Yazan, Kant og siðleg breytni á Íslandi Gunnar Hersveinn skrifar 28. júní 2024 19:31 Hvað myndi gamli Kant segja við íslensk yfirvöld eða ráðleggja þeim varðandi stöðu Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs, varðandi hvort þau ættu að hætta við að endursenda hann og fjölskyldu hans í óvissu á Spáni eða ekki? Það er óþægilegt að skrifa grein um það sem er augljóst, um eitthvað sem er ein af forsendum mannúðar. Ég hef þegar lesið fjölmargar greinar sem sýna og sanna að það er rangt að bregðast veiku barni sem biður fallega um að vera hjá okkur. Það er fyrirfram satt og rétt að við eigum að liðsinna Yazan. Hann er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne og nýtur heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem ekki má rjúfa. Íslensk yfirvöld virðast vilja rjúfa þessa hjálp og tefla lífi hans í tvísýnu. Foreldrar hans sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu. En hver er skylda íslenskra yfirvalda núna? Fyrst að ekki er hlustað á okkur mótmælendur þá er spurning hvort þau geti hlustað á Immanúel Kant sem fæddist fyrir 300 árum? Hann lagði grunn að vestrænni siðfræði og skrifaði meðal annars ritið Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni, þar sem hann spurði meðal annars „Hvers erum við megnuð?“ og „Hvað ber mér að gera?“ Leyfum okkur ekki letihugsun Oft má greina yfirborðslegar skýringar hjá yfirvöldum og léttvægar forsendur ákvarðana eins og: „Við gerum þetta svona, vegna þess að svona er þetta í nágrannalöndum okkar. Við skulum gera eins og þau.“ Er það fullnægjandi réttlæting? Nei, það segir okkur ekki mikið. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng í óvissuna á Spáni, er ekki svar og veitir engan skilning. Í þýðingarmiklum málum sem varða heill og hamingju barns, þá leyfum við okkur ekki letihugsun eða afsakanir. Við tökum ákvarðanir út frá traustum forsendum, við leitum þess sem er satt. Við eigum að gera rétt. Hvað ber okkur að gera? „Siðleg góð breytni stjórnast af skyldu,“ segir Kant, „það sem er fortakslaust gott gerum við af skyldu.“ Að hjálpa Yazan er hjálp veitt af skyldurækni. Þessi hjálp er ekki háð skoðun, tilfinningum eða reglugerðum. Kant myndi segja við íslensk yfirvöld: „Það er siðferðilega sjálfssagt að verða við þeirri beiðni að hætta við að endursenda Yazan og fjölskyldu.“ Að hjálpa öðrum í neyð er fortakslaus regla. Við gerum skyldu okkar. Þetta snýst ekki um að vera góð heldur er þetta hrein og klár og augljós skylda. Í anda Kant fellur þessi aðstoð undir skilyrðislausa skylduboðið. Mér finnst neyðarlegt að þurfa að skrifa yfirvöldum til að minna á þessa skyldu, þegar siðalögmálið sjálft segir hvað beri að gera. Að endursenda Yazan til Spánar, særir ekki aðeins hann og fjölskyldu hans heldur einnig okkur öll. Hér styðjumst við ekki við túlkun á reglugerð. Ég hvet yfirvöld til að lesa aftur Grundvöll frumspeki siðlegrar breytni til að endurnýja kynni sín við skylduna en þar stendur: Breyttu einungis eftir þeirri lífsreglu sem þú getur á sama tíma viljað að verði að algildu lögmáli. (421). Þau mega heiðra Kant á 300 ára afmælishátíð hans með því að gera skyldu sína gagnvart Yazan. Ég ætla að senda þetta bréf einnig til Útlendingastofnunar, Kærunefndar og dómsmálaráðuneytis. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hvað myndi gamli Kant segja við íslensk yfirvöld eða ráðleggja þeim varðandi stöðu Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs, varðandi hvort þau ættu að hætta við að endursenda hann og fjölskyldu hans í óvissu á Spáni eða ekki? Það er óþægilegt að skrifa grein um það sem er augljóst, um eitthvað sem er ein af forsendum mannúðar. Ég hef þegar lesið fjölmargar greinar sem sýna og sanna að það er rangt að bregðast veiku barni sem biður fallega um að vera hjá okkur. Það er fyrirfram satt og rétt að við eigum að liðsinna Yazan. Hann er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne og nýtur heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem ekki má rjúfa. Íslensk yfirvöld virðast vilja rjúfa þessa hjálp og tefla lífi hans í tvísýnu. Foreldrar hans sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu. En hver er skylda íslenskra yfirvalda núna? Fyrst að ekki er hlustað á okkur mótmælendur þá er spurning hvort þau geti hlustað á Immanúel Kant sem fæddist fyrir 300 árum? Hann lagði grunn að vestrænni siðfræði og skrifaði meðal annars ritið Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni, þar sem hann spurði meðal annars „Hvers erum við megnuð?“ og „Hvað ber mér að gera?“ Leyfum okkur ekki letihugsun Oft má greina yfirborðslegar skýringar hjá yfirvöldum og léttvægar forsendur ákvarðana eins og: „Við gerum þetta svona, vegna þess að svona er þetta í nágrannalöndum okkar. Við skulum gera eins og þau.“ Er það fullnægjandi réttlæting? Nei, það segir okkur ekki mikið. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng í óvissuna á Spáni, er ekki svar og veitir engan skilning. Í þýðingarmiklum málum sem varða heill og hamingju barns, þá leyfum við okkur ekki letihugsun eða afsakanir. Við tökum ákvarðanir út frá traustum forsendum, við leitum þess sem er satt. Við eigum að gera rétt. Hvað ber okkur að gera? „Siðleg góð breytni stjórnast af skyldu,“ segir Kant, „það sem er fortakslaust gott gerum við af skyldu.“ Að hjálpa Yazan er hjálp veitt af skyldurækni. Þessi hjálp er ekki háð skoðun, tilfinningum eða reglugerðum. Kant myndi segja við íslensk yfirvöld: „Það er siðferðilega sjálfssagt að verða við þeirri beiðni að hætta við að endursenda Yazan og fjölskyldu.“ Að hjálpa öðrum í neyð er fortakslaus regla. Við gerum skyldu okkar. Þetta snýst ekki um að vera góð heldur er þetta hrein og klár og augljós skylda. Í anda Kant fellur þessi aðstoð undir skilyrðislausa skylduboðið. Mér finnst neyðarlegt að þurfa að skrifa yfirvöldum til að minna á þessa skyldu, þegar siðalögmálið sjálft segir hvað beri að gera. Að endursenda Yazan til Spánar, særir ekki aðeins hann og fjölskyldu hans heldur einnig okkur öll. Hér styðjumst við ekki við túlkun á reglugerð. Ég hvet yfirvöld til að lesa aftur Grundvöll frumspeki siðlegrar breytni til að endurnýja kynni sín við skylduna en þar stendur: Breyttu einungis eftir þeirri lífsreglu sem þú getur á sama tíma viljað að verði að algildu lögmáli. (421). Þau mega heiðra Kant á 300 ára afmælishátíð hans með því að gera skyldu sína gagnvart Yazan. Ég ætla að senda þetta bréf einnig til Útlendingastofnunar, Kærunefndar og dómsmálaráðuneytis. Höfundur er heimspekingur
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun