Forseti ÍSÍ hvattur til að hefja tiltektina í eigin starfsemi Sigurður G. Guðjónsson skrifar 15. júlí 2024 10:30 Í síðustu viku óskaði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), eftir því í viðtali við Vísi að stjórnvöld myndu hlutast til um og stöðva starfsemi erlendra veðmálasíðna sem fjöldi Íslendinga kýs að spila á af eigin fúsum og frjálsum vilja. Nefndi Lárus sérstaklega það framferði eins af erlendu fyrirtækjunum að styrkja útilegu nemenda í Verslunarskólanum. Um þann hluta málflutnings Lárusar er hægt að taka heilshugar undir. Ótækt er að veðmála- og happdrættisfyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum. Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni. Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum. Þannig tekur þetta íslenska veðmálafyrirtæki virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beinir efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna þar á meðal börnum. Sundurliðun á kostnaði Sjálfur situr Lárus fyrir hönd ÍSÍ í stjórn Getspár sem ýtir af þvílíku offorsi í hverri viku undir þátttöku landsmanna í þremur lottóleikjum: Lottó, Viking Lotto og Euro Jackpot, að fáir aðrir auglýsendur á landinu komast með tærnar þar sem Lárus og félagar hafa hælana þegar kemur að fjáraustri við kaup á birtingu auglýsinga. Umsvif Getspár og Íslenskra getrauna eru reyndar með þeim hætti að full ástæða er til að kalla eftir sundurliðun á kostnaði þessara fyrirtækja ekki aðeins við kaup á auglýsingum, heldur einnig við laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Þær upplýsingar eru af af einhverjum sökum ekki aðgengilegar í ársreikningum félaganna. Vandað til verka Ástæðan fyrir því að sá sem hér skrifar hefur áhuga á þessum málum eru meðal annars að vinnubrögð íslensku einokunar fyrirtækjanna, á sviði veðmála og happdrættis, eru í hrópandi mótsögn við áherslu skjólstæðings míns, sænska fyrirtækisins Betsson, sem hefur alla tíð haft í öndvegi að vanda mjög til verka. Betsson hvílir á yfir 60 ára gömlum grunni og er skráð í kauphöll Nasdaq í Stokkhólmi, með þeirri gagnsæis- og upplýsingaskyldu sem þeirri skráningu fylgir. Betsson lýtur ströngum reglum Evrópusambandsins (ESB) um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka auk sérstakra reglna sambandsins um gagnsæi og skyldur veðmálafyrirtækja. Þar á meðal ber þeim skylda til að framkvæma áreiðanleikakannanir um uppruna fjármuna og eftir atvikum tilkynna grunsamleg viðskipti. Er þetta í samræmi við kvaðir sem íslenskar bankastofnanir og fjármálafyrirtæki verða að uppfylla ef þau ætla að starfa á evrópska efnahagssvæðinu. Eru þessar reglur mun strangari en gilda samkvæmt íslenskum lögum um spila- og happdrættisfyrirtæki. Ólöglegt er fyrir fólk undir 18 ára aldri að opna reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist.Þá hefur Betsson þróað öflug rafræn tól til sem stuðla að ábyrgri spilamennsku. Þar á meðal eru möguleg inngrip til að stöðva óheilbrigða spilamennsku. Er þessi þáttur spilaumhverfisins á síðu Betsson mun umfangsmeiri en hjá flestum öðrum vefsíðum, að meðtöldum íslensku happdrættis- og veðmálafyrirtækjunum. Ísland og Noregur ein eftir Fyrir hönd Betsson vil ég enn og aftur beina því til fjölmiðla og áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel. Í því samhengi er rétt að benda áhugafólki á að á undanförnum árum hafa nánast öll lönd Evrópu innleitt grundvallarbreytingar á laga- og reglusetningu netspilamála og aukið frjálsræði í þeim efnum. Ísland og Noregur eru undantekningarnar frá þeirri þróun. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Kosturinn við umhverfi þar sem fyrirtækjum ber að skrá sig og fá leyfi eru ýmsir. Þannig er ekki aðeins hægt að tryggja frjálsa samkeppni heldur undirgangast fyrirtækin að fara eftir ákveðnum reglur sem tryggja meðal annars neytendavernd og að þau beini auglýsingum sínum ekki að börnum og ungmennum. Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Sigurður G. Guðjónsson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku óskaði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), eftir því í viðtali við Vísi að stjórnvöld myndu hlutast til um og stöðva starfsemi erlendra veðmálasíðna sem fjöldi Íslendinga kýs að spila á af eigin fúsum og frjálsum vilja. Nefndi Lárus sérstaklega það framferði eins af erlendu fyrirtækjunum að styrkja útilegu nemenda í Verslunarskólanum. Um þann hluta málflutnings Lárusar er hægt að taka heilshugar undir. Ótækt er að veðmála- og happdrættisfyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum. Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni. Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum. Þannig tekur þetta íslenska veðmálafyrirtæki virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beinir efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna þar á meðal börnum. Sundurliðun á kostnaði Sjálfur situr Lárus fyrir hönd ÍSÍ í stjórn Getspár sem ýtir af þvílíku offorsi í hverri viku undir þátttöku landsmanna í þremur lottóleikjum: Lottó, Viking Lotto og Euro Jackpot, að fáir aðrir auglýsendur á landinu komast með tærnar þar sem Lárus og félagar hafa hælana þegar kemur að fjáraustri við kaup á birtingu auglýsinga. Umsvif Getspár og Íslenskra getrauna eru reyndar með þeim hætti að full ástæða er til að kalla eftir sundurliðun á kostnaði þessara fyrirtækja ekki aðeins við kaup á auglýsingum, heldur einnig við laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Þær upplýsingar eru af af einhverjum sökum ekki aðgengilegar í ársreikningum félaganna. Vandað til verka Ástæðan fyrir því að sá sem hér skrifar hefur áhuga á þessum málum eru meðal annars að vinnubrögð íslensku einokunar fyrirtækjanna, á sviði veðmála og happdrættis, eru í hrópandi mótsögn við áherslu skjólstæðings míns, sænska fyrirtækisins Betsson, sem hefur alla tíð haft í öndvegi að vanda mjög til verka. Betsson hvílir á yfir 60 ára gömlum grunni og er skráð í kauphöll Nasdaq í Stokkhólmi, með þeirri gagnsæis- og upplýsingaskyldu sem þeirri skráningu fylgir. Betsson lýtur ströngum reglum Evrópusambandsins (ESB) um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka auk sérstakra reglna sambandsins um gagnsæi og skyldur veðmálafyrirtækja. Þar á meðal ber þeim skylda til að framkvæma áreiðanleikakannanir um uppruna fjármuna og eftir atvikum tilkynna grunsamleg viðskipti. Er þetta í samræmi við kvaðir sem íslenskar bankastofnanir og fjármálafyrirtæki verða að uppfylla ef þau ætla að starfa á evrópska efnahagssvæðinu. Eru þessar reglur mun strangari en gilda samkvæmt íslenskum lögum um spila- og happdrættisfyrirtæki. Ólöglegt er fyrir fólk undir 18 ára aldri að opna reikninga og/eða spila fjárhættuspil hjá Betsson. Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að óska eftir sönnun um aldur frá öllum viðskiptavinum sínum og getur lokað reikningum þangað til viðeigandi gögn hafa borist.Þá hefur Betsson þróað öflug rafræn tól til sem stuðla að ábyrgri spilamennsku. Þar á meðal eru möguleg inngrip til að stöðva óheilbrigða spilamennsku. Er þessi þáttur spilaumhverfisins á síðu Betsson mun umfangsmeiri en hjá flestum öðrum vefsíðum, að meðtöldum íslensku happdrættis- og veðmálafyrirtækjunum. Ísland og Noregur ein eftir Fyrir hönd Betsson vil ég enn og aftur beina því til fjölmiðla og áhugafólks um getraunir og netspilamennsku að gera skýran greinarmun á þeim fyrirtækjum sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel. Í því samhengi er rétt að benda áhugafólki á að á undanförnum árum hafa nánast öll lönd Evrópu innleitt grundvallarbreytingar á laga- og reglusetningu netspilamála og aukið frjálsræði í þeim efnum. Ísland og Noregur eru undantekningarnar frá þeirri þróun. Nágrannar okkar í Danmörku og Svíþjóð eru meðal þjóða sem hafa afnumið einokunarmódel sín og innleitt leyfiskerfi opið öllum ábyrgum rekstraraðilum. Kosturinn við umhverfi þar sem fyrirtækjum ber að skrá sig og fá leyfi eru ýmsir. Þannig er ekki aðeins hægt að tryggja frjálsa samkeppni heldur undirgangast fyrirtækin að fara eftir ákveðnum reglur sem tryggja meðal annars neytendavernd og að þau beini auglýsingum sínum ekki að börnum og ungmennum. Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun