„Fjölskyldustund“ Demókrata lokið án niðurstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2024 15:50 Mike Quigley frá Illinois sagðist eftir fundinn standa fastur á þeirri skoðun að Biden ætti að víkja en vildi ekki tjá sig frekar; hann væri þegar dottinn út af jólakortalistanum. AP/John McDonnell Fundi þingmanna Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings lauk nú fyrir stundu en til umræðu var staða Joe Biden sem forsetaefnis flokksins. Fáir vildu tjá sig á leið út af fundinum, sem viðstaddir lýstu sem „fjölskyldustund“ og vettvangi til að ræða saman og hlusta á aðra. Ef marka má ummæli þingmanna sem tjáðu sig eftir fundinn voru skoðanir skiptar en segja má að dregið hafi úr líkum á uppreisn gegn forsetanum. Richard E. Neal frá Massachusetts sagði að fundurinn hefði verið jákvæður en það væri enn of snemmt að spá fyrir um málalok. Lou Correa frá Kaliforníu sagði að margir hefðu lýst áhyggjum vegna Biden en jafnframt lýst yfir stuðningi við hann. Það virðist raunar vera sú lína sem margir Demókratar hafa ákveðið að taka; að viðra áhyggjur sínar en kalla samt ekki eindregið eftir því að forsetinn stígi til hliðar. „Þegar allt kemur til alls þá voru það kjósendur sem völdu Biden, ekki við í lokuðu herbergi,“ sagði Correa. „Þetta var gott fjölskyldusamtal,“ sagði Jim McGovern frá Massachusetts. „Það finnst einhver flötur á þessu.“ „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina“ Washington Post hefur eftir ónefndum þingmanni sagði allar raddir hafa heyrst á fundinum; þeirra sem vildu Biden áfram og þeirra sem vildu sjá hann draga sig í hlé. Menn hefðu verulegar áhyggjur að kosningabaráttan myndi halda áfram að litast af umræðu um aldur og getu Biden til að sinna forsetaembættinu. Annar sagði þingmenn einnig uggandi um hvaða áhrif frammistaða Biden myndi hafa á niðurstöður þingkosninga. Spurður að því hvort samstaða hefði náðst á fundinum sagði hann að menn hefðu að minnsta kosti verið sammála um að það væri Biden að taka endanlega ákvörðun um framhaldið. Steve Cohen frá Tennessee var beittari í svörum þegar hann var inntur eftir því hvort menn væru á sömu blaðsíðu. „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina,“ sagði hann. Margir þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Biden hafa lýst yfir einörðum stuðningi við forsetann, þeirra á meðal varaforsetinn Kamala Harris og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Sjálfur hefur Biden margítrekað að hann hafi alls ekki í hyggju að láta gott heita. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira
Fáir vildu tjá sig á leið út af fundinum, sem viðstaddir lýstu sem „fjölskyldustund“ og vettvangi til að ræða saman og hlusta á aðra. Ef marka má ummæli þingmanna sem tjáðu sig eftir fundinn voru skoðanir skiptar en segja má að dregið hafi úr líkum á uppreisn gegn forsetanum. Richard E. Neal frá Massachusetts sagði að fundurinn hefði verið jákvæður en það væri enn of snemmt að spá fyrir um málalok. Lou Correa frá Kaliforníu sagði að margir hefðu lýst áhyggjum vegna Biden en jafnframt lýst yfir stuðningi við hann. Það virðist raunar vera sú lína sem margir Demókratar hafa ákveðið að taka; að viðra áhyggjur sínar en kalla samt ekki eindregið eftir því að forsetinn stígi til hliðar. „Þegar allt kemur til alls þá voru það kjósendur sem völdu Biden, ekki við í lokuðu herbergi,“ sagði Correa. „Þetta var gott fjölskyldusamtal,“ sagði Jim McGovern frá Massachusetts. „Það finnst einhver flötur á þessu.“ „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina“ Washington Post hefur eftir ónefndum þingmanni sagði allar raddir hafa heyrst á fundinum; þeirra sem vildu Biden áfram og þeirra sem vildu sjá hann draga sig í hlé. Menn hefðu verulegar áhyggjur að kosningabaráttan myndi halda áfram að litast af umræðu um aldur og getu Biden til að sinna forsetaembættinu. Annar sagði þingmenn einnig uggandi um hvaða áhrif frammistaða Biden myndi hafa á niðurstöður þingkosninga. Spurður að því hvort samstaða hefði náðst á fundinum sagði hann að menn hefðu að minnsta kosti verið sammála um að það væri Biden að taka endanlega ákvörðun um framhaldið. Steve Cohen frá Tennessee var beittari í svörum þegar hann var inntur eftir því hvort menn væru á sömu blaðsíðu. „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina,“ sagði hann. Margir þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Biden hafa lýst yfir einörðum stuðningi við forsetann, þeirra á meðal varaforsetinn Kamala Harris og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Sjálfur hefur Biden margítrekað að hann hafi alls ekki í hyggju að láta gott heita.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Sjá meira