Ósáttur við að fyrrum eigandi Skagans 3X standi í vegi endurreisnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 14:36 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir gjaldþrot Skagans 3X hnefahögg fyrir samfélagið á Akranesi og furðar sig á hvers vegna ekki var hægt að semja til þess að halda starfseminni gangandi með nýjum eigendum. Stöð 2/Einar Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir fyrrum eigendur fyrirtækisins Skagans 3X skulda Skagamönnum skýringar á því hvað hafi komið í veg fyrir að hægt væri að semja um sölu á eignum til aðila sem voru áhugasamir um að halda starfseminni áfram. Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaðurinn á Akranesi. Skömmu eftir gjaldþrotið greindi Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins, frá því að tilboð hefði borist í eignir þess. Það var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Helgi sagði RÚV í dag að þau áform væru farin út um þúfur og að nú væri stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. Við það er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, afar ósáttur. Hann sagðist í færslu á Facebook hafa fyrir því heimildir að fjársterkir aðilar úr sjávarútvegi og iðnaði hafi gert tilboðið í þrotabúið og að þeir hafi haft áhuga á að endurreisa Skagann 3X. Fjölskylda Ingólfs Árnasonar, fyrrum eiganda Skagans 3X, hafi hins vegar hafnað tilboði um kaup fjárfestanna á fasteignum sem voru forsenda þess að reisa fyrirtækið upp frá dauðum. Sagði hann fjölskylduna skulda bæjarbúum svör um hvers vegna tilboðinu hefði verið hafnað. „Ég ætla að leyfa mér að segja að það er ekki og á ekki að vera einkamál fjölskyldu Ingólfs Árnasonar og annarra hvað varð þess valdandi að ekki tókst að endurreisa fyrirtækið enda liggur lífsviðurværi 128 fjölskyldna undir sem og gríðarlegt tekjufall fyrir Akraneskaupstað sem klárlega mun bitna á velferð bæjarbúa,“ segir í færslu Vilhjálms sem telur ákvörðunina óskiljanlega. „Græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað?“ Um gríðarlegt hagsmunamál fyrir Akranesbæ og íbúa hans er að ræða, að sögn Vilhjálms. Bærinn horfi fram á að tapa yfir 400 milljónum króna af útsvarstekjum, um 6,5 prósent af tekjum bæjarins. Krefst hann þess að upplýst verði um hvað varð þess valdandi að ekki var hægt að semja um framtíð fyrir Skagann 3X. „Er það græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað? Hins vegar eru það eru engir aðrir en þeir sem þekkja alla þræði þessara samningaviðræðna sem geta svarað því. Þær upplýsingar og svör við þessum spurningum eigum við Akurnesingar svo sannarlega rétt á að fá,“ skrifar Vilhjálmur. Akranes Stéttarfélög Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaðurinn á Akranesi. Skömmu eftir gjaldþrotið greindi Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins, frá því að tilboð hefði borist í eignir þess. Það var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Helgi sagði RÚV í dag að þau áform væru farin út um þúfur og að nú væri stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. Við það er Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, afar ósáttur. Hann sagðist í færslu á Facebook hafa fyrir því heimildir að fjársterkir aðilar úr sjávarútvegi og iðnaði hafi gert tilboðið í þrotabúið og að þeir hafi haft áhuga á að endurreisa Skagann 3X. Fjölskylda Ingólfs Árnasonar, fyrrum eiganda Skagans 3X, hafi hins vegar hafnað tilboði um kaup fjárfestanna á fasteignum sem voru forsenda þess að reisa fyrirtækið upp frá dauðum. Sagði hann fjölskylduna skulda bæjarbúum svör um hvers vegna tilboðinu hefði verið hafnað. „Ég ætla að leyfa mér að segja að það er ekki og á ekki að vera einkamál fjölskyldu Ingólfs Árnasonar og annarra hvað varð þess valdandi að ekki tókst að endurreisa fyrirtækið enda liggur lífsviðurværi 128 fjölskyldna undir sem og gríðarlegt tekjufall fyrir Akraneskaupstað sem klárlega mun bitna á velferð bæjarbúa,“ segir í færslu Vilhjálms sem telur ákvörðunina óskiljanlega. „Græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað?“ Um gríðarlegt hagsmunamál fyrir Akranesbæ og íbúa hans er að ræða, að sögn Vilhjálms. Bærinn horfi fram á að tapa yfir 400 milljónum króna af útsvarstekjum, um 6,5 prósent af tekjum bæjarins. Krefst hann þess að upplýst verði um hvað varð þess valdandi að ekki var hægt að semja um framtíð fyrir Skagann 3X. „Er það græðgi, óbilgirni eða er það eitthvað annað? Hins vegar eru það eru engir aðrir en þeir sem þekkja alla þræði þessara samningaviðræðna sem geta svarað því. Þær upplýsingar og svör við þessum spurningum eigum við Akurnesingar svo sannarlega rétt á að fá,“ skrifar Vilhjálmur.
Akranes Stéttarfélög Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira