Fulltrúar Fatah og Hamas undirrita viljayfirlýsingu í Peking Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júlí 2024 06:58 Mahmoud al-Aloul og Mussa Abu Marzuk ásamt Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. epa/Pedro Pardo Fulltrúar Fatah og Hamas, sem hafa fundað í Pekíng í vikunni, undirrituðu yfirlýsingu í gær þar sem fjallað er um bráðabirgðastjórn yfir Gasa og Vesturbakkanum þegar átökum lýkur. Samkvæmt New York Times er þó ekkert fjallað um útfærslu í yfirlýsingunni né tímasetningar. Mousa Abu Marzouk, háttsettur embættismaður innan Hamas, sagði um að ræða söguleg tímamót og þá lofaði Mahmoud al-Aloul, sem fór fyrir sendinefn Fatah, stjórnvöld í Kína fyrir að standa með Palestínumönnum. Tólf aðrar hreyfingar Palestínumanna eru sagðar hafa undirritað yfirlýsinguna. Sérfræðingar segja um að ræða ákveðna sýndarmennsku af hálfu Kína og það sé ekkert sem bendi til þess að leiðtogum Fatah og Hamas sé alvara með að láta af átökum sín á milli og sameinast um nýja stjórn til að leiða Palestínu. „Það sem átti sér stað í Kína er ekkert merkilegt,“ segir Jehad Harb, sérfræðingur í málefnum Palestínu. Fulltrúar Fatah og Hamas hafa áður freistað þess að ná saman og sent frá sér ýmsar yfirlýsingar eftir fundarhöld en án þess að það hafi skilað neinu. „Þessar yfirlýsingar eru ekki virði bleksins sem þarf til að undirrita þær,“ segir Abd Al-Rahman Basem al-Masri, 25 ára íbúi Deir al Balah á Gasa. „Við höfum séð þetta áður og glatað allri trú á þeim.“ Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, fordæmdi hins vegar Mahmoud Abbas, leiðtoga Fatah og forseta Palestínu, fyrir að ganga að samningum við Hamas. „Í stað þess að hafna hryðjuverkastarfsemi þá tekur Mahmoud Abbas morðingja og nauðgara Hamas í fangið og sýnir sitt rétta andlit,“ sagði Katz í yfirlýsingu. Ekkert verði úr samkomulaginu þar sem Hamas verði tortímt og Abbas muni horfa til Gasa úr fjarlægð. „Öryggi Ísrael verður algjörlega í höndum Ísrael.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Kína Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Samkvæmt New York Times er þó ekkert fjallað um útfærslu í yfirlýsingunni né tímasetningar. Mousa Abu Marzouk, háttsettur embættismaður innan Hamas, sagði um að ræða söguleg tímamót og þá lofaði Mahmoud al-Aloul, sem fór fyrir sendinefn Fatah, stjórnvöld í Kína fyrir að standa með Palestínumönnum. Tólf aðrar hreyfingar Palestínumanna eru sagðar hafa undirritað yfirlýsinguna. Sérfræðingar segja um að ræða ákveðna sýndarmennsku af hálfu Kína og það sé ekkert sem bendi til þess að leiðtogum Fatah og Hamas sé alvara með að láta af átökum sín á milli og sameinast um nýja stjórn til að leiða Palestínu. „Það sem átti sér stað í Kína er ekkert merkilegt,“ segir Jehad Harb, sérfræðingur í málefnum Palestínu. Fulltrúar Fatah og Hamas hafa áður freistað þess að ná saman og sent frá sér ýmsar yfirlýsingar eftir fundarhöld en án þess að það hafi skilað neinu. „Þessar yfirlýsingar eru ekki virði bleksins sem þarf til að undirrita þær,“ segir Abd Al-Rahman Basem al-Masri, 25 ára íbúi Deir al Balah á Gasa. „Við höfum séð þetta áður og glatað allri trú á þeim.“ Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, fordæmdi hins vegar Mahmoud Abbas, leiðtoga Fatah og forseta Palestínu, fyrir að ganga að samningum við Hamas. „Í stað þess að hafna hryðjuverkastarfsemi þá tekur Mahmoud Abbas morðingja og nauðgara Hamas í fangið og sýnir sitt rétta andlit,“ sagði Katz í yfirlýsingu. Ekkert verði úr samkomulaginu þar sem Hamas verði tortímt og Abbas muni horfa til Gasa úr fjarlægð. „Öryggi Ísrael verður algjörlega í höndum Ísrael.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Kína Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira