Telja lifrarbólgu E mögulega vera kynsjúkdóm Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2024 23:00 Þrívíðarmynd af próteinskel lifrarbólgu E. Mynd/NIAID Teymi bandarískra vísindamanna telur að þeir hafi fundið nýjan kynsjúkdóm sem geti leitt til banvænnar lifrabilunar eða ófrjósemi ef fólk fær ekki viðeigandi meðferð. Rannsakendur við Ohio-háskóla í Bandaríkjunum fundu lifrarbólgu E í sæðisfrumusýnum svína sem þeir telja geta gefið til kynna að veiran smitist með kynlífi. Fjallað er um málið á vef háskólans og í erlendum miðlum. Þar kemur fram að áður hafi verið talið að veiran smitaðist aðeins með menguðu vatni. Vísindamennirnir komust hins vegar að því að sæðisfrumurnar sem voru sýktar af veirunni voru ekki eins virkar og voru með genagalla. Það geti verið sönnun fyrir því að veiran spili mögulega eitthvað hlutverk í ófrjósemi karla. Umfjöllun um rannsóknina var birt í PLOS Pathogens tímaritinu. Rannsóknin var framkvæmd á svínum en æxlunarfæri þeirra eru sögð svipuð æxlunarfærum manna. Svínin voru sprautuð með veirunni og komust vísindamennirnir að því að veiran komst í blóðið en var skilað með saur. Áttatíu og fjórum dögum eftir að svínin voru sprautuð fundu vísindamennirnir veiruna í höfði sæðisfrumna svínanna. Nítján prósent sæðisfrumnanna innihéldu hluta veiruna sem þýðir að veiran getur smitast á milli svína. Vísindamenn sáu minni hreyfingu í um fjórtán prósent sæðisfrumna sem voru smitaðar af veirunni sem getur smitast í mannfólk. Fleiri sæðisfrumur í sýktum svínum voru algerlega hreyfingarlaus miðað við þau svín sem voru ekki sýkt. Þá voru sæðisfrumur í sýktum svínum líklegri til að vera óvenjulegar í stærð og lögun. Vilja að karlmenn séu skimaðir Vísindamennirnir eru nú að þrýsta á að karlmenn sem glíma við ófrjósemi verði skimaðir fyrir lifrarbólgu E og það geti mögulega verið orsök vandans. Fram kemur í frétt Daily Mail um málið að árlega greinir um 20 milljónir tilvika lifrarbólgu E um allan heim. Aðeins þrjár milljónir upplifi einhver einkenni. Sýkingarnar séu algengari í löndum þar sem ekki er greitt aðgengi að hreinu vatni. Sýktir saurgerlar komist í drykkjarvatn og smiti þau sem drekki vatnið. Til eru aðrar gerðir af lifrarbólgu en orsök hennar er yfirleitt ólíkar veirur. Smitleiðir eru einnig ólíkar og geta verið með kynlífi, blóði eða með því að deila sprautunál. Lifrarbólga E getur valdið bólgu í lifur og gulu. Þá geta önnur einkenni verið magaverkur, hiti, þyngdartap, dökkt þvag og þreyta. Flestir jafna sig á nokkrum vikum án þess að upplifa varanlega skaða á lifur. Fram kemur í frétt Daily Mail að enn eigi eftir að rannsaka þetta betur og til að skilja betur hvernig frumurnar smitist af veirunni. Fjallað var um tvö tilfelli lifrarbólgu E sem greindust á Íslandi í Læknablaðinu árið 2020. Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Kynlíf Dýr Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Fjallað er um málið á vef háskólans og í erlendum miðlum. Þar kemur fram að áður hafi verið talið að veiran smitaðist aðeins með menguðu vatni. Vísindamennirnir komust hins vegar að því að sæðisfrumurnar sem voru sýktar af veirunni voru ekki eins virkar og voru með genagalla. Það geti verið sönnun fyrir því að veiran spili mögulega eitthvað hlutverk í ófrjósemi karla. Umfjöllun um rannsóknina var birt í PLOS Pathogens tímaritinu. Rannsóknin var framkvæmd á svínum en æxlunarfæri þeirra eru sögð svipuð æxlunarfærum manna. Svínin voru sprautuð með veirunni og komust vísindamennirnir að því að veiran komst í blóðið en var skilað með saur. Áttatíu og fjórum dögum eftir að svínin voru sprautuð fundu vísindamennirnir veiruna í höfði sæðisfrumna svínanna. Nítján prósent sæðisfrumnanna innihéldu hluta veiruna sem þýðir að veiran getur smitast á milli svína. Vísindamenn sáu minni hreyfingu í um fjórtán prósent sæðisfrumna sem voru smitaðar af veirunni sem getur smitast í mannfólk. Fleiri sæðisfrumur í sýktum svínum voru algerlega hreyfingarlaus miðað við þau svín sem voru ekki sýkt. Þá voru sæðisfrumur í sýktum svínum líklegri til að vera óvenjulegar í stærð og lögun. Vilja að karlmenn séu skimaðir Vísindamennirnir eru nú að þrýsta á að karlmenn sem glíma við ófrjósemi verði skimaðir fyrir lifrarbólgu E og það geti mögulega verið orsök vandans. Fram kemur í frétt Daily Mail um málið að árlega greinir um 20 milljónir tilvika lifrarbólgu E um allan heim. Aðeins þrjár milljónir upplifi einhver einkenni. Sýkingarnar séu algengari í löndum þar sem ekki er greitt aðgengi að hreinu vatni. Sýktir saurgerlar komist í drykkjarvatn og smiti þau sem drekki vatnið. Til eru aðrar gerðir af lifrarbólgu en orsök hennar er yfirleitt ólíkar veirur. Smitleiðir eru einnig ólíkar og geta verið með kynlífi, blóði eða með því að deila sprautunál. Lifrarbólga E getur valdið bólgu í lifur og gulu. Þá geta önnur einkenni verið magaverkur, hiti, þyngdartap, dökkt þvag og þreyta. Flestir jafna sig á nokkrum vikum án þess að upplifa varanlega skaða á lifur. Fram kemur í frétt Daily Mail að enn eigi eftir að rannsaka þetta betur og til að skilja betur hvernig frumurnar smitist af veirunni. Fjallað var um tvö tilfelli lifrarbólgu E sem greindust á Íslandi í Læknablaðinu árið 2020.
Bandaríkin Heilbrigðismál Vísindi Kynlíf Dýr Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira