Sundrung á stjórnarheimilinu að koma upp á yfirborðið Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júní 2024 12:11 Eiríkur Bergmann segir ágreining Sigurðar Inga Jóhannssonar og Guðrúnar Hafsteinssonar vera pólitískan slag í grunninn. Vísir Deila dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra um starfshætti lögreglu og netsölu áfengis er til marks um ósætti á stjórnarheimilinu að sögn Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði. „Þetta er bara enn ein staðfestingin á sundrungunni á stjórnarheimilinu. Lengst af hefur togstreitan einkum verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Það hefur verið meiri friður Framsóknarflokksins við samstarfsflokkanna, og þá sérstaklega náið samstarf milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. „En þarna kemur ágreiningurinn í ljós, og þetta sýnir okkur það að flokkarnir stilla sér hver með sínum hætti í aðdraganda þingkjörs sem ekki er ýkjalangt í, sama hvernig fer.“ Í byrjun mánaðar sendi heilbrigðsráðherra bréf til fjármálaráðherra þar sem hann lýsti áhyggjum yfir þróun á áfengissölu hér á landi. Í fyrradag sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglunnar vegna netsölunnar. Í kjölfarið sagði dómsmálaráðherra að það væri ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að hvetja lögreglu eða saksóknara til að hefja sakamálarannsókn. Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar. „Það eru ekki sérstaklega góðir stjórnarhættir að mismunandi ráðuneyti og ráðherrar ríkisstjórnar séu að segja lögreglunni fyrir verkum, og hvað þá með ólíkum og mótsagnakenndum hætti. Það telst ekki til neinnar fyrirmyndarstjórnsýslu eða hefðbundinna starfshátta,“ segir Eiríkur um málið. Pólitískur slagur í grunninn Ágreiningurinn snúist þó ekki bara um starfshætti lögreglu og hvaða mál hún eigi að rannsaka, heldur sé slagurinn pólitískur. „Þessir flokkar hafa mismunandi afstöðu til ríkiseinokunar í áfengissölu. Það hefur alveg legið ljóst fyrir. Allavega Vinstri grænir og ég tel megnið af Framsóknarflokknum hefur verið fylgjandi ríkiseinokun í áfengissölu. Á meðan eru þeir sem hafa vilja opna fyrir einkasölu á áfengi hafa verið flestir í Sjálfstæðisflokknum. Það er auðvitað augljóst pólitísk átakalína.“ Eiríkur segir ríkisstjórnarflokkana að það sé að reynast ríkisstjórnarflokkunum um megn að ráða niðurlögum málsins með pólitískum hætti. „Og því eru þeir að beita fyrir sér öðrum sviðum ríkisvaldsins til þess að ná sínu fram,“ segir hann. „Það að ríkiseinokun á áfengisölu sé smám saman að brotna upp í þjóðfélaginu vegna einkaaðila á markaði án þess að ríkisvaldið viti í hvorn fótinn það á að stíga. Það segir auðvitað heilmikla sögu um málið. Að þetta mál sé allt í einu komið í eitthvað lagalegt tómarúm sem ríkisstjórnin er algjörlega ófær um að takast á við með pólitískum hætti segir mjög margt.“ Katrín hafi oft haldið pottlokinu á Nú var stundum sagt að Katrín Jakobsdóttir væri límið í þessari ríkisstjórn. Hefur brotthvarf hennar einhver áhrif á þetta? „Það var orðið augljóst að óþolið var farið að magnast verulega innan ríkisstjórnarinnar. En Katrínu hafði tekist að halda pottlokinu á því sem kraumaði undir niðri,“ segir Eiríkur sem bætir við að það að hafi haldið Vinstri grænum rólegum að þeir væru með forsætisráðuneytið. „En það er allt bara að brotna upp þó þessi deila sé milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
„Þetta er bara enn ein staðfestingin á sundrungunni á stjórnarheimilinu. Lengst af hefur togstreitan einkum verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Það hefur verið meiri friður Framsóknarflokksins við samstarfsflokkanna, og þá sérstaklega náið samstarf milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. „En þarna kemur ágreiningurinn í ljós, og þetta sýnir okkur það að flokkarnir stilla sér hver með sínum hætti í aðdraganda þingkjörs sem ekki er ýkjalangt í, sama hvernig fer.“ Í byrjun mánaðar sendi heilbrigðsráðherra bréf til fjármálaráðherra þar sem hann lýsti áhyggjum yfir þróun á áfengissölu hér á landi. Í fyrradag sendi fjármálaráðherra erindi til lögreglunnar vegna netsölunnar. Í kjölfarið sagði dómsmálaráðherra að það væri ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að hvetja lögreglu eða saksóknara til að hefja sakamálarannsókn. Fjármálaráðherra segist ekki hafa hvatt til sakamálarannsóknar. „Það eru ekki sérstaklega góðir stjórnarhættir að mismunandi ráðuneyti og ráðherrar ríkisstjórnar séu að segja lögreglunni fyrir verkum, og hvað þá með ólíkum og mótsagnakenndum hætti. Það telst ekki til neinnar fyrirmyndarstjórnsýslu eða hefðbundinna starfshátta,“ segir Eiríkur um málið. Pólitískur slagur í grunninn Ágreiningurinn snúist þó ekki bara um starfshætti lögreglu og hvaða mál hún eigi að rannsaka, heldur sé slagurinn pólitískur. „Þessir flokkar hafa mismunandi afstöðu til ríkiseinokunar í áfengissölu. Það hefur alveg legið ljóst fyrir. Allavega Vinstri grænir og ég tel megnið af Framsóknarflokknum hefur verið fylgjandi ríkiseinokun í áfengissölu. Á meðan eru þeir sem hafa vilja opna fyrir einkasölu á áfengi hafa verið flestir í Sjálfstæðisflokknum. Það er auðvitað augljóst pólitísk átakalína.“ Eiríkur segir ríkisstjórnarflokkana að það sé að reynast ríkisstjórnarflokkunum um megn að ráða niðurlögum málsins með pólitískum hætti. „Og því eru þeir að beita fyrir sér öðrum sviðum ríkisvaldsins til þess að ná sínu fram,“ segir hann. „Það að ríkiseinokun á áfengisölu sé smám saman að brotna upp í þjóðfélaginu vegna einkaaðila á markaði án þess að ríkisvaldið viti í hvorn fótinn það á að stíga. Það segir auðvitað heilmikla sögu um málið. Að þetta mál sé allt í einu komið í eitthvað lagalegt tómarúm sem ríkisstjórnin er algjörlega ófær um að takast á við með pólitískum hætti segir mjög margt.“ Katrín hafi oft haldið pottlokinu á Nú var stundum sagt að Katrín Jakobsdóttir væri límið í þessari ríkisstjórn. Hefur brotthvarf hennar einhver áhrif á þetta? „Það var orðið augljóst að óþolið var farið að magnast verulega innan ríkisstjórnarinnar. En Katrínu hafði tekist að halda pottlokinu á því sem kraumaði undir niðri,“ segir Eiríkur sem bætir við að það að hafi haldið Vinstri grænum rólegum að þeir væru með forsætisráðuneytið. „En það er allt bara að brotna upp þó þessi deila sé milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Áfengi og tóbak Alþingi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent