Hvers eiga Vestfirðingar að gjalda? Ingólfur Ásgeirsson skrifar 13. júní 2024 11:30 Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar. Fólkið sem býr fyrir vestan hefur ekkert sér til sakar unnið að talað sé um það með þessum hætti. Á Vestfjörðum búa um 7.200 manns. Ársverk í sjókvíaeldi á öllu landinu (Austfirðir meðtaldir) eru 330 samkvæmt nýjustu ársreikningum fyrirtækja í þessum iðnaði. Þar af sinna þeim að stórum hluta erlendir farandstarfsmenn, sem dvelja hér á landi tímabundið. Til upprifjunar má minna á skýrslu Hagfræðistofnunar um sjókvíaeldi, sem birt var síðastliðinn vetur. Þar kemur fram að undanfarinn áratug, þar sem sjókvíaeldi á laxi er mest við Ísland, á sunnanverðum Vestfjörðum, hefur íslenskum ríkisborgurum fækkað jafnt og þétt. Börnum hefur fækkað, fjölskyldum hefur fækkað og karlar eru orðnir hlutfallslega fleiri en konur svo töluverður munar. Tölurnar í skýrslunni afsanna að sjókvíaeldi á laxi styrki varanlega búsetu í brothættum sjávarbyggðum. Hlutdeild sjókvíaeldis á laxi í atvinnu á landinu í heild er um 0,2 prósent. Álit Runólfs á þrautseigju fólks fyrir vestan er lítið (ekkert) ef hann telur að það muni leggja svæðið í eyði ef þessi skaðlega stóriðja hverfur á braut. Ingólfur Ásgeirsson er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar. Fólkið sem býr fyrir vestan hefur ekkert sér til sakar unnið að talað sé um það með þessum hætti. Á Vestfjörðum búa um 7.200 manns. Ársverk í sjókvíaeldi á öllu landinu (Austfirðir meðtaldir) eru 330 samkvæmt nýjustu ársreikningum fyrirtækja í þessum iðnaði. Þar af sinna þeim að stórum hluta erlendir farandstarfsmenn, sem dvelja hér á landi tímabundið. Til upprifjunar má minna á skýrslu Hagfræðistofnunar um sjókvíaeldi, sem birt var síðastliðinn vetur. Þar kemur fram að undanfarinn áratug, þar sem sjókvíaeldi á laxi er mest við Ísland, á sunnanverðum Vestfjörðum, hefur íslenskum ríkisborgurum fækkað jafnt og þétt. Börnum hefur fækkað, fjölskyldum hefur fækkað og karlar eru orðnir hlutfallslega fleiri en konur svo töluverður munar. Tölurnar í skýrslunni afsanna að sjókvíaeldi á laxi styrki varanlega búsetu í brothættum sjávarbyggðum. Hlutdeild sjókvíaeldis á laxi í atvinnu á landinu í heild er um 0,2 prósent. Álit Runólfs á þrautseigju fólks fyrir vestan er lítið (ekkert) ef hann telur að það muni leggja svæðið í eyði ef þessi skaðlega stóriðja hverfur á braut. Ingólfur Ásgeirsson er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar