Viktor Gísli lagðist undir hnífinn: „Best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2024 08:31 Viktor Gísli Hallgrímsson hefur ekki spilað handbolta síðan í lok febrúar þegar liðband í olnboganum rifnaði. Hann er nú laus úr spelku eftir aðgerð og farinn að æfa í lyftingasalnum. VÍSIR/VILHELM Landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson, gekkst undir aðgerð vegna meiðsla sem hafa plagað hann undanfarin tvö ár. Hann stefnir nú á að spila handbolta á ný, laus við alla verki. Viktor hefur verið að glíma við eymsli í olnboga undanfarin tvö ár, allt frá því hann gekk til liðs við franska félagið Nantes. „Bara á annarri æfingunni með Nantes sem þetta gerðist í fyrsta skipti. Þá alltaf on/off í tvö ár. Maður spilaði með spelku en það kom aldrei alveg í veg fyrir yfirspennuna sem var vandamálið. Þetta var á innanverðum olnboganum, rifa í liðbandi.“ Í mars síðastliðnum þurfti Viktor að draga sig úr landsliðshópi Íslands fyrir leiki gegn Grikklandi. Eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga ákvað hann svo að gangast undir aðgerð. Aðgerðin gekk vel og Viktor er farinn að æfa í lyftingasalnum verkjalaus. „Var að losna úr spelku og er bara góður núna finnst mér, byrjaður að nota höndina alveg eðlilega. Nota hana í lyftingasalnum, ekkert vesen og enginn verkur.“ Missti af lokasprettinum Þrátt fyrir það var auðvitað gríðarlega svekkjandi að hafa misst af síðasta hluta tímabilsins með Nantes, sem varð franskur bikarmeistari, endaði í 2. sæti deildarinnar og komst í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Það var alveg smá súrt að vera á hliðarlínunni að horfa á, sérstaklega leikinn á móti Fusche Berlin [í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar]. Það eru leikirnir sem maður vill mest spila en ég ákvað að það yrði best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana.“ Lagðist undir hnífinn eftir að ÓL-draumurinn var úti Íslenska landsliðið missti einmitt af sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Næsta stórmót hjá strákunum okkar er Heimsmeistaramótið í janúar á næsta ári. Þar verður Ísland í riðli með Kúbu, Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Slóvenarnir eru með gott lið, mikið af leikmönnum sem spila í stærstu deildum Evrópu. Það verður stærsti leikurinn en maður fer ekki að vanmeta hin liðin, þau eru tricky og spila öðruvísi handbolta en maður er vanur. Menn eru bara bjartsýnir, seinasta mót var svekkjandi en mér fannst við gera marga góða hluti. Erum með geggjaðan hóp, geggjaða leikmenn og eigum séns á að fara langt, það er markmiðið.“ Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Sjá meira
Viktor hefur verið að glíma við eymsli í olnboga undanfarin tvö ár, allt frá því hann gekk til liðs við franska félagið Nantes. „Bara á annarri æfingunni með Nantes sem þetta gerðist í fyrsta skipti. Þá alltaf on/off í tvö ár. Maður spilaði með spelku en það kom aldrei alveg í veg fyrir yfirspennuna sem var vandamálið. Þetta var á innanverðum olnboganum, rifa í liðbandi.“ Í mars síðastliðnum þurfti Viktor að draga sig úr landsliðshópi Íslands fyrir leiki gegn Grikklandi. Eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga ákvað hann svo að gangast undir aðgerð. Aðgerðin gekk vel og Viktor er farinn að æfa í lyftingasalnum verkjalaus. „Var að losna úr spelku og er bara góður núna finnst mér, byrjaður að nota höndina alveg eðlilega. Nota hana í lyftingasalnum, ekkert vesen og enginn verkur.“ Missti af lokasprettinum Þrátt fyrir það var auðvitað gríðarlega svekkjandi að hafa misst af síðasta hluta tímabilsins með Nantes, sem varð franskur bikarmeistari, endaði í 2. sæti deildarinnar og komst í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Það var alveg smá súrt að vera á hliðarlínunni að horfa á, sérstaklega leikinn á móti Fusche Berlin [í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar]. Það eru leikirnir sem maður vill mest spila en ég ákvað að það yrði best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana.“ Lagðist undir hnífinn eftir að ÓL-draumurinn var úti Íslenska landsliðið missti einmitt af sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Næsta stórmót hjá strákunum okkar er Heimsmeistaramótið í janúar á næsta ári. Þar verður Ísland í riðli með Kúbu, Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Slóvenarnir eru með gott lið, mikið af leikmönnum sem spila í stærstu deildum Evrópu. Það verður stærsti leikurinn en maður fer ekki að vanmeta hin liðin, þau eru tricky og spila öðruvísi handbolta en maður er vanur. Menn eru bara bjartsýnir, seinasta mót var svekkjandi en mér fannst við gera marga góða hluti. Erum með geggjaðan hóp, geggjaða leikmenn og eigum séns á að fara langt, það er markmiðið.“
Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Sjá meira