Fagurgali kínverska sendiherrans Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 1. ágúst 2024 19:01 Síðan He Rulong tók við sem sendiherra Kína á Íslandi í mars árið 2022 hefur hann verið iðinn við að skrifa greinar í Morgunblaðið. Þær hafa fengið fyrirsagnir eins og: Hughrif mín af Íslandi Byggjum saman fagra og farsæla veröld Ný tækifæri til sameiginlegrar framþróunar Sameinumst í þágu friðar um lausn á átökum Palestínu og Ísraels Siglum saman í gegnum ólgusjó átaka sem ógna öryggi mannkyns Hærra stig opnunar í Kína (sú nýjasta, birt í júlí 2024). Í þessum greinum fer Rulong meðal annars yfir samskipti Íslands og Kína á margan hátt, en löndin gerðu með sér fríverslunarsamning árið 2013 og segir He meðal annars að Kína sé mjög spennt fyrir íslenskum vörum. Þessi samningur er merkilegur fyrir þær sakir að hann er samningur frjáls og opins ríkis við mesta og stærsta alræðisríki heims. Samningsaðilar eru gjörólík lönd, eitt fámennasta land í heimi gegn fjölmennasta landi í heimi, 400.000 íbúar gegn 1,4 milljarðar manna. Í Kína er í raun einn maður, Xi Jinping, forseti þess, sem ræður öllu og enginn veit hvenær mun hætta að vera forseti. Greinar He Rulong eru áferðarfallegar og í anda vel skrifaðra áróðursgreina, en í þeirri nýjastu mærir hann niðurstöður ,,þriðja allsherjarfundar“ Kínverska kommúnistaflokksins, sem haldinn var fyrir skömmu með fulltrúum sem valdir voru til starfa árið 2022. Þrír fundir sem þessi eru haldnir á hverju fimm ára valdatímabili. Að mati fréttaskýrenda snerist þessi fundur nánast alfarið um forsetann og persónu hans. Í grein sem He skrifaði í ágúst 2022 fjallar hann um innrás Rússa í Úkraínu, en enn sem komið er hafa kínversk yfirvöld ekki fordæmt innrásina. Viðskipti Kína og Rússlands hafa hins vegar aldrei verið meiri, að því fram kemur á vef BBC. Í greininni segir He að Ísland hafi staðið sig vel í stuðningi við Úkraínu, en ræðir líka sendingar frá Kína til Úkraínu, meðal annars á mjólkurdufti. Orðrétt segir svo He í grein sinni: ,,Eins og Íslendingar hafa Kínverjar miklar áhyggjur af mannúðarmálum í Úkraínu og þeim skaða sem átökin valda almenningi...Kína mun halda áfram að veita Úkraínu viðeigandi aðstoð eftir þörfum.“ Mér vitanlega hefur sú aðstoð verið í algeru skötulíki, eða bara alls engin. Það vita hins vegar allir sem fylgjast með alþjóðamálum að Kína styður Rússa gegn Úkraínu með ráðum og dáð, í í raun á allan mögulegan hátt, nema með beinum vopnasendingum. Til dæmis er vitað að Kínverjar hafa skaffað Rússum bæði hráefni og tæknibúnað sem þeim stendur ekki til boða vegna viðskiptabanns vegna innrásarinnar. Þá kaupa Kínverjar gríðarlegt magn olíu af Rússum, sem talið er að nemi allt að helmingi útflutnings Rússa. Kína kaupir einnig að talið er um 40% af þeim kolum sem Rússar grafa upp. Kína er því lykilbandamaður Rússa í ólöglegu og viðurstyggilegu árásarstríði þeirra gegn Úkraínu. Því má segja að úkraínskt blóð sé á höndum kínverskra ráðamanna. Fróðlegt væri að heyra He segja sína (les: hlið Kína) á þessum málum. Af hverju er Kína að styðja Rússa í því að sölsa undir sig landsvæði Úkraínu og í því að myrða þar saklausa borgara, börn, gamalmenni, ráðast á skóla, sjúkrahús og álíka? Hvaða hag hefur Kína af slíkum stuðningi? Vladimír Pútin og Xi Jinping hafa hist meira en 40 sinnum. Þeir virðast vera í mjög nánu sambandi og styðja hvor annan með ráðum og dáð. Einskonar ,,bestu-vinir-aðal“, en samanlagt kúga þessir tveir menn meira en einn og hálfan milljarð manna og í báðum löndunum er mannréttindi fótum troðin. Er það hluti af utanríkisstefnu Kína að halda áfram að styðja Vladimír Pútín til áframhaldandi illverka í Úkraínu og heyja stríð sem hefur það markmið að útrýma úkraínsku þjóðinni? Ætlar Kína að vera hluti af þeirri áætlun? Íslensk stjórnvöld ættu að mínu mati að mótmæla harðlega þessari afstöðu Kína og stuðningi þeirra við grimmdarverk Rússa gegn Úkraínsku þjóðinni. Allt hjal He Rulong um bætt samskipti Íslands og Kína í greinum í Morgunblaðinu er bara fagurgali á meðan á stuðningi þeirra við Rússa stendur yfir. Ísland, sem herlaus og friðelskandi þjóð, kaupir ekki slíkt. Það verður því ekki til nein ,,fögur og farsæl veröld“ á meðan Kínverjar halda áfram að vera helsti stuðningsaðili Rússa í kolólöglegu árásarstríði þeirra gegn sjálfstæðri og fullvalda Úkraínu. Höfundur er stjórnmálafræðingur og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Síðan He Rulong tók við sem sendiherra Kína á Íslandi í mars árið 2022 hefur hann verið iðinn við að skrifa greinar í Morgunblaðið. Þær hafa fengið fyrirsagnir eins og: Hughrif mín af Íslandi Byggjum saman fagra og farsæla veröld Ný tækifæri til sameiginlegrar framþróunar Sameinumst í þágu friðar um lausn á átökum Palestínu og Ísraels Siglum saman í gegnum ólgusjó átaka sem ógna öryggi mannkyns Hærra stig opnunar í Kína (sú nýjasta, birt í júlí 2024). Í þessum greinum fer Rulong meðal annars yfir samskipti Íslands og Kína á margan hátt, en löndin gerðu með sér fríverslunarsamning árið 2013 og segir He meðal annars að Kína sé mjög spennt fyrir íslenskum vörum. Þessi samningur er merkilegur fyrir þær sakir að hann er samningur frjáls og opins ríkis við mesta og stærsta alræðisríki heims. Samningsaðilar eru gjörólík lönd, eitt fámennasta land í heimi gegn fjölmennasta landi í heimi, 400.000 íbúar gegn 1,4 milljarðar manna. Í Kína er í raun einn maður, Xi Jinping, forseti þess, sem ræður öllu og enginn veit hvenær mun hætta að vera forseti. Greinar He Rulong eru áferðarfallegar og í anda vel skrifaðra áróðursgreina, en í þeirri nýjastu mærir hann niðurstöður ,,þriðja allsherjarfundar“ Kínverska kommúnistaflokksins, sem haldinn var fyrir skömmu með fulltrúum sem valdir voru til starfa árið 2022. Þrír fundir sem þessi eru haldnir á hverju fimm ára valdatímabili. Að mati fréttaskýrenda snerist þessi fundur nánast alfarið um forsetann og persónu hans. Í grein sem He skrifaði í ágúst 2022 fjallar hann um innrás Rússa í Úkraínu, en enn sem komið er hafa kínversk yfirvöld ekki fordæmt innrásina. Viðskipti Kína og Rússlands hafa hins vegar aldrei verið meiri, að því fram kemur á vef BBC. Í greininni segir He að Ísland hafi staðið sig vel í stuðningi við Úkraínu, en ræðir líka sendingar frá Kína til Úkraínu, meðal annars á mjólkurdufti. Orðrétt segir svo He í grein sinni: ,,Eins og Íslendingar hafa Kínverjar miklar áhyggjur af mannúðarmálum í Úkraínu og þeim skaða sem átökin valda almenningi...Kína mun halda áfram að veita Úkraínu viðeigandi aðstoð eftir þörfum.“ Mér vitanlega hefur sú aðstoð verið í algeru skötulíki, eða bara alls engin. Það vita hins vegar allir sem fylgjast með alþjóðamálum að Kína styður Rússa gegn Úkraínu með ráðum og dáð, í í raun á allan mögulegan hátt, nema með beinum vopnasendingum. Til dæmis er vitað að Kínverjar hafa skaffað Rússum bæði hráefni og tæknibúnað sem þeim stendur ekki til boða vegna viðskiptabanns vegna innrásarinnar. Þá kaupa Kínverjar gríðarlegt magn olíu af Rússum, sem talið er að nemi allt að helmingi útflutnings Rússa. Kína kaupir einnig að talið er um 40% af þeim kolum sem Rússar grafa upp. Kína er því lykilbandamaður Rússa í ólöglegu og viðurstyggilegu árásarstríði þeirra gegn Úkraínu. Því má segja að úkraínskt blóð sé á höndum kínverskra ráðamanna. Fróðlegt væri að heyra He segja sína (les: hlið Kína) á þessum málum. Af hverju er Kína að styðja Rússa í því að sölsa undir sig landsvæði Úkraínu og í því að myrða þar saklausa borgara, börn, gamalmenni, ráðast á skóla, sjúkrahús og álíka? Hvaða hag hefur Kína af slíkum stuðningi? Vladimír Pútin og Xi Jinping hafa hist meira en 40 sinnum. Þeir virðast vera í mjög nánu sambandi og styðja hvor annan með ráðum og dáð. Einskonar ,,bestu-vinir-aðal“, en samanlagt kúga þessir tveir menn meira en einn og hálfan milljarð manna og í báðum löndunum er mannréttindi fótum troðin. Er það hluti af utanríkisstefnu Kína að halda áfram að styðja Vladimír Pútín til áframhaldandi illverka í Úkraínu og heyja stríð sem hefur það markmið að útrýma úkraínsku þjóðinni? Ætlar Kína að vera hluti af þeirri áætlun? Íslensk stjórnvöld ættu að mínu mati að mótmæla harðlega þessari afstöðu Kína og stuðningi þeirra við grimmdarverk Rússa gegn Úkraínsku þjóðinni. Allt hjal He Rulong um bætt samskipti Íslands og Kína í greinum í Morgunblaðinu er bara fagurgali á meðan á stuðningi þeirra við Rússa stendur yfir. Ísland, sem herlaus og friðelskandi þjóð, kaupir ekki slíkt. Það verður því ekki til nein ,,fögur og farsæl veröld“ á meðan Kínverjar halda áfram að vera helsti stuðningsaðili Rússa í kolólöglegu árásarstríði þeirra gegn sjálfstæðri og fullvalda Úkraínu. Höfundur er stjórnmálafræðingur og framhaldsskólakennari.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar