Hærri fæðingarorlofsgreiðslur – en bara fyrir suma foreldra Aldís Mjöll Geirsdóttir skrifar 21. júní 2024 08:30 Hámarksgreiðslur fæðingarorlofs hafa ekki hækkað síðan árið 2019. Þannig stendur í dag hámark greiðslna úr fæðingarorlofssjóði í 600.000 kr. á mánuði fyrir skatt. Það þýðir að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði geta aldrei numið hærri upphæð en 600.000 kr. á mánuði. Nú 5 árum síðar verða hámarksgreiðslur hækkaðar í 900.000 kr. vegna kjarasamninga í þeim tilgangi að „treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna“ eins og segir í greinargerð með frumvarpi ríkisstjórnarinnar þess efnis, en þó í þremur skrefum. Með hækkuninni er verið að leiðrétta þá miklu raunrýrnun fæðingarorlofsgreiðslna sem orðið hefur frá árinu 2019. „Hefði hámarkið haldið verðgildi sínu gagnvart verðlagi eða launavísitölu frá síðustu hækkun á árinu 2019 væri það á bilinu 801-885 þús. kr. í dag,” segir í umsögn Bandalags háskólamanna um frumvarpið. Þá hefur hámark fæðingarorlofsgreiðslna aldrei verið lægra í hlutfalli við launavísitöluna en á árinu 2023. Já, það er því löngu tímabært að hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs. En hvernig er útfærslan? Óréttlát útfærsla ríkisstjórnarinnar Lagt er til að fyrsti áfangi hækkunarinnar nái til foreldra sem eignuðust barn fyrir 1. janúar 2025. Þessi hækkun er því nokkuð almenn og nær til flestra. Hækkunin átti upphaflega aðeins að ná til foreldra barna sem fædderu eftir 1. apríl 2024, en í gær birtist á vef Alþingis breytingartillaga frá meiri hluta velferðarnefndar Alþingis þess efnis að hækkunin nái til allra foreldra barna sem fædd eru fyrir 1. janúar 2025. Næsti áfangi: Hækkun úr 700.000 kr. í 800.000 kr. Hún er aðeins fyrirhuguð fyrir foreldra sem eignast barn milli 1. janúar 2025 og 31. desember 2025. Þriðji og síðasti áfangi: Hækkun úr 800.000 kr. í 900.000 kr. Hún er aðeins fyrirhuguð fyrir foreldra barna sem fæðast eftir 1. janúar 2026. Síðari tveir áfangar eiga sem sagt aðeins að gilda fyrir suma foreldra en ekki alla sem eru í eða munu taka fæðingarorlof á gildistímanum. Tökum dæmi: Tvö börn fæðast, annað 31. desember 2024 og hitt 1. janúar 2025. Foreldrar barnanna verða í orlofi á nákvæmlega sama tíma en fá mismunandi greiðslur. Foreldrar fyrra barnsins eru bundnir við 700.000 kr. hámarksgreiðslur alla 12 mánuði orlofsins en foreldrar seinna barnsins fá að hámarki 800.000 kr. á mánuði. Þannig getur einn dagur, jafnvel nokkrar mínútur, ráðið úrslitum um það hvort foreldrar sem eru annars á sama tíma í fæðingarorlofi fái greiðslur sem munar um 1,2 milljón króna til heimilisins á ári. Ég fagna því að ríkisstjórnin hafi áttað sig á því misrétti sem felst í því að fyrsti áfangi nái ekki til allra foreldra sem nú eru í fæðingarorlofi, einfaldlega því barn þeirra fæddist á ákveðnum degi. En furða mig á því að hið sama eigi ekki við síðari tvo áfanga hækkunarinnar enda um nákvæmlega sömu stöðu að ræða. Myndi það teljast eðlileg og sanngjörn framkvæmd að hækkun á atvinnuleysisbótum sem hefði gildistíma frá 1. janúar 2025 miðaðist við þann dag er fólk missti vinnuna? Þannig að hækkun greiðslnanna næði ekki til allra sem rétt ættu til atvinnuleysisbóta heldur aðeins þeirra sem misstu vinnuna eftir að hækkunin tók gildi? Ég efast um að slík mismunun á greiðslum úr atvinnuleysistryggingasjóði fengi að viðgangast. Stjórnvöld virðast hins vegar treysta því að ungt fólk sem er upptekið við að búa til og fæða börn láti ýmislegt yfir sig ganga. Það er misrétti fólgið í því að miða hækkanir við fæðingardag barns og það gengur augljóslega gegn sanngirnissjónarmiðum. Foreldrar sem rétt eiga til fæðingarorlofs eiga að sjálfsögðu að sitja við sama borð og fá sömu greiðslur frá fæðingarorlofssjóði. Foreldrarnir í dæminu að framan búa við sömu verðbólgu, himinháu vexti og hækkandi kostnað matarkörfunnar. Hið sama á við um foreldra sem eignast barn með lengra millibili, en eru í orlofi á sama tíma. Fæðingardagur barns breytir engu þar um. Foreldrar festir í úreltu kerfi Í nefndaráliti um málið bendir meiri hluti velferðarnefndar Alþingis á að ef ekki verði miðað við fæðingardag barns geti foreldrar átt rétt á misháum hámarksgreiðslum eftir því hvenær þeir „kjósi“ að nýta rétt sinn innan kerfisins. Þannig að það foreldri sem nýtir rétt strax eftir fæðingu fái líklega lægri greiðslur en foreldri, aðallega feður, sem nýtir réttinn seinna. Þá segir jafnframt: „Slík breyting gæti einnig orðið til þess að foreldrar, aðallega feður, fresti því að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs í því skyni að fá hærri greiðslur frá Fæðingarorlofssjóði og að slík ráðstöfun gangi gegn meginmarkmiðum laga um fæðingar- og foreldraorlof þess efnis að tryggja barni samvist við báða foreldra.“ Hér virðist þröng nálgun á tilhögun fæðingarorlofs milli foreldra í gagnkynja samböndum vera lögð til grundvallar þar sem aðeins er einblínt á að í einhverjum tilfellum muni feður njóta hærri greiðslna en mæður sökum tímasetningar á töku fæðingarorlofs þeirra á milli. Hér má þó ekki gleyma því að móðir barns sem fæðist skömmu fyrir gildistíma hækkunarinnar mun heldur ekki njóta hækkunarinnar í neinum mæli ef miðað er við fæðingardag, óháð því hvort að faðir barnsins taki fæðingarorlof síðar eða ekki. Það skiptir máli að sú móðir myndi njóta hækkunar á greiðslum frá þeim tíma sem þær taka gildi og út fæðingarorlofið sitt, sé einfaldlega miðað við gildistímann í stað fæðingardags. Telur meiri hlutinn betra að báðir foreldrar fái greiðslur sem miðaðar eru við úrelt hámark því barn þeirra fæddist fyrir ákveðinn dag? Í nafni jafnréttis? Telur meiri hlutinn betra að heimilið í heild njóti ekki góðs af þeirri leiðréttingu sem hér er ráðist í í þágu afkomuöryggis barnafólks, þó það sé ekki nema hluta orlofsins, heldur sé þess í stað fast í úreltu kerfi svo mánuðum skipti? Löngu eftir að hækkun tók gildi? Þetta eru arfaslæm rök fyrir því að láta ekki sömu greiðslur gilda um alla foreldra í fæðingarorlofi. Ef eitthvað er væri slíkt fremur til þess fallið að hvetja feður til að fullnýta sinn rétt til fæðingarorlofs þar sem tekjuskerðingin í fæðingarorlofinu minnkar. Með öðrum orðum, því meiri sem tekjuskerðing foreldris og heimilis er, því ólíklegra er að foreldrið fullnýti rétt sinn til fæðingarorlofs og þar með er enn ólíklegra að samvist barns við báða foreldra verði tryggð. Þá renna fyrrnefndar ástæður, um að fæðingarorlofsgreiðslur eigi að taka mið af fjárhagslegum aðstæðum í samfélaginu, stoðum undir það að hámarksgreiðslur eigi að miða við þann tíma sem orlof er tekið en ekki fæðingardag barns. Launaþróun, verðlag og annað heldur áfram sínu skriði meðan foreldri er fryst í hámarksgreiðslum sem eru orðnar úreltar þegar það foreldrið þarf að taka orlofið, til dæmis til að brúa bilið milli orlofs og dagvistunar. Megintilgangur frumvarpsins um að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna er því ekki í forgrunni ef það fer í gegn á þessu formi, enda tekjuskerðingin sem foreldrar verða fyrir meiri en ella með þessari útfærslu sem stefnir markmiðum um að tryggja samvist barns við báða foreldra í hættu og grefur undan fjárhagsöryggi ungbarnafjölskyldna – þvert á markmið frumvarpsins. Kerfisbundnum hindrunum og ójafnrétti viðhaldið Langflestir foreldrar þurfa einhvers konar framhaldspróf í Tetris til að láta dæmið sem líf barnafjölskyldna er á Íslandi ganga upp – og helst svakalega gott bakland til viðbótar. Basla við að ná endum saman með of lágum greiðslum úr fæðingarorlofssjóði þegar heimilið verður fyrir rosalegri tekjuskerðingu. Reikningarnir halda samt áfram að spýtast inn um lúguna heima. Þeir hafa ekki lækkað í millitíðinni og þó lánastofnanir kunni að bjóða uppá að lán séu fryst halda þau áfram að safna vöxtum og verðbótum og skuldasöfnun eykst. Finna dagvistunarúrræði fyrir barnið, sem reynist síðan ógerningur þegar töku fæðingarorlofs lýkur að 12 mánuðum liðnum. Vankantar kerfanna sem eiga að grípa barnafólk eru óteljandi en hér er þó dauðafæri fyrir Alþingi til að breyta einum slíkum og það strax: lagfæra vanhugsuð ákvæði í frumvarpi ríkisstjórnarinnar og láta hækkanir fæðingarorlofsgreiðslna ná til allra foreldra í fæðingarorlofi. Ég hvet þig til að skrifa undir hér. Höfundur er lögfræðingur og verðandi móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hámarksgreiðslur fæðingarorlofs hafa ekki hækkað síðan árið 2019. Þannig stendur í dag hámark greiðslna úr fæðingarorlofssjóði í 600.000 kr. á mánuði fyrir skatt. Það þýðir að greiðslur úr fæðingarorlofssjóði geta aldrei numið hærri upphæð en 600.000 kr. á mánuði. Nú 5 árum síðar verða hámarksgreiðslur hækkaðar í 900.000 kr. vegna kjarasamninga í þeim tilgangi að „treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna“ eins og segir í greinargerð með frumvarpi ríkisstjórnarinnar þess efnis, en þó í þremur skrefum. Með hækkuninni er verið að leiðrétta þá miklu raunrýrnun fæðingarorlofsgreiðslna sem orðið hefur frá árinu 2019. „Hefði hámarkið haldið verðgildi sínu gagnvart verðlagi eða launavísitölu frá síðustu hækkun á árinu 2019 væri það á bilinu 801-885 þús. kr. í dag,” segir í umsögn Bandalags háskólamanna um frumvarpið. Þá hefur hámark fæðingarorlofsgreiðslna aldrei verið lægra í hlutfalli við launavísitöluna en á árinu 2023. Já, það er því löngu tímabært að hækka hámarksgreiðslur fæðingarorlofs. En hvernig er útfærslan? Óréttlát útfærsla ríkisstjórnarinnar Lagt er til að fyrsti áfangi hækkunarinnar nái til foreldra sem eignuðust barn fyrir 1. janúar 2025. Þessi hækkun er því nokkuð almenn og nær til flestra. Hækkunin átti upphaflega aðeins að ná til foreldra barna sem fædderu eftir 1. apríl 2024, en í gær birtist á vef Alþingis breytingartillaga frá meiri hluta velferðarnefndar Alþingis þess efnis að hækkunin nái til allra foreldra barna sem fædd eru fyrir 1. janúar 2025. Næsti áfangi: Hækkun úr 700.000 kr. í 800.000 kr. Hún er aðeins fyrirhuguð fyrir foreldra sem eignast barn milli 1. janúar 2025 og 31. desember 2025. Þriðji og síðasti áfangi: Hækkun úr 800.000 kr. í 900.000 kr. Hún er aðeins fyrirhuguð fyrir foreldra barna sem fæðast eftir 1. janúar 2026. Síðari tveir áfangar eiga sem sagt aðeins að gilda fyrir suma foreldra en ekki alla sem eru í eða munu taka fæðingarorlof á gildistímanum. Tökum dæmi: Tvö börn fæðast, annað 31. desember 2024 og hitt 1. janúar 2025. Foreldrar barnanna verða í orlofi á nákvæmlega sama tíma en fá mismunandi greiðslur. Foreldrar fyrra barnsins eru bundnir við 700.000 kr. hámarksgreiðslur alla 12 mánuði orlofsins en foreldrar seinna barnsins fá að hámarki 800.000 kr. á mánuði. Þannig getur einn dagur, jafnvel nokkrar mínútur, ráðið úrslitum um það hvort foreldrar sem eru annars á sama tíma í fæðingarorlofi fái greiðslur sem munar um 1,2 milljón króna til heimilisins á ári. Ég fagna því að ríkisstjórnin hafi áttað sig á því misrétti sem felst í því að fyrsti áfangi nái ekki til allra foreldra sem nú eru í fæðingarorlofi, einfaldlega því barn þeirra fæddist á ákveðnum degi. En furða mig á því að hið sama eigi ekki við síðari tvo áfanga hækkunarinnar enda um nákvæmlega sömu stöðu að ræða. Myndi það teljast eðlileg og sanngjörn framkvæmd að hækkun á atvinnuleysisbótum sem hefði gildistíma frá 1. janúar 2025 miðaðist við þann dag er fólk missti vinnuna? Þannig að hækkun greiðslnanna næði ekki til allra sem rétt ættu til atvinnuleysisbóta heldur aðeins þeirra sem misstu vinnuna eftir að hækkunin tók gildi? Ég efast um að slík mismunun á greiðslum úr atvinnuleysistryggingasjóði fengi að viðgangast. Stjórnvöld virðast hins vegar treysta því að ungt fólk sem er upptekið við að búa til og fæða börn láti ýmislegt yfir sig ganga. Það er misrétti fólgið í því að miða hækkanir við fæðingardag barns og það gengur augljóslega gegn sanngirnissjónarmiðum. Foreldrar sem rétt eiga til fæðingarorlofs eiga að sjálfsögðu að sitja við sama borð og fá sömu greiðslur frá fæðingarorlofssjóði. Foreldrarnir í dæminu að framan búa við sömu verðbólgu, himinháu vexti og hækkandi kostnað matarkörfunnar. Hið sama á við um foreldra sem eignast barn með lengra millibili, en eru í orlofi á sama tíma. Fæðingardagur barns breytir engu þar um. Foreldrar festir í úreltu kerfi Í nefndaráliti um málið bendir meiri hluti velferðarnefndar Alþingis á að ef ekki verði miðað við fæðingardag barns geti foreldrar átt rétt á misháum hámarksgreiðslum eftir því hvenær þeir „kjósi“ að nýta rétt sinn innan kerfisins. Þannig að það foreldri sem nýtir rétt strax eftir fæðingu fái líklega lægri greiðslur en foreldri, aðallega feður, sem nýtir réttinn seinna. Þá segir jafnframt: „Slík breyting gæti einnig orðið til þess að foreldrar, aðallega feður, fresti því að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs í því skyni að fá hærri greiðslur frá Fæðingarorlofssjóði og að slík ráðstöfun gangi gegn meginmarkmiðum laga um fæðingar- og foreldraorlof þess efnis að tryggja barni samvist við báða foreldra.“ Hér virðist þröng nálgun á tilhögun fæðingarorlofs milli foreldra í gagnkynja samböndum vera lögð til grundvallar þar sem aðeins er einblínt á að í einhverjum tilfellum muni feður njóta hærri greiðslna en mæður sökum tímasetningar á töku fæðingarorlofs þeirra á milli. Hér má þó ekki gleyma því að móðir barns sem fæðist skömmu fyrir gildistíma hækkunarinnar mun heldur ekki njóta hækkunarinnar í neinum mæli ef miðað er við fæðingardag, óháð því hvort að faðir barnsins taki fæðingarorlof síðar eða ekki. Það skiptir máli að sú móðir myndi njóta hækkunar á greiðslum frá þeim tíma sem þær taka gildi og út fæðingarorlofið sitt, sé einfaldlega miðað við gildistímann í stað fæðingardags. Telur meiri hlutinn betra að báðir foreldrar fái greiðslur sem miðaðar eru við úrelt hámark því barn þeirra fæddist fyrir ákveðinn dag? Í nafni jafnréttis? Telur meiri hlutinn betra að heimilið í heild njóti ekki góðs af þeirri leiðréttingu sem hér er ráðist í í þágu afkomuöryggis barnafólks, þó það sé ekki nema hluta orlofsins, heldur sé þess í stað fast í úreltu kerfi svo mánuðum skipti? Löngu eftir að hækkun tók gildi? Þetta eru arfaslæm rök fyrir því að láta ekki sömu greiðslur gilda um alla foreldra í fæðingarorlofi. Ef eitthvað er væri slíkt fremur til þess fallið að hvetja feður til að fullnýta sinn rétt til fæðingarorlofs þar sem tekjuskerðingin í fæðingarorlofinu minnkar. Með öðrum orðum, því meiri sem tekjuskerðing foreldris og heimilis er, því ólíklegra er að foreldrið fullnýti rétt sinn til fæðingarorlofs og þar með er enn ólíklegra að samvist barns við báða foreldra verði tryggð. Þá renna fyrrnefndar ástæður, um að fæðingarorlofsgreiðslur eigi að taka mið af fjárhagslegum aðstæðum í samfélaginu, stoðum undir það að hámarksgreiðslur eigi að miða við þann tíma sem orlof er tekið en ekki fæðingardag barns. Launaþróun, verðlag og annað heldur áfram sínu skriði meðan foreldri er fryst í hámarksgreiðslum sem eru orðnar úreltar þegar það foreldrið þarf að taka orlofið, til dæmis til að brúa bilið milli orlofs og dagvistunar. Megintilgangur frumvarpsins um að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna er því ekki í forgrunni ef það fer í gegn á þessu formi, enda tekjuskerðingin sem foreldrar verða fyrir meiri en ella með þessari útfærslu sem stefnir markmiðum um að tryggja samvist barns við báða foreldra í hættu og grefur undan fjárhagsöryggi ungbarnafjölskyldna – þvert á markmið frumvarpsins. Kerfisbundnum hindrunum og ójafnrétti viðhaldið Langflestir foreldrar þurfa einhvers konar framhaldspróf í Tetris til að láta dæmið sem líf barnafjölskyldna er á Íslandi ganga upp – og helst svakalega gott bakland til viðbótar. Basla við að ná endum saman með of lágum greiðslum úr fæðingarorlofssjóði þegar heimilið verður fyrir rosalegri tekjuskerðingu. Reikningarnir halda samt áfram að spýtast inn um lúguna heima. Þeir hafa ekki lækkað í millitíðinni og þó lánastofnanir kunni að bjóða uppá að lán séu fryst halda þau áfram að safna vöxtum og verðbótum og skuldasöfnun eykst. Finna dagvistunarúrræði fyrir barnið, sem reynist síðan ógerningur þegar töku fæðingarorlofs lýkur að 12 mánuðum liðnum. Vankantar kerfanna sem eiga að grípa barnafólk eru óteljandi en hér er þó dauðafæri fyrir Alþingi til að breyta einum slíkum og það strax: lagfæra vanhugsuð ákvæði í frumvarpi ríkisstjórnarinnar og láta hækkanir fæðingarorlofsgreiðslna ná til allra foreldra í fæðingarorlofi. Ég hvet þig til að skrifa undir hér. Höfundur er lögfræðingur og verðandi móðir.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun