Skúli í Subway reisir glæsihótel við Jökulsárlón Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. júlí 2024 17:29 Athafnamaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við Subway, hefur opnað glæsilegt hótel við Jökulsárlón í Suðursveit í Hornafirði. Sigurjón Andrésson Nýtt hótel sem nefnist Hótel Jökulsárlón, eða Glacier Lagoon Hotel á ensku, er risið á Reynivöllum við Jökulsárlón í Suðursveit í Hornafirði. Skúli Gunnar Sigfússon, sem oft er kenndur við Subway, er eigandi. Skúli segir að hugmyndin að þessu hóteli hafi kviknað árið 2015, en þá keypti hann jörðina Reynivelli ásamt frænda sínum. Þetta hafi verið í undirbúningi síðan. „Það komu ýmis vandamál upp, þar á meðal Covid, skipulagsmál og svoleiðis. En það tókst svo að byggja þetta á fjórtán mánuðum, þegar að þessu kom,“ segir Skúli. Hótelið opnaði í fyrsta sinn þann 25. júní, en ekki öll herbergin til að byrja með. „Við gerðum þetta í lotum til að leyfa starfsfólki að aðlagast og svona,“ segir Skúli. Nú sé búið að opna fyrir öll herbergin, en það sé enn verið að byggja heitu pottana og gufuna. „Það verður tilbúið eftir svona tvær vikur.“ Hótelið fellur vel að umhverfinu, sem er ekki af verri endanum.Sigurjón Andrésson Herbergin eru 120, og þar af eru átta svítur. Um er að ræða tvær álmur á tveimur hæðum. Fjölskyldan í þessu saman Skúli rekur hótelið ásamt konu sinni og tveimur dætrum. Hann segir að hingað til hafi þetta gengið mjög vel hjá þeim, alveg áfallalaust. Veitingastaðurinn á hótelinu heitir Gunna á leiti, eftir ömmu Skúla sem bjó á leiti í Suðursveit. Skúli er ættaður úr Suðursveit, þar sem pabbi hans var fæddur og uppalinn. Amma hans hét Guðrún og bjó á bænum leiti, kölluð Gunna á leiti. Þar var Skúli í sveit til margra ára. Veitingastaðurinn heiti Gunna á Leiti, til höfuðs ömmu Skúla. Veitingastaðurinn er opinn öllum.Sigurjón Andrésson Skúli hefur nú átt lögheimili í Suðursveit í fimm ár, og segist vera þar mjög mikið. Hann segir viðtökurnar við hótelinu betri en hann þorði að vona, bókunarstaðan sé mjög góð. „Við höfum náttúrulega ekkert mikinn samanburð en við erum mjög sátt við byrjunina,“ segir Skúli. Fagnar skemmtilegri viðbót í hótelflóru sveitarfélagsins Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar, segir með ólíkindum hvað hótelið fellur vel inn í umhverfið, og fagnar skemmtilegri viðbót í annars fjölbreytta flóru gististaða og afþreyingar í sveitarfélaginu. „Ferðaþjónustan er önnur meginstoðin undir atvinnulífinu í Hornafirði, og í sveitarfélaginu eru mörg flott hótel og glæsileg ferðaþjónusta,“ segir Sigurjón. Hann segir að á hverri einustu nóttu gisti jafnmargir á hótelum og gististöðum í sveitarfélaginu og allir íbúar sveitarfélagsins. Þá séu ótaldir þeir sem eru í tjöldum, ferðavögnum og keyra í gegnum sveitarfélagið. Maður hefur séð það verra.Sigurjón Andrésson Gamla vél afa Skúla til sýnis. „Gamli gráni frá leiti“Sigurjón Andrésson Glæsileg setustofa.Sigurjón Andrésson Hér getur maður tyllt sér og fengið sér drykk.Sigurjón Andrésson Þessi sófi er tilvalinn til dæmis til að sitja í og bíða meðan makinn er ennþá að gera sig til uppi í herbergi.Sigurjón Andrésson Efri hæðin.Sigurjón Andrésson Ætli maður geti fengið nóg af þessu útsýni?Sigurjón Andrésson Rölt um svæðið.Sigurjón Andrésson Sveitarfélagið Hornafjörður Hótel á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Skúli segir að hugmyndin að þessu hóteli hafi kviknað árið 2015, en þá keypti hann jörðina Reynivelli ásamt frænda sínum. Þetta hafi verið í undirbúningi síðan. „Það komu ýmis vandamál upp, þar á meðal Covid, skipulagsmál og svoleiðis. En það tókst svo að byggja þetta á fjórtán mánuðum, þegar að þessu kom,“ segir Skúli. Hótelið opnaði í fyrsta sinn þann 25. júní, en ekki öll herbergin til að byrja með. „Við gerðum þetta í lotum til að leyfa starfsfólki að aðlagast og svona,“ segir Skúli. Nú sé búið að opna fyrir öll herbergin, en það sé enn verið að byggja heitu pottana og gufuna. „Það verður tilbúið eftir svona tvær vikur.“ Hótelið fellur vel að umhverfinu, sem er ekki af verri endanum.Sigurjón Andrésson Herbergin eru 120, og þar af eru átta svítur. Um er að ræða tvær álmur á tveimur hæðum. Fjölskyldan í þessu saman Skúli rekur hótelið ásamt konu sinni og tveimur dætrum. Hann segir að hingað til hafi þetta gengið mjög vel hjá þeim, alveg áfallalaust. Veitingastaðurinn á hótelinu heitir Gunna á leiti, eftir ömmu Skúla sem bjó á leiti í Suðursveit. Skúli er ættaður úr Suðursveit, þar sem pabbi hans var fæddur og uppalinn. Amma hans hét Guðrún og bjó á bænum leiti, kölluð Gunna á leiti. Þar var Skúli í sveit til margra ára. Veitingastaðurinn heiti Gunna á Leiti, til höfuðs ömmu Skúla. Veitingastaðurinn er opinn öllum.Sigurjón Andrésson Skúli hefur nú átt lögheimili í Suðursveit í fimm ár, og segist vera þar mjög mikið. Hann segir viðtökurnar við hótelinu betri en hann þorði að vona, bókunarstaðan sé mjög góð. „Við höfum náttúrulega ekkert mikinn samanburð en við erum mjög sátt við byrjunina,“ segir Skúli. Fagnar skemmtilegri viðbót í hótelflóru sveitarfélagsins Sigurjón Andrésson bæjarstjóri Hornafjarðar, segir með ólíkindum hvað hótelið fellur vel inn í umhverfið, og fagnar skemmtilegri viðbót í annars fjölbreytta flóru gististaða og afþreyingar í sveitarfélaginu. „Ferðaþjónustan er önnur meginstoðin undir atvinnulífinu í Hornafirði, og í sveitarfélaginu eru mörg flott hótel og glæsileg ferðaþjónusta,“ segir Sigurjón. Hann segir að á hverri einustu nóttu gisti jafnmargir á hótelum og gististöðum í sveitarfélaginu og allir íbúar sveitarfélagsins. Þá séu ótaldir þeir sem eru í tjöldum, ferðavögnum og keyra í gegnum sveitarfélagið. Maður hefur séð það verra.Sigurjón Andrésson Gamla vél afa Skúla til sýnis. „Gamli gráni frá leiti“Sigurjón Andrésson Glæsileg setustofa.Sigurjón Andrésson Hér getur maður tyllt sér og fengið sér drykk.Sigurjón Andrésson Þessi sófi er tilvalinn til dæmis til að sitja í og bíða meðan makinn er ennþá að gera sig til uppi í herbergi.Sigurjón Andrésson Efri hæðin.Sigurjón Andrésson Ætli maður geti fengið nóg af þessu útsýni?Sigurjón Andrésson Rölt um svæðið.Sigurjón Andrésson
Sveitarfélagið Hornafjörður Hótel á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira