Kosningaáróður skrifstofu Alþingis? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 7. júní 2024 08:00 Nú fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Eins og ritstjórn Morgunblaðsins hefur bent á, benda skoðanakannanir til þess að popúlískir og svokallaðir „róttækir hægriflokkar“ dragi til sín mikið fylgi. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt farið yfir umdeilda flokkun umræddra stjórnmálaflokka til hægri, enda tali þeir fæstir fyrir einstaklingsfrelsi og þeim mun fleiri aðhyllist miðstýringu og aukin ríkisafskipti. Það er öllu heldur mótstaða flokkanna við stóraukinn fjölda innflytjenda og hælisleitenda til Evrópu sem hefur leitt til þessa merkimiða. Sú afmörkun fellur ekki vel að hefðbundinni flokkun stjórnmálanna í hægri og vinstri. Þessi þróun ráðandi stjórnmálaafla innan Evrópuþingsins hefur vofað yfir í einhvern tíma og valdið töluverðum titringi í Brussel. Við þingmenn sem sóttum fund þingmannanefndar EES í Strassborg fyrr í vetur fórum ekki varhluta af því. Á fundinum, sem fór fram í Evrópuþinginu sjálfu, fengum við einkar áhugaverðan fyrirlestur frá forstöðumanni kosningaherferðaskrifstofu Evrópuþingsins (e. Directorate for Campaigns). Forstöðumaðurinn („óháði“ embættismaðurinn) fór þar grímulaust yfir áhyggjur Brusselvaldsins af vinsældabylgju fyrrgreindra flokka. Þeir væru enda mjög gagnrýnir á Evrópusambandið. Því væri mikilvægt fyrir Evrópuþingið að standa fyrir kröftugri kosningaherferð um mikilvægi Evrópuþingskosninga. Góð þátttaka í þeim væri líklegri til að draga úr vægi framangreindra flokka. Ég staldraði við þessi skilaboð. Auðvitað er mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt til að kjósa og í sjálfu sér jákvætt að hvetja til kosningaþátttöku. Hvernig fyndist okkur annars sú hugmynd að skrifstofa Alþingis ræki kosningabaráttu og talaði fyrir (eða gegn) ákveðnum kosningaúrslitum? Þessi orðræða kom í það minnsta illa við mig. Ég gerði því athugasemd og spurði fyrirlesarann að því hvort þetta væru ekki veigamikil rök í málflutningi þessara róttæku flokka, þ.e.a.s. að afskipti Brusselvaldsins og embættismanna væri komin út fyrir öll velsæmismörk. Sömuleiðis að útþensla og kostnaður hefðu aukist úr hófi. Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum kosninganna. Þær varða okkur auðvitað óbeint vegna náins samstarfs okkar við Evrópusambandið. Hitt er svo annað mál hvort embættismönnum Evrópuþingsins verður að ósk sinni. Eða hvort þeir sem eiga taki til sín verðskuldaða gagnrýni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Diljá Mist Einarsdóttir Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Sjá meira
Nú fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Eins og ritstjórn Morgunblaðsins hefur bent á, benda skoðanakannanir til þess að popúlískir og svokallaðir „róttækir hægriflokkar“ dragi til sín mikið fylgi. Í umfjöllun blaðsins er jafnframt farið yfir umdeilda flokkun umræddra stjórnmálaflokka til hægri, enda tali þeir fæstir fyrir einstaklingsfrelsi og þeim mun fleiri aðhyllist miðstýringu og aukin ríkisafskipti. Það er öllu heldur mótstaða flokkanna við stóraukinn fjölda innflytjenda og hælisleitenda til Evrópu sem hefur leitt til þessa merkimiða. Sú afmörkun fellur ekki vel að hefðbundinni flokkun stjórnmálanna í hægri og vinstri. Þessi þróun ráðandi stjórnmálaafla innan Evrópuþingsins hefur vofað yfir í einhvern tíma og valdið töluverðum titringi í Brussel. Við þingmenn sem sóttum fund þingmannanefndar EES í Strassborg fyrr í vetur fórum ekki varhluta af því. Á fundinum, sem fór fram í Evrópuþinginu sjálfu, fengum við einkar áhugaverðan fyrirlestur frá forstöðumanni kosningaherferðaskrifstofu Evrópuþingsins (e. Directorate for Campaigns). Forstöðumaðurinn („óháði“ embættismaðurinn) fór þar grímulaust yfir áhyggjur Brusselvaldsins af vinsældabylgju fyrrgreindra flokka. Þeir væru enda mjög gagnrýnir á Evrópusambandið. Því væri mikilvægt fyrir Evrópuþingið að standa fyrir kröftugri kosningaherferð um mikilvægi Evrópuþingskosninga. Góð þátttaka í þeim væri líklegri til að draga úr vægi framangreindra flokka. Ég staldraði við þessi skilaboð. Auðvitað er mikilvægt að nýta lýðræðislegan rétt til að kjósa og í sjálfu sér jákvætt að hvetja til kosningaþátttöku. Hvernig fyndist okkur annars sú hugmynd að skrifstofa Alþingis ræki kosningabaráttu og talaði fyrir (eða gegn) ákveðnum kosningaúrslitum? Þessi orðræða kom í það minnsta illa við mig. Ég gerði því athugasemd og spurði fyrirlesarann að því hvort þetta væru ekki veigamikil rök í málflutningi þessara róttæku flokka, þ.e.a.s. að afskipti Brusselvaldsins og embættismanna væri komin út fyrir öll velsæmismörk. Sömuleiðis að útþensla og kostnaður hefðu aukist úr hófi. Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum kosninganna. Þær varða okkur auðvitað óbeint vegna náins samstarfs okkar við Evrópusambandið. Hitt er svo annað mál hvort embættismönnum Evrópuþingsins verður að ósk sinni. Eða hvort þeir sem eiga taki til sín verðskuldaða gagnrýni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun