Erum við að gleyma okkur? Yousef Ingi Tamimi skrifar 8. ágúst 2024 10:30 En það er auðvelt að sofna á verðinum þegar ástandið er langvarandi. Ísrael hefur beitt gegndarlausum árásum geg Palestínu í 10 mánuði, árásir sem virðast engan endi ætla að taka. Þrátt fyrir þessar stöðugu og daglegu árásir, þá er staðreyndin sú að vestræni heimurinn, þar með talið Ísland, er að gleyma sér. Við viljum halda í okkar daglega, einfalda og þægilega líf og ekki horfa upp á þær hörmulegu aðgerðir Ísraels gegn Palestínu. Við sem höfum verið framarlega í baráttunni höfum tekið eftir fækkun á mótmælum, minnkandi áhuga landsmanna, en einnig hvernig fréttamiðlar hafa dregið úr umfjöllun af svæðinu. Þegar litið er yfir fjölda frétta frá Palestínu síðan í október þá hafa þær farið fækkandi. Yfirleitt fækkar fréttum þar sem ekkert fréttnæmt á sér stað á svæðinu en aðrar ástæður liggja á bak við fækkun frétta frá Gaza. Í fyrsta lagi hafa Ísraelsmenn drepið yfir 113 fréttamenn á svæðinu sem hefðu getað veitt okkur innsýn í árásirnar frá fyrstu hendi. Í öðru lagi hefur Ísrael bannað fjölmiðlum aðgang að svæðinu nema í einstaka tilfellum, og þá á ferð með ísraelskum hermönnum undir mikilli ritskoðun. Í þriðja lagi hafa fjölmiðlar misst áhugann á málefninu. Í skjóli skertrar fjölmiðlaumfjöllunar og þar af leiðandi skerðingar fjórða valdsins, hefur Ísrael haldið áfram árásum sínum á Palestínu í skjóli fjölmiðlamyrkurs. Það veldur því að Ísrael getur haldið áfram að fremja þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir, drepið börn og fullorðna, og eyðilagt innviði án þess að það sé skrásett eða að hægt sé að draga gerendur til ábyrgðar. Ísrael líður nefnilega best í myrkrinu, enda hefur Ísrael staðið í stórræðum við að drepa blaðamenn. Ísrael hefur að jafnaði drepið um 1 blaðamann á ári undanfarin ár, þar til nú síðustu 10 mánuði þegar Ísrael hefur drepið að minnsta kosti 113 fréttamenn. Það er augljóst að þeirra markmið eru skýr. Palestína á ekki að vera til. Ísrael hefur einbeitt sér að uppbyggingu landránsbyggða í Palestínu án neinna afleiðinga frá vestrænum ríkjum, og með því stolið landi af Palestínu. Ísrael hefur samþykkt lög sem neita tilvist Palestínu og Ísrael stundar nú virkar þjóðernishreinsanir á Gaza. Ísrael hefur engan áhuga á friði við Palestínu – Ísrael vill reyna að endurheimta gamlan draum um Stór-Ísrael; Palestínu og sögulega Palestínu (núverandi Ísrael) án Palestínufólksins. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í að upplýsa almenning og því er mikilvægt að gleyma ekki að fjalla um ástandið í Palestínu. Ef umfjöllun dregst saman, getur það leitt til minnkandi meðvitundar og skorts á aðgerðum frá stjórnvöldum og alþjóðastofnunum. Þetta skapar hættu á að glæpir séu ekki rannsakaðir og afbrotamenn verði ekki dregnir til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot. Regluleg umfjöllun er einnig nauðsynleg til að vinna gegn rangfærslum og falsfréttum sem geta auðveldlega breiðst út í skorti á nákvæmri og áreiðanlegri umfjöllun. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram fréttaflutningi og rannsóknarblaðamennsku á svæðinu og reyni að fylla upp í það fréttagap sem myndast hefur vegna útrýmingu Ísraels á fréttafólki. Fjölmiðlar gegna einnig mikilvægu hlutverk við að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og stuðningi við friðarviðræður, auk þess að varðveita sögulegt samhengi og minnast fórnarlamba. Þegar fjölmiðlar viðhalda umfjöllun sinni, aukast líkurnar á að pólitískir leiðtogar bregðist við og leiti lausna. Með því að halda áfram að fjalla um og veita innsýn í ástandið, stuðla fjölmiðlar að meiri menningarlegum og félagslegum skilningi, sem er grundvöllur fyrir aukna samkennd og mannúðarstefnu í alþjóðasamskiptum. Við verðum að sameinast um að halda áfram að birta sögur og sannleikann frá Palestínu. Þetta er ekki aðeins spurning um að upplýsa heldur einnig að tryggja að mannréttindi séu virt og að réttlæti verði sótt fyrir þá sem hafa þjáðst vegna átaka. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og við verðum að hvetja þá til að halda áfram sinni mikilvægu vinnu. Aðeins með áframhaldandi umfjöllun getum við sett þrýsting á ríkisstjórnir til að taka ábyrgð og tryggja að Palestína verði frjáls. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
En það er auðvelt að sofna á verðinum þegar ástandið er langvarandi. Ísrael hefur beitt gegndarlausum árásum geg Palestínu í 10 mánuði, árásir sem virðast engan endi ætla að taka. Þrátt fyrir þessar stöðugu og daglegu árásir, þá er staðreyndin sú að vestræni heimurinn, þar með talið Ísland, er að gleyma sér. Við viljum halda í okkar daglega, einfalda og þægilega líf og ekki horfa upp á þær hörmulegu aðgerðir Ísraels gegn Palestínu. Við sem höfum verið framarlega í baráttunni höfum tekið eftir fækkun á mótmælum, minnkandi áhuga landsmanna, en einnig hvernig fréttamiðlar hafa dregið úr umfjöllun af svæðinu. Þegar litið er yfir fjölda frétta frá Palestínu síðan í október þá hafa þær farið fækkandi. Yfirleitt fækkar fréttum þar sem ekkert fréttnæmt á sér stað á svæðinu en aðrar ástæður liggja á bak við fækkun frétta frá Gaza. Í fyrsta lagi hafa Ísraelsmenn drepið yfir 113 fréttamenn á svæðinu sem hefðu getað veitt okkur innsýn í árásirnar frá fyrstu hendi. Í öðru lagi hefur Ísrael bannað fjölmiðlum aðgang að svæðinu nema í einstaka tilfellum, og þá á ferð með ísraelskum hermönnum undir mikilli ritskoðun. Í þriðja lagi hafa fjölmiðlar misst áhugann á málefninu. Í skjóli skertrar fjölmiðlaumfjöllunar og þar af leiðandi skerðingar fjórða valdsins, hefur Ísrael haldið áfram árásum sínum á Palestínu í skjóli fjölmiðlamyrkurs. Það veldur því að Ísrael getur haldið áfram að fremja þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir, drepið börn og fullorðna, og eyðilagt innviði án þess að það sé skrásett eða að hægt sé að draga gerendur til ábyrgðar. Ísrael líður nefnilega best í myrkrinu, enda hefur Ísrael staðið í stórræðum við að drepa blaðamenn. Ísrael hefur að jafnaði drepið um 1 blaðamann á ári undanfarin ár, þar til nú síðustu 10 mánuði þegar Ísrael hefur drepið að minnsta kosti 113 fréttamenn. Það er augljóst að þeirra markmið eru skýr. Palestína á ekki að vera til. Ísrael hefur einbeitt sér að uppbyggingu landránsbyggða í Palestínu án neinna afleiðinga frá vestrænum ríkjum, og með því stolið landi af Palestínu. Ísrael hefur samþykkt lög sem neita tilvist Palestínu og Ísrael stundar nú virkar þjóðernishreinsanir á Gaza. Ísrael hefur engan áhuga á friði við Palestínu – Ísrael vill reyna að endurheimta gamlan draum um Stór-Ísrael; Palestínu og sögulega Palestínu (núverandi Ísrael) án Palestínufólksins. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í að upplýsa almenning og því er mikilvægt að gleyma ekki að fjalla um ástandið í Palestínu. Ef umfjöllun dregst saman, getur það leitt til minnkandi meðvitundar og skorts á aðgerðum frá stjórnvöldum og alþjóðastofnunum. Þetta skapar hættu á að glæpir séu ekki rannsakaðir og afbrotamenn verði ekki dregnir til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot. Regluleg umfjöllun er einnig nauðsynleg til að vinna gegn rangfærslum og falsfréttum sem geta auðveldlega breiðst út í skorti á nákvæmri og áreiðanlegri umfjöllun. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram fréttaflutningi og rannsóknarblaðamennsku á svæðinu og reyni að fylla upp í það fréttagap sem myndast hefur vegna útrýmingu Ísraels á fréttafólki. Fjölmiðlar gegna einnig mikilvægu hlutverk við að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og stuðningi við friðarviðræður, auk þess að varðveita sögulegt samhengi og minnast fórnarlamba. Þegar fjölmiðlar viðhalda umfjöllun sinni, aukast líkurnar á að pólitískir leiðtogar bregðist við og leiti lausna. Með því að halda áfram að fjalla um og veita innsýn í ástandið, stuðla fjölmiðlar að meiri menningarlegum og félagslegum skilningi, sem er grundvöllur fyrir aukna samkennd og mannúðarstefnu í alþjóðasamskiptum. Við verðum að sameinast um að halda áfram að birta sögur og sannleikann frá Palestínu. Þetta er ekki aðeins spurning um að upplýsa heldur einnig að tryggja að mannréttindi séu virt og að réttlæti verði sótt fyrir þá sem hafa þjáðst vegna átaka. Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og við verðum að hvetja þá til að halda áfram sinni mikilvægu vinnu. Aðeins með áframhaldandi umfjöllun getum við sett þrýsting á ríkisstjórnir til að taka ábyrgð og tryggja að Palestína verði frjáls. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar