Er lýðræðinu viðbjargandi? Reynir Böðvarsson skrifar 14. júní 2024 19:01 Það er fróðlegt að litast um á hinu íslenska pólitíska sviði þessa dagana. Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt skoðanakönnunum í lægstu lægðum, VG að hverfa og Samfylkingin stærri en oftast og á hraðferð til hægri, algjörri hraðferð án stoppistöðva að virðist. Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurin og Flokkur fólksins óttast um kjósendur sína og eru farin að nota botnvörpur við atkvæðaveiðar í drullupollum útlendingaandúðar. Lítið veiðist þó nema flækingsfiskurinn skautun sem hingað til hefur verið sjaldgæfur á Íslandi en hefur fundist í stórum torfum bæði í BNA og svo víða í Evrópu. Samfylkingin veiðir svolítið í þessum pollum en þó mest bara á stöng. Framsóknarflokkurinn bíður átekta eins og venjulega, ríður aldrei á vaðið hræddur volæðingur sem hann er, en ætlar að hrifsa til sín veiðina á lokasprettinum hvaðan sem hún kemur. Viðreisn vill fara í ESB! Auðvitað er þetta ömurlegt leikrit sem sett er á svið fyrir okkur kjósendur. Nýfrjálshyggja og útlendingahatur er það eina sem er í boði. Það er nánast sama hvar borið er niður í pólitísku flórunni þá er hún blá og það er vond lykt af henni. Eigum við þetta bara skilið vitlaus sem við erum eða eru einhverjar aðrar skýringar til á þessu? Er eitthvað að lýðræðinu sem veldur þessari þróun, ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar um heim? Ég hef verið á þeirri skoðun lengi að raunverulegt lýðræði sé ekki framkvæmanlegt nema að upplýsingamiðlun til fólksins sé hluti af skilgreiningu þess. Nú hefur þróunin orðið sú að það eru annaðhvort stjórnvöld eða peningavöld sem hafa makt í yfir fjölmiðlum sem mata fólkið með ranghugmyndum um raunveruleikann. Óháðir ríkisfjölmiðlar hafa æ minna vægi í flestum löndum og sumstaðar hefur þeim verið breytt í gjallarhorn stjórnvalda og jafnvel peningavaldsins. Við höfum dómstóla sem eiga að vera sjálfstæðir gagnvart valdhöfum og peningaöflum. Við teljum að það sé hægt að reka slíkar stofnanir og nauðsynlegt. Það er líka mögulegt að skapa og reka óháða og sterka fjölmiðlun, sjónvarp, útvarp og samfélagsmiðla, sem væru án auglýsinga og með alla samfélagsþjónustu í einu viðmóti. Ég hef talað fyrir Nordbok sem væri norænn samfélagsmiðill sem væri svo vel úr garði gerður, með alla samfélagsþjónustu á einum stað, að enginn sæi sér fært að vera án. Næði þar með til allra og sinnti þörfum okkar fyrir upplýsingar og samskipti án algoritma kapítalistana. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Reynir Böðvarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er fróðlegt að litast um á hinu íslenska pólitíska sviði þessa dagana. Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt skoðanakönnunum í lægstu lægðum, VG að hverfa og Samfylkingin stærri en oftast og á hraðferð til hægri, algjörri hraðferð án stoppistöðva að virðist. Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurin og Flokkur fólksins óttast um kjósendur sína og eru farin að nota botnvörpur við atkvæðaveiðar í drullupollum útlendingaandúðar. Lítið veiðist þó nema flækingsfiskurinn skautun sem hingað til hefur verið sjaldgæfur á Íslandi en hefur fundist í stórum torfum bæði í BNA og svo víða í Evrópu. Samfylkingin veiðir svolítið í þessum pollum en þó mest bara á stöng. Framsóknarflokkurinn bíður átekta eins og venjulega, ríður aldrei á vaðið hræddur volæðingur sem hann er, en ætlar að hrifsa til sín veiðina á lokasprettinum hvaðan sem hún kemur. Viðreisn vill fara í ESB! Auðvitað er þetta ömurlegt leikrit sem sett er á svið fyrir okkur kjósendur. Nýfrjálshyggja og útlendingahatur er það eina sem er í boði. Það er nánast sama hvar borið er niður í pólitísku flórunni þá er hún blá og það er vond lykt af henni. Eigum við þetta bara skilið vitlaus sem við erum eða eru einhverjar aðrar skýringar til á þessu? Er eitthvað að lýðræðinu sem veldur þessari þróun, ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar um heim? Ég hef verið á þeirri skoðun lengi að raunverulegt lýðræði sé ekki framkvæmanlegt nema að upplýsingamiðlun til fólksins sé hluti af skilgreiningu þess. Nú hefur þróunin orðið sú að það eru annaðhvort stjórnvöld eða peningavöld sem hafa makt í yfir fjölmiðlum sem mata fólkið með ranghugmyndum um raunveruleikann. Óháðir ríkisfjölmiðlar hafa æ minna vægi í flestum löndum og sumstaðar hefur þeim verið breytt í gjallarhorn stjórnvalda og jafnvel peningavaldsins. Við höfum dómstóla sem eiga að vera sjálfstæðir gagnvart valdhöfum og peningaöflum. Við teljum að það sé hægt að reka slíkar stofnanir og nauðsynlegt. Það er líka mögulegt að skapa og reka óháða og sterka fjölmiðlun, sjónvarp, útvarp og samfélagsmiðla, sem væru án auglýsinga og með alla samfélagsþjónustu í einu viðmóti. Ég hef talað fyrir Nordbok sem væri norænn samfélagsmiðill sem væri svo vel úr garði gerður, með alla samfélagsþjónustu á einum stað, að enginn sæi sér fært að vera án. Næði þar með til allra og sinnti þörfum okkar fyrir upplýsingar og samskipti án algoritma kapítalistana. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun