„Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar“ Jón Þór Stefánsson skrifar 15. júní 2024 19:54 Kristján Loftsson framkvæmdastjóri og stærsti eigandi Hvals hf. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf., furðar sig á orðum Vinstri grænna um að útgáfa hvalveiðileyfis sé óhjákvæmilegt í núverandi lagaumhverfi vegna þess hve langan tíma það tók matvælaráðherra að gefa út hvalveiðileyfi. „Þeir ættu þá að vinna eftir þessum lögum,“ sagði Kristján í kvöldfréttum Stöðvar 2 um þessa skoðun Vinstri grænna. „Þeir hanga hér frá því í janúar þangað til núna. Það sýnir bara hvað þetta fólk er framtakssamt.“ Kristján segir að allt hafi verið gert til að setja Hval stólinn fyrir dyrnar. „Þetta byrjar á Katrínu Jakobsdóttur, hún er þarna lengst ráðherra matvælaráðuneytisins, síðan er Svandís Svavarsdóttir í einhverja daga, og svo kemur Olsen þarna í restina. Ef það er svona þá eru þau ekki að fara eftir lögum. Þau draga tímann því þetta er bara þeirra stefna.“ Munu ekki hreyfa sig í sumar Kristján segir að það veiðileyfi sem hafi verið gefið út gangi ekki. Það þurfi miklu lengri tíma til að undirbúa hvalveiðar. „Það er alveg vonlaust dæmi. Bæði að fá vant fólk og ná í ýmislegt sem þarf til þess. En þetta er gert af ásettu ráði.“ Þannig það verða ekki hvalveiðar? „Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar.“ Hvernig líður þér með það? „Þetta er bara Ísland í dag.“ Hann segist ætla að sækja um hvalveiðileyfi aftur á næsta ári og þá telur hann að það hljóti að taka minni tíma að samþykkja veiðarnar en í ár, vegna þess að lögin séu þannig að sögn Vinstri grænna. Part of the game Kristján segist stefna ótrauður áfram og ætlar ekki að láta mótmæli stoppa sig. „Mótmæli, þau hafa verið alltaf. Þetta eru einhverjir nokkrir aðilar. Þetta er alltaf sama fólkið. Þetta er eins og ég segi: Part of the game. Það væri eitthvað skrýtið ef þetta væri ekki.“ Skoðanakönnun frá Maskínu frá því maí sýndi að rétttæpur helmingur þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum en rúmur þriðjungur hlynntur þeim. Kristján segist ekki botna í andstöðu fólks á veiðunum. Þá segir hann að fólk sé oft spurt hvort það sé á móti hvalveiðum, en aldrei hvers vegna það sé á móti þeim. „Ef þú gerir skoðanakönnun á íslandi þá muntu aldrei fá alla til að vera samþykka öllu sem gert er. Það eru alltaf einhverjir á móti einhversstaðar.“ Stjórnvöldum alveg sama um lögin í landinu Kristján segir stjórnvöld virða lögin í landinu að vettugi. „Þetta fólk kann ekki annað. Svandís Svavarsdóttir fékk nú heldur betur rassskellingu frá umboðsmanni. En þessu fólki er nákvæmlega sama. Það skiptir engu máli“ Munuð þið leita réttar ykkar? „Eflaust. En við erum nú ekkert farnir að spá í það enn þá.“ Hann segir lagaumhverfið þó erfitt og nefnir sem dæmi að Hvalur hf. hafi sent ríkislögmanni bréf í janúar og að fyrirtækinu hafi enn ekki borist svör. Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Þeir ættu þá að vinna eftir þessum lögum,“ sagði Kristján í kvöldfréttum Stöðvar 2 um þessa skoðun Vinstri grænna. „Þeir hanga hér frá því í janúar þangað til núna. Það sýnir bara hvað þetta fólk er framtakssamt.“ Kristján segir að allt hafi verið gert til að setja Hval stólinn fyrir dyrnar. „Þetta byrjar á Katrínu Jakobsdóttur, hún er þarna lengst ráðherra matvælaráðuneytisins, síðan er Svandís Svavarsdóttir í einhverja daga, og svo kemur Olsen þarna í restina. Ef það er svona þá eru þau ekki að fara eftir lögum. Þau draga tímann því þetta er bara þeirra stefna.“ Munu ekki hreyfa sig í sumar Kristján segir að það veiðileyfi sem hafi verið gefið út gangi ekki. Það þurfi miklu lengri tíma til að undirbúa hvalveiðar. „Það er alveg vonlaust dæmi. Bæði að fá vant fólk og ná í ýmislegt sem þarf til þess. En þetta er gert af ásettu ráði.“ Þannig það verða ekki hvalveiðar? „Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar.“ Hvernig líður þér með það? „Þetta er bara Ísland í dag.“ Hann segist ætla að sækja um hvalveiðileyfi aftur á næsta ári og þá telur hann að það hljóti að taka minni tíma að samþykkja veiðarnar en í ár, vegna þess að lögin séu þannig að sögn Vinstri grænna. Part of the game Kristján segist stefna ótrauður áfram og ætlar ekki að láta mótmæli stoppa sig. „Mótmæli, þau hafa verið alltaf. Þetta eru einhverjir nokkrir aðilar. Þetta er alltaf sama fólkið. Þetta er eins og ég segi: Part of the game. Það væri eitthvað skrýtið ef þetta væri ekki.“ Skoðanakönnun frá Maskínu frá því maí sýndi að rétttæpur helmingur þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum en rúmur þriðjungur hlynntur þeim. Kristján segist ekki botna í andstöðu fólks á veiðunum. Þá segir hann að fólk sé oft spurt hvort það sé á móti hvalveiðum, en aldrei hvers vegna það sé á móti þeim. „Ef þú gerir skoðanakönnun á íslandi þá muntu aldrei fá alla til að vera samþykka öllu sem gert er. Það eru alltaf einhverjir á móti einhversstaðar.“ Stjórnvöldum alveg sama um lögin í landinu Kristján segir stjórnvöld virða lögin í landinu að vettugi. „Þetta fólk kann ekki annað. Svandís Svavarsdóttir fékk nú heldur betur rassskellingu frá umboðsmanni. En þessu fólki er nákvæmlega sama. Það skiptir engu máli“ Munuð þið leita réttar ykkar? „Eflaust. En við erum nú ekkert farnir að spá í það enn þá.“ Hann segir lagaumhverfið þó erfitt og nefnir sem dæmi að Hvalur hf. hafi sent ríkislögmanni bréf í janúar og að fyrirtækinu hafi enn ekki borist svör.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira