Óheillaþróun á íslenskum vinnumarkaði Gunnar Sigvaldason og Árni B. Björnsson skrifa 15. ágúst 2024 07:30 Samningsréttur háskólamenntaðra í skötulíki. Í mars á þessu ári var gerður langtímasamningur við stærstu stéttarfélögin í landinu, þ.m.t. Eflingu og VR. Í nafni stöðugleika var sú lína dregin að önnur stéttarfélög ættu að fara sömu leið, ekki væri meira í boði. Að stefna að stöðugleika er gott og gilt en þegar háskólamenntaðir hafa borið minna úr býtum við samningaborðið um óeðlilega langt skeið er það beinlínis skylda stéttarfélaga eins og Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) að spyrna við fótum. Rétt er að minna á að Verkfræðingafélag Íslands var aðili að yfirlýsingu 22 stéttarfélaga háskólamenntaðra í marsmánuði sl. Þar var minnt á hvernig ítrekaðar krónutöluhækkanir í síðustu kjarasamningum hafa leikið þennan hóp og var úrbóta krafist. Á þetta er ekki hlustað. Niðurstaðan á að vera áframhaldandi kjararýrnun og það sem kallað hefur verið öfug launaþróun fyrir háskólamenntaða. Viðsemjendur hafa ekki vikið frá þeirri launastefnu sem nú þegar hefur verið gefin út á markaði, þ. e. fjögurra ára samningur með 3,25% hækkun fyrsta árið og 3,5% næstu þrjú árin. Skiptir þá engu sú staðreynd að kaupmáttur verkfræðinga og tæknifræðinga, og annarra háskólahópa, hefur ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hefur hlutfallslega aukist um 29% frá aldamótum (skv. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um kjör verkfræðinga og tæknifræðinga 2000-2022). Samningaviðræður ekki réttnefni Mikillar óánægju gætir meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, hvort sem það er á almennum eða opinberum markaði. Er það samdóma álit að samningaviðræður séu ekki réttnefni. Samninganefndum er afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu og minnst var á hér að ofan. Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar. Heildarkostnaðarmat þeirra samninga hefur verið áætlað í kringum 17,2% á þessum fjórum árum og þar af hefur hvert félag haft um 0,7% til ráðstöfunar í sérkröfur sem eingöngu á við það umhverfi sem þeir starfa í. Sem dæmi hefur verið nefnt að þessi 0,7% gætu nýst í meiri orlofsávinnslu, hærra framlag í sjóði, leiðréttingu á launatöflum og öðru sem félagsmenn viðkomandi félags hafa óskað eftir. Þetta breytir engu um stóru myndina um hversu háskólamenntaðir hafa dregist aftur úr. Óeðlileg völd Samtaka atvinnulífsins Flest hálfopinber fyrirtæki hafa framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins og það hefur Félag ráðgjafarverkfræðinga einnig gert. Á þeim vettvangi hefur stefnan verið sú að launaliður er ekki ræddur heldur er starfsmönnum gert að sækja sér launahækkanir í launaviðtölum. Reynsla félagsmanna VFÍ af launaviðtölum er misjöfn. Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum. Eins og áður var nefnt þá er það staðreynd að kaupmáttur sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði hefur ekki aukist með sambærilegum hætti á undanförnum áratugum og hjá ófaglærðu starfsfólki. Sú þróun er til þess fallin að letja einstaklinga að sækja sér æðri menntun. Nefna má sem dæmi að í stórum fyrirtækjasamningum í Svíþjóð hvarflar ekki að nokkrum manni að ófaglærðir fái hærri prósentuhækkun en háskólamenntaðir. Þar snúast samningaviðræður um getu, burði og vilja fyrirtækjanna að hækka launin. Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði. - Hið síðastnefnda á sérstaklega við um verkfræðinga og tæknifræðinga þar sem skortur er á tæknimenntuðu fólki. Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði. Gunnar Sigvaldason, formaður Kjaradeildar VFÍ og Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samningsréttur háskólamenntaðra í skötulíki. Í mars á þessu ári var gerður langtímasamningur við stærstu stéttarfélögin í landinu, þ.m.t. Eflingu og VR. Í nafni stöðugleika var sú lína dregin að önnur stéttarfélög ættu að fara sömu leið, ekki væri meira í boði. Að stefna að stöðugleika er gott og gilt en þegar háskólamenntaðir hafa borið minna úr býtum við samningaborðið um óeðlilega langt skeið er það beinlínis skylda stéttarfélaga eins og Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) að spyrna við fótum. Rétt er að minna á að Verkfræðingafélag Íslands var aðili að yfirlýsingu 22 stéttarfélaga háskólamenntaðra í marsmánuði sl. Þar var minnt á hvernig ítrekaðar krónutöluhækkanir í síðustu kjarasamningum hafa leikið þennan hóp og var úrbóta krafist. Á þetta er ekki hlustað. Niðurstaðan á að vera áframhaldandi kjararýrnun og það sem kallað hefur verið öfug launaþróun fyrir háskólamenntaða. Viðsemjendur hafa ekki vikið frá þeirri launastefnu sem nú þegar hefur verið gefin út á markaði, þ. e. fjögurra ára samningur með 3,25% hækkun fyrsta árið og 3,5% næstu þrjú árin. Skiptir þá engu sú staðreynd að kaupmáttur verkfræðinga og tæknifræðinga, og annarra háskólahópa, hefur ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hefur hlutfallslega aukist um 29% frá aldamótum (skv. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um kjör verkfræðinga og tæknifræðinga 2000-2022). Samningaviðræður ekki réttnefni Mikillar óánægju gætir meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, hvort sem það er á almennum eða opinberum markaði. Er það samdóma álit að samningaviðræður séu ekki réttnefni. Samninganefndum er afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu og minnst var á hér að ofan. Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar. Heildarkostnaðarmat þeirra samninga hefur verið áætlað í kringum 17,2% á þessum fjórum árum og þar af hefur hvert félag haft um 0,7% til ráðstöfunar í sérkröfur sem eingöngu á við það umhverfi sem þeir starfa í. Sem dæmi hefur verið nefnt að þessi 0,7% gætu nýst í meiri orlofsávinnslu, hærra framlag í sjóði, leiðréttingu á launatöflum og öðru sem félagsmenn viðkomandi félags hafa óskað eftir. Þetta breytir engu um stóru myndina um hversu háskólamenntaðir hafa dregist aftur úr. Óeðlileg völd Samtaka atvinnulífsins Flest hálfopinber fyrirtæki hafa framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins og það hefur Félag ráðgjafarverkfræðinga einnig gert. Á þeim vettvangi hefur stefnan verið sú að launaliður er ekki ræddur heldur er starfsmönnum gert að sækja sér launahækkanir í launaviðtölum. Reynsla félagsmanna VFÍ af launaviðtölum er misjöfn. Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum. Eins og áður var nefnt þá er það staðreynd að kaupmáttur sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði hefur ekki aukist með sambærilegum hætti á undanförnum áratugum og hjá ófaglærðu starfsfólki. Sú þróun er til þess fallin að letja einstaklinga að sækja sér æðri menntun. Nefna má sem dæmi að í stórum fyrirtækjasamningum í Svíþjóð hvarflar ekki að nokkrum manni að ófaglærðir fái hærri prósentuhækkun en háskólamenntaðir. Þar snúast samningaviðræður um getu, burði og vilja fyrirtækjanna að hækka launin. Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði. - Hið síðastnefnda á sérstaklega við um verkfræðinga og tæknifræðinga þar sem skortur er á tæknimenntuðu fólki. Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði. Gunnar Sigvaldason, formaður Kjaradeildar VFÍ og Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar