Fjórar brýnar ástæður til að hætta viðskiptum við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar 12. júní 2024 12:00 Ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd er örugglega óvinsælasta fyrirtæki á Íslandi því samkvæmt könnun vilja um 60% Íslendinga ekki skipta við þau fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd. Ástæðurnar eru ummæli forstjóra fyrirtækisins um að Rapyd standi með Ísrael í stríðinu á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo framarlega sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi sami maður er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi. Við þetta bætist að Rapyd hefur sett á stofn sérstakt „war room“ til að vinna með ísraelska hernum að því að finna peningasendingar til andstæðinga Ísraels eins og Hamas samtakanna. Rapyd styður þannig ekki bara hernaðinn á Gaza - heldur tekur beinan þátt í honum. Vegna þessa viljum við mörg alls ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Enn eru þó fjölmörg sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki sem ennþá skipta við fyrirtækið. Hér eru fjórar brýnar ástæður til að hætta þeim viðskiptum strax í dag: 1. Rapyd stundar viðskipti í ólöglegum landtökubyggðum Ísraels í Palestínu og við eigum alls ekki að skipta við fyrirtæki sem það gera. Utanríkisráðherra Noregs sendi nýlega viðvörun til þarlendra fyrirtækja um að eiga ekki í viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðum vegna þess að með því að skipta við þessi fyrirtæki stuðli þau að brotum á alþjóðalögum þar á meðal alþjóðlegum mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa Evrópusambandið og mörg einstök ríki gefið út. Þessar viðvaranir gildia líka um sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi sem eiga í viðskiptum við Rapyd. Er það raunverulega vilji og ásetningur þessara aðila að stuðla að brotum á alþjóðalögum? 2. Bein þáttaka Rapyd í stríðinu á Gaza gerir fyrirtækið beinlínis samsekt í þjóðarmorðinu sem þar er verið að fremja. Alþjóðadómstóllinn í Haag sagð í byrjun árs að líklega séu Ísraelsmenn að fremja þjóðarmorð en endanlegur úrskurður dómstólsins er ekki kominn. Vilja sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi virkilega eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði? Þessari spurningu þurfa þau að svara. Svarið skiptir okkur öll máli, okkur sem búum í þessum sveitafélögum og eigum í viðskiptum við þessar stofnanir og fyrirtæki. Við getum sniðgengið fyrirtæki sem nota Rapyd og það gerum við nú þegar í stórum stíl (sjá hirdir.is). Við eigum efiðara með að sniðganga sveitafélög og stofnanir en við gerum hins vegar sterkari siðferðilegar kröfur til þeirra. Þau starfa á samfélagslegum grunni og eiga að virða og fylgja siðferðilegum viðmiðum. Viðskipti við fyrirtæki sem taka þátt í þjóðarmorði er ekki innan þeirra viðmiða. 3. Könnun Maskínu frá því í mars sýnir að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd sem færsluhirði. Reikna má með að þessi tala hafi hækkað á þeim mánuðum sem síðan hafa liðið og við höfum þurft að horfa upp á fleiri morð á konum og börnum og hungursneyðina sem þar ríkir núna. Það er eðlilegt að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki taki tillit til þessa einlæga vilja meirihluta landsmanna. Fögur orð um samfélagslega ábyrgð eru innantóm ef þeim fylgja engar gjörðir. 4. Á Íslandi býr núna töluvert af fólki frá Palestínu og þetta fólk er hluti af samfélagi okkar. Það er ekki verjandi að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki bjóði þessu fólki upp á að skipta við Rapyd sem styður með beinum hætti dráp á vinum þeirra og ættingjum. Ábyrgð þeirra sem eru í forsvari fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki er mikil - og undan henni verður ekki vikist. Fyrir flesta er mjög einfalt að skipta. Eitt símtal við samkeppnisaðila Rapyd er allt sem þarf. Ef reksturinn er flókinn getur þetta verið meira mál en mörg slík fyrirtæki hafa engu að síður tekið skrefið og uppskorið ánægju almennings. Nýjasta dæmið um það eru Hagar sem eiga Hagkaup og Bónus sem nýlega hættu viðskiptum við Rapyd. Hagar eiga líka Olís en þar munu skiptin taka eitthvað lengri tíma. Það er engin afsökun fyrir því að skipta ekki um færsluhirði - og ekki eftir neinu að bíða. Hættum öllum viðskiptum við Rapyd - strax í dag. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd er örugglega óvinsælasta fyrirtæki á Íslandi því samkvæmt könnun vilja um 60% Íslendinga ekki skipta við þau fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd. Ástæðurnar eru ummæli forstjóra fyrirtækisins um að Rapyd standi með Ísrael í stríðinu á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo framarlega sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi sami maður er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi. Við þetta bætist að Rapyd hefur sett á stofn sérstakt „war room“ til að vinna með ísraelska hernum að því að finna peningasendingar til andstæðinga Ísraels eins og Hamas samtakanna. Rapyd styður þannig ekki bara hernaðinn á Gaza - heldur tekur beinan þátt í honum. Vegna þessa viljum við mörg alls ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Enn eru þó fjölmörg sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki sem ennþá skipta við fyrirtækið. Hér eru fjórar brýnar ástæður til að hætta þeim viðskiptum strax í dag: 1. Rapyd stundar viðskipti í ólöglegum landtökubyggðum Ísraels í Palestínu og við eigum alls ekki að skipta við fyrirtæki sem það gera. Utanríkisráðherra Noregs sendi nýlega viðvörun til þarlendra fyrirtækja um að eiga ekki í viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðum vegna þess að með því að skipta við þessi fyrirtæki stuðli þau að brotum á alþjóðalögum þar á meðal alþjóðlegum mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa Evrópusambandið og mörg einstök ríki gefið út. Þessar viðvaranir gildia líka um sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi sem eiga í viðskiptum við Rapyd. Er það raunverulega vilji og ásetningur þessara aðila að stuðla að brotum á alþjóðalögum? 2. Bein þáttaka Rapyd í stríðinu á Gaza gerir fyrirtækið beinlínis samsekt í þjóðarmorðinu sem þar er verið að fremja. Alþjóðadómstóllinn í Haag sagð í byrjun árs að líklega séu Ísraelsmenn að fremja þjóðarmorð en endanlegur úrskurður dómstólsins er ekki kominn. Vilja sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi virkilega eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði? Þessari spurningu þurfa þau að svara. Svarið skiptir okkur öll máli, okkur sem búum í þessum sveitafélögum og eigum í viðskiptum við þessar stofnanir og fyrirtæki. Við getum sniðgengið fyrirtæki sem nota Rapyd og það gerum við nú þegar í stórum stíl (sjá hirdir.is). Við eigum efiðara með að sniðganga sveitafélög og stofnanir en við gerum hins vegar sterkari siðferðilegar kröfur til þeirra. Þau starfa á samfélagslegum grunni og eiga að virða og fylgja siðferðilegum viðmiðum. Viðskipti við fyrirtæki sem taka þátt í þjóðarmorði er ekki innan þeirra viðmiða. 3. Könnun Maskínu frá því í mars sýnir að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd sem færsluhirði. Reikna má með að þessi tala hafi hækkað á þeim mánuðum sem síðan hafa liðið og við höfum þurft að horfa upp á fleiri morð á konum og börnum og hungursneyðina sem þar ríkir núna. Það er eðlilegt að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki taki tillit til þessa einlæga vilja meirihluta landsmanna. Fögur orð um samfélagslega ábyrgð eru innantóm ef þeim fylgja engar gjörðir. 4. Á Íslandi býr núna töluvert af fólki frá Palestínu og þetta fólk er hluti af samfélagi okkar. Það er ekki verjandi að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki bjóði þessu fólki upp á að skipta við Rapyd sem styður með beinum hætti dráp á vinum þeirra og ættingjum. Ábyrgð þeirra sem eru í forsvari fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki er mikil - og undan henni verður ekki vikist. Fyrir flesta er mjög einfalt að skipta. Eitt símtal við samkeppnisaðila Rapyd er allt sem þarf. Ef reksturinn er flókinn getur þetta verið meira mál en mörg slík fyrirtæki hafa engu að síður tekið skrefið og uppskorið ánægju almennings. Nýjasta dæmið um það eru Hagar sem eiga Hagkaup og Bónus sem nýlega hættu viðskiptum við Rapyd. Hagar eiga líka Olís en þar munu skiptin taka eitthvað lengri tíma. Það er engin afsökun fyrir því að skipta ekki um færsluhirði - og ekki eftir neinu að bíða. Hættum öllum viðskiptum við Rapyd - strax í dag. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun