„Lýtalaus íslenska“ er ekki til Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 1. júlí 2024 12:30 Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. Kæran „lýtur að meintum lögbrotum sem snúa að einhliða ákvörðun starfsmanna RÚV, um að breyta íslenskri tungu, fyrst og fremst með því að auka notkun hvorugkyns og draga úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysi í málfari […]. Þessi leið starfsmannanna gengur gegn lagaákvæðum um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar.“ Með tali um „lögbrot“ er væntanlega vísað í Lög um ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr. 23/2013, en þar er fjallað um íslenska tungu í nokkrum greinum. Í fyrstu grein laganna segir: „Ríkisútvarpið [...] skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.“ Í sjötta tölulið þriðju greinar segir: „Ríkisútvarpið skal sinna menningarlegu hlutverki sínu m.a. með því að: [...] Leggja rækt við íslenska tungu.“ Í sjöttu grein segir: „Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpsdagskrá Ríkisútvarpsins, skal fylgja íslenskt tal, íslensk talsetning eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni. [...] Skal lögð áhersla á að allt tal og texti sé á lýtalausri íslensku.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir: „Á [RÚV] eru lagðar þær skyldur að gera sitt ýtrasta til að miðla íslensku máli þannig að hlustendur, lesendur og áhorfendur geti treyst því að tal og texti sé ávallt á lýtalausri íslensku.“ En hvernig er „lýtalaus íslenska“? Lýsingarorðið lýtalaus er skýrt 'sem hefur enga galla, gallalaus' í Íslenskri nútímamálsorðabók. Forsenda fyrir því að slíkt orð hafi einhverja merkingu er að til sé einhver fullkomin fyrirmynd eða líkan – þá er hægt að skilgreina öll frávik frá þeirri fyrirmynd sem galla eða lýti. En þegar um tungumál er að ræða er slík fyrirmynd ekki til. Í öllum tungumálum eru til einhver tilbrigði og þótt samstaða kunni að vera um einhvern málstaðal tekur hann aldrei á þeim öllum. Ákvæði um „lýtalausa íslensku“ er því í raun merkingarlaust enda er það orðalag ekki notað í nýjum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðherra við RÚV heldur sagt: „Áhersla skal lögð á vandað mál í öllum miðlum […].“ Það er sjálfsagt að gera þá kröfu til starfsfólks Ríkisútvarpsins að það vandi sig í öllum sínum störfum. En óbilgjörn krafa um „lýtalausa íslensku“ getur beinlínis unnið gegn meginmarkmiði Laga um Ríkisútvarpið eins og það er sett fram í fyrstu grein laganna: „Markmið laga þessara er að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu.“ Að útiloka annað fólk en það sem talar „lýtalausa íslensku“ (og er varla til) stuðlar vitaskuld ekki að „lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni“ í samfélaginu. Þvert á móti – það hamlar lýðræðislegri umræðu, hampar ákveðnum hópum á kostnað annarra og klýfur samfélagið. Í skilgreiningu á vönduðu máli í Málstefnu RÚVsegir: „Vandað mál er markvisst og felst í viðeigandi orðavali, réttum beygingum og eðlilegri orðskipan. Í framburði skal gætt að skýrri hljóðmótun, réttum áherslum og eðlilegu hljómfalli samfellds máls.“ Í málstefnunni segir einnig: „RÚV hefur fyrst og fremst málrækt að leiðarljósi í málstefnu sinni en málpólitík er þó samofin henni. Fylgt er skilgreiningu á málrækt í málfræðiorðasafni í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.“ Þar segir m.a.: „Málrækt getur líka náð til annarra tilrauna [en þeirra að mynda ný orð af innlendum stofni eða laga erlend orð að beygingum og hljóðkerfi þess] til þess að gera málið hæfara til að þjóna hlutverki sínu í samfélaginu.“ Þetta er mjög mikilvægt. Það er grundvallaratriði að málfar í Ríkisútvarpinu endurspegli fjölbreytileika samfélagsins á hverjum tíma, enda segir í áðurnefndum þjónustusamningi: „Gert er ráð fyrir að málstefna Ríkisútvarpsins sé í stöðugri endurskoðun og í henni séu einnig sett fram viðmið um mismunandi málsnið eftir tegundum dagskrárefnis.“ Í málstefnunni segir líka: „Mikilvægt er að hafa í huga að málsnið getur verið með ýmsu móti og misjafnlega formlegt. Orðaval og talsmáti kann að taka mið af því.“ Í þessu felst vitanlega skilningur og viðurkenning á því að mál getur verið vandað án þess að vera einsleitt. Umburðarlyndi gagnvart tilbrigðum og fjölbreytileika í máli er forsenda þess að RÚV geti sinnt skyldum sínum við samfélagið. Þess vegna er áðurnefnd kæra Kristjáns Hreinssonar út í hött – „lýtalaus íslenska“ er ekki til og fráleitt að fullyrða að breytingar sem sumt starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur gert á máli sínu í átt til kynhlutleysis valdi því að íslenskan sé „dauðadæmd“. Þótt skoðanir séu skiptar á þeim breytingum er ljóst að þau sem þær gera telja sig vera að „leggja rækt við íslenska tungu“. Hins vegar er óhætt að fullyrða að aðrar og miklu stærri hættur steðja að íslenskunni um þessar mundir, og ef á að gagnrýna RÚV fyrir óvandað mál er nær að beina sjónum að notkun enskra orða í íslensku samhengi þar sem völ er á íslenskum orðum. Því miður ber töluvert á þessu í RÚV – en ég læt lesendum eftir að íhuga hvers vegna fremur er kært út af kynhlutlausu máli. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisútvarpið Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. Kæran „lýtur að meintum lögbrotum sem snúa að einhliða ákvörðun starfsmanna RÚV, um að breyta íslenskri tungu, fyrst og fremst með því að auka notkun hvorugkyns og draga úr notkun karlkyns í nafni kynhlutleysi í málfari […]. Þessi leið starfsmannanna gengur gegn lagaákvæðum um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar.“ Með tali um „lögbrot“ er væntanlega vísað í Lög um ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr. 23/2013, en þar er fjallað um íslenska tungu í nokkrum greinum. Í fyrstu grein laganna segir: „Ríkisútvarpið [...] skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.“ Í sjötta tölulið þriðju greinar segir: „Ríkisútvarpið skal sinna menningarlegu hlutverki sínu m.a. með því að: [...] Leggja rækt við íslenska tungu.“ Í sjöttu grein segir: „Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpsdagskrá Ríkisútvarpsins, skal fylgja íslenskt tal, íslensk talsetning eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni. [...] Skal lögð áhersla á að allt tal og texti sé á lýtalausri íslensku.“ Í greinargerð með frumvarpinu segir: „Á [RÚV] eru lagðar þær skyldur að gera sitt ýtrasta til að miðla íslensku máli þannig að hlustendur, lesendur og áhorfendur geti treyst því að tal og texti sé ávallt á lýtalausri íslensku.“ En hvernig er „lýtalaus íslenska“? Lýsingarorðið lýtalaus er skýrt 'sem hefur enga galla, gallalaus' í Íslenskri nútímamálsorðabók. Forsenda fyrir því að slíkt orð hafi einhverja merkingu er að til sé einhver fullkomin fyrirmynd eða líkan – þá er hægt að skilgreina öll frávik frá þeirri fyrirmynd sem galla eða lýti. En þegar um tungumál er að ræða er slík fyrirmynd ekki til. Í öllum tungumálum eru til einhver tilbrigði og þótt samstaða kunni að vera um einhvern málstaðal tekur hann aldrei á þeim öllum. Ákvæði um „lýtalausa íslensku“ er því í raun merkingarlaust enda er það orðalag ekki notað í nýjum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðherra við RÚV heldur sagt: „Áhersla skal lögð á vandað mál í öllum miðlum […].“ Það er sjálfsagt að gera þá kröfu til starfsfólks Ríkisútvarpsins að það vandi sig í öllum sínum störfum. En óbilgjörn krafa um „lýtalausa íslensku“ getur beinlínis unnið gegn meginmarkmiði Laga um Ríkisútvarpið eins og það er sett fram í fyrstu grein laganna: „Markmið laga þessara er að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu.“ Að útiloka annað fólk en það sem talar „lýtalausa íslensku“ (og er varla til) stuðlar vitaskuld ekki að „lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni“ í samfélaginu. Þvert á móti – það hamlar lýðræðislegri umræðu, hampar ákveðnum hópum á kostnað annarra og klýfur samfélagið. Í skilgreiningu á vönduðu máli í Málstefnu RÚVsegir: „Vandað mál er markvisst og felst í viðeigandi orðavali, réttum beygingum og eðlilegri orðskipan. Í framburði skal gætt að skýrri hljóðmótun, réttum áherslum og eðlilegu hljómfalli samfellds máls.“ Í málstefnunni segir einnig: „RÚV hefur fyrst og fremst málrækt að leiðarljósi í málstefnu sinni en málpólitík er þó samofin henni. Fylgt er skilgreiningu á málrækt í málfræðiorðasafni í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.“ Þar segir m.a.: „Málrækt getur líka náð til annarra tilrauna [en þeirra að mynda ný orð af innlendum stofni eða laga erlend orð að beygingum og hljóðkerfi þess] til þess að gera málið hæfara til að þjóna hlutverki sínu í samfélaginu.“ Þetta er mjög mikilvægt. Það er grundvallaratriði að málfar í Ríkisútvarpinu endurspegli fjölbreytileika samfélagsins á hverjum tíma, enda segir í áðurnefndum þjónustusamningi: „Gert er ráð fyrir að málstefna Ríkisútvarpsins sé í stöðugri endurskoðun og í henni séu einnig sett fram viðmið um mismunandi málsnið eftir tegundum dagskrárefnis.“ Í málstefnunni segir líka: „Mikilvægt er að hafa í huga að málsnið getur verið með ýmsu móti og misjafnlega formlegt. Orðaval og talsmáti kann að taka mið af því.“ Í þessu felst vitanlega skilningur og viðurkenning á því að mál getur verið vandað án þess að vera einsleitt. Umburðarlyndi gagnvart tilbrigðum og fjölbreytileika í máli er forsenda þess að RÚV geti sinnt skyldum sínum við samfélagið. Þess vegna er áðurnefnd kæra Kristjáns Hreinssonar út í hött – „lýtalaus íslenska“ er ekki til og fráleitt að fullyrða að breytingar sem sumt starfsfólk Ríkisútvarpsins hefur gert á máli sínu í átt til kynhlutleysis valdi því að íslenskan sé „dauðadæmd“. Þótt skoðanir séu skiptar á þeim breytingum er ljóst að þau sem þær gera telja sig vera að „leggja rækt við íslenska tungu“. Hins vegar er óhætt að fullyrða að aðrar og miklu stærri hættur steðja að íslenskunni um þessar mundir, og ef á að gagnrýna RÚV fyrir óvandað mál er nær að beina sjónum að notkun enskra orða í íslensku samhengi þar sem völ er á íslenskum orðum. Því miður ber töluvert á þessu í RÚV – en ég læt lesendum eftir að íhuga hvers vegna fremur er kært út af kynhlutlausu máli. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar