög um eignasölu og framsal auðlinda eða leyfa eigendum að kjósa um það? 7. Munt þú sem forseti spyrja stjórnarskrárgjafann (þjóðina) álits (þjóðaratkvæðagreiðsla) eða munt þú skrifar undir lög sem fela í sér brot á stjórnarskrá? 8. Á vakt næsta forseta Íslands gæti þjóðin misst forræðið yfir fjörðum landsins, tapað fleiri dýrmætum eigum s.s. Landsvirkjun og Landsbankanum sem skila okkur tug milljörðum á hverju ári, auk fleiri dýrmætra eigna. Munt þú sem forseti taka þátt í þeirri eignaupptöku almenningseigna? 9. Munt þú sem forseti fara eftir stjórnarskrá eða hefðum ef þetta tvennt stangast á? 10. Munt þú sem forseti samþykkja skipan ráðherra sem eru þingmenn og sameina þar með löggjafarvald og framkvæmdavald sem á samkvæmt stjórnarskrá að vera tvö aðskilin valdsvið? 11. Munt þú tala fyrir því að dómarar séu ekki skipaðir af framkvæmdavaldinu (ráðherra) og vera þannig undir hæl þess? 12. Hefur þú þegið styrki eða aðstoð í kosningabaráttunni frá fjársterkum aðilum sem kunna að ágirnast sameiginlegar eigur okkar og auðlindir? Svör óskast á opinberum vettvangi. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ég stend frammi fyrir erfiðu vali í komandi forsetakosningum þar sem um marga frambærilega frambjóðendur er að ræða og næsti forseti gæti orðið lykillinn að því að bjarga sameiginlegum eignum og auðlindum þjóðarinnar frá því að verða auðhringjum að bráð. Þess vegna vil ég spyrja ykkur eftirfarandi spurninga til að hjálpa mér og örugglega fleirum að velja. 1. Ætlar þú sem forseti fyrst og fremst að tala til þjóðarinnar á fallegu íslensku máli eða ætlarðu að hlusta á og virða alla óháð, stétt, stöðu, efnahag, kynferði, trúar, uppruna og öðru sem fólki kann að detta í hug að flokka okkur eftir? 2. Munt þú sem forseti taka þátt í pólitísku þrefi við þjóðina um stór, mikilvæg og umdeild lagafrumvörp eða hlusta á ákall þjóðar um beint lýðræði ? 3. Ætlar þú að vera hlutlaus og auðmjúkur gagnvart valdi þjóðarinnar eða hyggst þú taka afstöðu með stjórnvöldum og vera sjálfvirk undirskriftavél stjórnvalda? 4. Munt þú yfir höfuð lesa lög yfir og ígrunda áður en þú skrifar undir þau í nafni þjóðarinnar? 5. Berð þú virðingu fyrir því valdi (umboði) sem þjóðin veitir þér að skrifa undir lög fyrir hana? 6. Ætlar þú sem forseti að skrifa undir lög um eignasölu og framsal auðlinda eða leyfa eigendum að kjósa um það? 7. Munt þú sem forseti spyrja stjórnarskrárgjafann (þjóðina) álits (þjóðaratkvæðagreiðsla) eða munt þú skrifar undir lög sem fela í sér brot á stjórnarskrá? 8. Á vakt næsta forseta Íslands gæti þjóðin misst forræðið yfir fjörðum landsins, tapað fleiri dýrmætum eigum s.s. Landsvirkjun og Landsbankanum sem skila okkur tug milljörðum á hverju ári, auk fleiri dýrmætra eigna. Munt þú sem forseti taka þátt í þeirri eignaupptöku almenningseigna? 9. Munt þú sem forseti fara eftir stjórnarskrá eða hefðum ef þetta tvennt stangast á? 10. Munt þú sem forseti samþykkja skipan ráðherra sem eru þingmenn og sameina þar með löggjafarvald og framkvæmdavald sem á samkvæmt stjórnarskrá að vera tvö aðskilin valdsvið? 11. Munt þú tala fyrir því að dómarar séu ekki skipaðir af framkvæmdavaldinu (ráðherra) og vera þannig undir hæl þess? 12. Hefur þú þegið styrki eða aðstoð í kosningabaráttunni frá fjársterkum aðilum sem kunna að ágirnast sameiginlegar eigur okkar og auðlindir? Svör óskast á opinberum vettvangi. Höfundur er fyrrverandi leikskólastjóri.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar