Gaza - hvað getum við gert? Guðrún María Jónsdóttir, Hulda María Einarsdóttir, Sunna Snædal og Theódór Skúli Sigurðsson skrifa 27. júní 2024 15:00 Alla daga tekur heilbrigðisstarfsfólk á heilsugæslum og sjúkrahúsum Íslands á móti veikum og slösuðum. Fólki sem þarf skjóta meðferð vegna lífshættulegra sýkinga, fylgikvilla krabbameina, slysa eða í fæðingu svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi geta þessir sjúklingar gengið að því vísu að fá nauðsynleg sýklalyf, krabbameinsmeðferð, verkjalyf, skurðaðgerðir og fæðingaraðstoð. Nokkur þúsund kílómetrum héðan, á Gaza, var sömu þjónustu að fá og við eigum að venjast á Íslandi. En í dag er enga slíka hjálp að fá á Gaza. Nær öll sjúkrahús og heilsugæslustöðvar svæðisins eru óstarfhæfar, rústir einar eftir miskunnarlausar og að því er virðist markvissar árásir á heilbrigðiskerfi Gaza. Sjúkrahús eru samkvæmt alþjóðalögum griðastaður og þar með bannað að ráðast á en Ísraelsher hefur hunsað það. Fleiri hundruð heilbrigðisstarfsmanna liggja í valnum. Grunnþörfum sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, svo sem hreinu vatni, mat, rafmagni og húsaskjóli, hefur verið kippt frá börnum, fullorðnum, nýfæddum og veikum. Manni fallast hendur vitandi að alþjóðalög eru brotin daglega og að hjálparsamtökum, sem bíða álengdar við landamæri Egyptalands með nauðsynjar, sé meinað að koma þeim til bágstaddra á Gaza. Á landsvæði sem er lítið stærra en Reykjanesskaginn, hafast nú 2.3 milljónir saklausir borgarar við og fordæmalaus hungursneyð vofir yfir verði ekkert að gert. Í dag hafa rúmlega 37.000 Palestínumenn og 1.200 Ísraelsmenn látist af hernaðarorsökum frá 7. október síðastliðnum, þar af tæplega 8.000 börn, en þau eiga enga undankomu, bókstaflega króuð af í fangelsi. Þó að drápum linni stendur eftir hin gríðarlega hörmung að um 1.1 milljón einstaklinga er í bráðri hættu á hungursneyð.Hungur sem vopn er klárt brot á alþjóðalögum og hefur International Criminal Court (ICC) hafið formlega rannsókn á athæfi Ísraelsmanna. Við hljótum öll að hafa spurt okkur hvað við getum gert. Tafarlaust vopnahlé er augljós krafa og jafnframt þarf neyðaraðstoð að komast til íbúa Gaza ekki síðar en strax. Ísland og stjórnmálamenn þess eiga rödd á alþjóðasviðinu, þeir geta sameinast í þrýstiafl með stærri þjóðum og með samstilltu átaki knúið fram alvöru aðgerðir. Brýnast er að opna landamærin og koma að nauðsynjum og hjálpargögnum til Palestínumanna og vonandi afstýra frekari hungursneyð. Undirrituð fordæma aðgerðir Ísraelshers og skora á íslensk stjórnvöld að leggja sitt afl á vogarskálarnar til þess að þrýsta á tafarlaust vopnahlé á Gaza, varanlegan frið og aðstoð við uppbyggingu innviða til að tryggja íbúum lífsnauðsynjar og heilbrigðisþjónustu. Höfundar eru meðlimir aðgerðarhóps Félags sjúkrahúslækna í málefnum Gaza. Heimildir: Report of the Commission on Responsibility (ibid., § 5) www. ochaopt.org, Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu Þjóðanna í mannúðarmálum ICC Statute, Article 8(2)(b)(xxv) (ibid., § 3) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Heilbrigðismál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Alla daga tekur heilbrigðisstarfsfólk á heilsugæslum og sjúkrahúsum Íslands á móti veikum og slösuðum. Fólki sem þarf skjóta meðferð vegna lífshættulegra sýkinga, fylgikvilla krabbameina, slysa eða í fæðingu svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi geta þessir sjúklingar gengið að því vísu að fá nauðsynleg sýklalyf, krabbameinsmeðferð, verkjalyf, skurðaðgerðir og fæðingaraðstoð. Nokkur þúsund kílómetrum héðan, á Gaza, var sömu þjónustu að fá og við eigum að venjast á Íslandi. En í dag er enga slíka hjálp að fá á Gaza. Nær öll sjúkrahús og heilsugæslustöðvar svæðisins eru óstarfhæfar, rústir einar eftir miskunnarlausar og að því er virðist markvissar árásir á heilbrigðiskerfi Gaza. Sjúkrahús eru samkvæmt alþjóðalögum griðastaður og þar með bannað að ráðast á en Ísraelsher hefur hunsað það. Fleiri hundruð heilbrigðisstarfsmanna liggja í valnum. Grunnþörfum sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, svo sem hreinu vatni, mat, rafmagni og húsaskjóli, hefur verið kippt frá börnum, fullorðnum, nýfæddum og veikum. Manni fallast hendur vitandi að alþjóðalög eru brotin daglega og að hjálparsamtökum, sem bíða álengdar við landamæri Egyptalands með nauðsynjar, sé meinað að koma þeim til bágstaddra á Gaza. Á landsvæði sem er lítið stærra en Reykjanesskaginn, hafast nú 2.3 milljónir saklausir borgarar við og fordæmalaus hungursneyð vofir yfir verði ekkert að gert. Í dag hafa rúmlega 37.000 Palestínumenn og 1.200 Ísraelsmenn látist af hernaðarorsökum frá 7. október síðastliðnum, þar af tæplega 8.000 börn, en þau eiga enga undankomu, bókstaflega króuð af í fangelsi. Þó að drápum linni stendur eftir hin gríðarlega hörmung að um 1.1 milljón einstaklinga er í bráðri hættu á hungursneyð.Hungur sem vopn er klárt brot á alþjóðalögum og hefur International Criminal Court (ICC) hafið formlega rannsókn á athæfi Ísraelsmanna. Við hljótum öll að hafa spurt okkur hvað við getum gert. Tafarlaust vopnahlé er augljós krafa og jafnframt þarf neyðaraðstoð að komast til íbúa Gaza ekki síðar en strax. Ísland og stjórnmálamenn þess eiga rödd á alþjóðasviðinu, þeir geta sameinast í þrýstiafl með stærri þjóðum og með samstilltu átaki knúið fram alvöru aðgerðir. Brýnast er að opna landamærin og koma að nauðsynjum og hjálpargögnum til Palestínumanna og vonandi afstýra frekari hungursneyð. Undirrituð fordæma aðgerðir Ísraelshers og skora á íslensk stjórnvöld að leggja sitt afl á vogarskálarnar til þess að þrýsta á tafarlaust vopnahlé á Gaza, varanlegan frið og aðstoð við uppbyggingu innviða til að tryggja íbúum lífsnauðsynjar og heilbrigðisþjónustu. Höfundar eru meðlimir aðgerðarhóps Félags sjúkrahúslækna í málefnum Gaza. Heimildir: Report of the Commission on Responsibility (ibid., § 5) www. ochaopt.org, Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu Þjóðanna í mannúðarmálum ICC Statute, Article 8(2)(b)(xxv) (ibid., § 3)
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun