Kom pólitík nálægt Brákarborgarfúskinu? Helgi Áss Grétarsson skrifar 29. júlí 2024 07:21 Rétt áður en veitingastaðurinn Hjá Dóra í Mjóddinni hætti starfsemi í lok apríl 2022 þá stóð ég þar í biðröð. Á meðan hin langa biðröð silaðist áfram spjallaði ég við nokkra iðnaðarmenn. Einn þeirra rifjaði upp sögu þegar verið var að byggja nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi um 20 árum áður. Mikilvægasta atriði sögunnar var að smiði var fyrirskipað af þeim sem stýrðu framkvæmdum að leggja parkett á blauta steypu. Þessu mótmælti smiðurinn en varð að láta undan. Hann hóf þó ekki verkið fyrr en hann fékk það uppáskrifað að hann bæri ekki ábyrgð á því. Stuttu eftir höfuðstöðvarnar voru opnaðir árið 2003 var parkettið, sem smiðurinn lagði, fjarlægt. Sem sagt, stjórnendur skikkuðu smiðinn til að vinna ófaglega svo að hægt væri að opna Orkuveituhúsið á réttum tíma. Aukakostnaður skattgreiðenda af fúskinu skipti engu máli. Þessa sögu má meðal annars kynna sér betur hér: Brákarborgarfærsla þáverandi borgarstjóra haustið 2022 Nokkrum mánuðum eftir samtal mitt við iðnaðarmennina í Mjóddinni, eða hinn 2. október 2022, birti þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, svohljóðandi færslu á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter: „Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun (sic) til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. „Aldrei hætta að þora!““ Þessi færsla borgarstjórans fyrrverandi vísar til byggingar leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi 150-152 en haustið 2022 fékk Reykjavíkurborg umhverfisverðlaunin Grænu skófluna fyrir þá byggingu. Þessi framkvæmd þótti hins vegar umdeild á kjörtímabilinu 2018–2022 í ljós þess mikla kostnaðar sem hlytist af því að kaupa upp mannvirki á lóðinni og endurgera þau sem leikskóla. Varlega áætlað nam kostnaður skattgreiðenda við bygginguna að lágmarki 1.500 milljónum króna, mælt á gildandi verðlagi. Brákarborgarþakið og grastorfan Hinn 24. júlí síðastliðinn var það gert opinbert að burðarvirki Brákarborgar þyldi ekki það álag sem fylgdi grastorfu á þaki hússins. Af því leiddi að sprungur voru farnar að myndast á veggjum og hurðir voru farnar að skekkjast í dyrakörmum. Með öðrum orðum, verðlaunabygging, sem er innan við tveggja ára gömul, er verulega skemmd vegna mistaka við gerð byggingarinnar. Ein afleiðing þessa er að til lengri eða skemmri tíma, þarf að flytja starfsemi Brákarborgar í óhentugt húsnæði í Ármúlanum. Um töluverða röskun er að ræða fyrir starfsfólk leikskólans, börnin sem sækja skólann og foreldra þeirra sem og aðra aðstandendur. Vangaveltur Sagan sem hér var sögð í upphafi af byggingu Orkuveituhússins að Bæjarhálsi varpar ljósi á tiltölulega þekkt atriði, það er, að viss tilhneiging er í þá veru að standa ófaglega að opinberum framkvæmdum, meðal annars vegna óeðlilegs pólitísks þrýstings að verkið sé klárað innan tiltekins tíma, svo sem skömmu fyrir kosningar. Atriðum af þessum toga má velta fyrir sér í Brákarborgarmálinu. Til þess ber að líta að það var töluvert kappsmál fyrir þáverandi borgarstjóra og hans flokk að Brákarborg yrði reist um það leyti sem borgarstjórnarkosningar færu fram vorið 2022. Nærtækt er því að spyrja hvort einhver pólitískur þrýstingur hafi verið til staðar á þá sem unnu að framvindu Brákarborgarverksins. Eða hvernig gat það gerst, að verkefni sem hafði verið mörg ár í undirbúningi, skyldi enda með því að grastorfa var sett á þak leikskólans sem burðarvirkið þoldi ekki? Hvar voru sérfræðingarnir sem reiknuðu þetta út og áttu að hafa eftirlit með framvindu verksins? Hvernig sem á Brákarborgarmálið er litið þá þarf að komast í botns í því. Einnig þá vinkla málsins sem varða pólitíska hlið þess. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Rétt áður en veitingastaðurinn Hjá Dóra í Mjóddinni hætti starfsemi í lok apríl 2022 þá stóð ég þar í biðröð. Á meðan hin langa biðröð silaðist áfram spjallaði ég við nokkra iðnaðarmenn. Einn þeirra rifjaði upp sögu þegar verið var að byggja nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi um 20 árum áður. Mikilvægasta atriði sögunnar var að smiði var fyrirskipað af þeim sem stýrðu framkvæmdum að leggja parkett á blauta steypu. Þessu mótmælti smiðurinn en varð að láta undan. Hann hóf þó ekki verkið fyrr en hann fékk það uppáskrifað að hann bæri ekki ábyrgð á því. Stuttu eftir höfuðstöðvarnar voru opnaðir árið 2003 var parkettið, sem smiðurinn lagði, fjarlægt. Sem sagt, stjórnendur skikkuðu smiðinn til að vinna ófaglega svo að hægt væri að opna Orkuveituhúsið á réttum tíma. Aukakostnaður skattgreiðenda af fúskinu skipti engu máli. Þessa sögu má meðal annars kynna sér betur hér: Brákarborgarfærsla þáverandi borgarstjóra haustið 2022 Nokkrum mánuðum eftir samtal mitt við iðnaðarmennina í Mjóddinni, eða hinn 2. október 2022, birti þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, svohljóðandi færslu á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter: „Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun (sic) til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. „Aldrei hætta að þora!““ Þessi færsla borgarstjórans fyrrverandi vísar til byggingar leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi 150-152 en haustið 2022 fékk Reykjavíkurborg umhverfisverðlaunin Grænu skófluna fyrir þá byggingu. Þessi framkvæmd þótti hins vegar umdeild á kjörtímabilinu 2018–2022 í ljós þess mikla kostnaðar sem hlytist af því að kaupa upp mannvirki á lóðinni og endurgera þau sem leikskóla. Varlega áætlað nam kostnaður skattgreiðenda við bygginguna að lágmarki 1.500 milljónum króna, mælt á gildandi verðlagi. Brákarborgarþakið og grastorfan Hinn 24. júlí síðastliðinn var það gert opinbert að burðarvirki Brákarborgar þyldi ekki það álag sem fylgdi grastorfu á þaki hússins. Af því leiddi að sprungur voru farnar að myndast á veggjum og hurðir voru farnar að skekkjast í dyrakörmum. Með öðrum orðum, verðlaunabygging, sem er innan við tveggja ára gömul, er verulega skemmd vegna mistaka við gerð byggingarinnar. Ein afleiðing þessa er að til lengri eða skemmri tíma, þarf að flytja starfsemi Brákarborgar í óhentugt húsnæði í Ármúlanum. Um töluverða röskun er að ræða fyrir starfsfólk leikskólans, börnin sem sækja skólann og foreldra þeirra sem og aðra aðstandendur. Vangaveltur Sagan sem hér var sögð í upphafi af byggingu Orkuveituhússins að Bæjarhálsi varpar ljósi á tiltölulega þekkt atriði, það er, að viss tilhneiging er í þá veru að standa ófaglega að opinberum framkvæmdum, meðal annars vegna óeðlilegs pólitísks þrýstings að verkið sé klárað innan tiltekins tíma, svo sem skömmu fyrir kosningar. Atriðum af þessum toga má velta fyrir sér í Brákarborgarmálinu. Til þess ber að líta að það var töluvert kappsmál fyrir þáverandi borgarstjóra og hans flokk að Brákarborg yrði reist um það leyti sem borgarstjórnarkosningar færu fram vorið 2022. Nærtækt er því að spyrja hvort einhver pólitískur þrýstingur hafi verið til staðar á þá sem unnu að framvindu Brákarborgarverksins. Eða hvernig gat það gerst, að verkefni sem hafði verið mörg ár í undirbúningi, skyldi enda með því að grastorfa var sett á þak leikskólans sem burðarvirkið þoldi ekki? Hvar voru sérfræðingarnir sem reiknuðu þetta út og áttu að hafa eftirlit með framvindu verksins? Hvernig sem á Brákarborgarmálið er litið þá þarf að komast í botns í því. Einnig þá vinkla málsins sem varða pólitíska hlið þess. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun