ADHD og Sköpunargáfa: Leyndarmál Skapandi Framfara: Steindór Þórarinsson skrifar 18. ágúst 2024 18:31 Eftir að hafa lært um mitt ADHD og farið í gegnum tveggja ára sjálfsrannsókn, lestri og endurmati á mínu eigin lífi eftir mörguar áskoranir en líka sigrana, hef ég orðið var við tilhneigingu til að einblína á erfiðleikana sem fylgja ADHD. En það eru líka óneitanlega kostir sem fylgja þessari röskun, sérstaklega þegar kemur að sköpunarkrafti. Í þessari grein vil ég skoða hvernig ADHD og sköpunargáfa geta tengst og mögulega leiða til skapandi framfara. Sem einhver sem hefur starfað mikið með tónlistarfólki, sem matreiðslumaður og grafískur hönnuður, hef ég upplifað frá fyrstu hendi hvernig þessi eiginleiki hefur ómeðvitað hjálpað mér. Nú er ég í stakk búinn til að beisla þessa orku og sköpunarkraft til góðra verka. Svona þar sem mikið af fréttum og umræðu í samfélaginu er gríðarlega neikveitt alltaf, að þá langar mig að koma með eitthvað jákvætt inni í samtalið. „Creative powers are like a burst water pipe, they flow with a force that refuses to be confined,” Maya Angelou Óhefðbundin hugsun: Blessun í dulargervi Fólk með ADHD býr oft yfir sérstökum hæfileikum til að tengja hugmyndir á óvenjulegar og nýstárlegar leiðir. Þessi hæfileiki getur verið kraftmikill í listum, tónlist, ritstörfum og öðrum skapandi greinum einnig hjálpar þetta frumkvöðlum að finna lausnir og hugsa útfyrir kassann, þar sem óhefðbundnar nálganir og nýjar hugmyndir eru eftirsóknarverðar. Þekkt dæmi um skapandi einstaklinga með ADHD eru m.a. Billie Eilish, Emma Watson, Justin Timberlake og Dave Grhol, sem öll hafa talað opinskátt um sitt ADHD og hvernig þau nýta sér þennan eiginleika í sínu starfi. Hvernig ADHD styður við sköpunargáfu Sköpunarkraftur krefst frelsis til að leika sér með hugmyndir sem er eitthvað sem fólk með ADHD gerir náttúrulega. Tenging hugmynda á frjálslegan hátt, sem er einkennandi fyrir ADHD, gerir það að verkum að einstaklingar geta oft komið fram með nýjar og óvenjulegar lausnir á flóknum vandamálum. Þessi eiginleiki getur verið gríðarlega gagnlegur í skapandi ferlum, þar sem hröð framleiðsla og snögg þróun hugmynda geta skipt sköpum. „Fólk með ADHD býr yfir sérstökum sköpunargáfum vegna þess hvernig þeirra hugur hoppar frá einu til annars. Þar liggja falin tækifæri til að sjá heiminn öðruvísi," ADHD Pabbi Skapandi aðferðir: Nýta styrkleika ADHDFjölmargir aðferðafræðingar og sérfræðingar hafa þróað aðferðir til að hjálpa einstaklingum með ADHD að beisla sinn sköpunarkraft. Megináherslan er á að þróa meðvitund um eigin hugsunarhátt og aðferðir, stýra orku á uppbyggilegan hátt og finna leiðir til að viðhalda sköpunargleði. Til dæmis, með því að beita skapandi markþjálfun er hægt að hjálpa skjólstæðingum að læra að nýta orku sína og skapandi hæfileika á árangursríkan hátt. „Discovery consists of seeing what everybody has seen and thinking what nobody has thought, " Albert Szent-Györgyi Dæmi um Sköpunarkraft með ADHD Skapandi einstaklingar með ADHD eru oft í fararbroddi nýsköpunar. Skáldið og leikarinn Howie Mandel, sem hefur ADHD, hefur nýtt sér sína einstöku hæfileika til að skapa einstakar og eftirminnilegar framkomur á sviði og í sjónvarpi. Hans geta til að flæða á milli hugmynda og aðlaga sig hratt að nýjum aðstæðum hefur hjálpað honum að vera framarlega í skemmtanaiðnaðinum.„The true sign of intelligence is not knowledge but imagination," Albert Einstein. ADHD Þarf ekki að vera fylgifiskur sem heftir það getur verið kraftmikill drifkraftur sköpunar og nýsköpunar. Með réttri þekkingu og stuðningi geta einstaklingar með ADHD nýtt sér þessa eiginleika til að ná frábærum árangri í listum, tónlist og öðrum skapandi sviðum. Höfundur er markaðsráðgjafi & ICF viðurkenndur markþjálfi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa lært um mitt ADHD og farið í gegnum tveggja ára sjálfsrannsókn, lestri og endurmati á mínu eigin lífi eftir mörguar áskoranir en líka sigrana, hef ég orðið var við tilhneigingu til að einblína á erfiðleikana sem fylgja ADHD. En það eru líka óneitanlega kostir sem fylgja þessari röskun, sérstaklega þegar kemur að sköpunarkrafti. Í þessari grein vil ég skoða hvernig ADHD og sköpunargáfa geta tengst og mögulega leiða til skapandi framfara. Sem einhver sem hefur starfað mikið með tónlistarfólki, sem matreiðslumaður og grafískur hönnuður, hef ég upplifað frá fyrstu hendi hvernig þessi eiginleiki hefur ómeðvitað hjálpað mér. Nú er ég í stakk búinn til að beisla þessa orku og sköpunarkraft til góðra verka. Svona þar sem mikið af fréttum og umræðu í samfélaginu er gríðarlega neikveitt alltaf, að þá langar mig að koma með eitthvað jákvætt inni í samtalið. „Creative powers are like a burst water pipe, they flow with a force that refuses to be confined,” Maya Angelou Óhefðbundin hugsun: Blessun í dulargervi Fólk með ADHD býr oft yfir sérstökum hæfileikum til að tengja hugmyndir á óvenjulegar og nýstárlegar leiðir. Þessi hæfileiki getur verið kraftmikill í listum, tónlist, ritstörfum og öðrum skapandi greinum einnig hjálpar þetta frumkvöðlum að finna lausnir og hugsa útfyrir kassann, þar sem óhefðbundnar nálganir og nýjar hugmyndir eru eftirsóknarverðar. Þekkt dæmi um skapandi einstaklinga með ADHD eru m.a. Billie Eilish, Emma Watson, Justin Timberlake og Dave Grhol, sem öll hafa talað opinskátt um sitt ADHD og hvernig þau nýta sér þennan eiginleika í sínu starfi. Hvernig ADHD styður við sköpunargáfu Sköpunarkraftur krefst frelsis til að leika sér með hugmyndir sem er eitthvað sem fólk með ADHD gerir náttúrulega. Tenging hugmynda á frjálslegan hátt, sem er einkennandi fyrir ADHD, gerir það að verkum að einstaklingar geta oft komið fram með nýjar og óvenjulegar lausnir á flóknum vandamálum. Þessi eiginleiki getur verið gríðarlega gagnlegur í skapandi ferlum, þar sem hröð framleiðsla og snögg þróun hugmynda geta skipt sköpum. „Fólk með ADHD býr yfir sérstökum sköpunargáfum vegna þess hvernig þeirra hugur hoppar frá einu til annars. Þar liggja falin tækifæri til að sjá heiminn öðruvísi," ADHD Pabbi Skapandi aðferðir: Nýta styrkleika ADHDFjölmargir aðferðafræðingar og sérfræðingar hafa þróað aðferðir til að hjálpa einstaklingum með ADHD að beisla sinn sköpunarkraft. Megináherslan er á að þróa meðvitund um eigin hugsunarhátt og aðferðir, stýra orku á uppbyggilegan hátt og finna leiðir til að viðhalda sköpunargleði. Til dæmis, með því að beita skapandi markþjálfun er hægt að hjálpa skjólstæðingum að læra að nýta orku sína og skapandi hæfileika á árangursríkan hátt. „Discovery consists of seeing what everybody has seen and thinking what nobody has thought, " Albert Szent-Györgyi Dæmi um Sköpunarkraft með ADHD Skapandi einstaklingar með ADHD eru oft í fararbroddi nýsköpunar. Skáldið og leikarinn Howie Mandel, sem hefur ADHD, hefur nýtt sér sína einstöku hæfileika til að skapa einstakar og eftirminnilegar framkomur á sviði og í sjónvarpi. Hans geta til að flæða á milli hugmynda og aðlaga sig hratt að nýjum aðstæðum hefur hjálpað honum að vera framarlega í skemmtanaiðnaðinum.„The true sign of intelligence is not knowledge but imagination," Albert Einstein. ADHD Þarf ekki að vera fylgifiskur sem heftir það getur verið kraftmikill drifkraftur sköpunar og nýsköpunar. Með réttri þekkingu og stuðningi geta einstaklingar með ADHD nýtt sér þessa eiginleika til að ná frábærum árangri í listum, tónlist og öðrum skapandi sviðum. Höfundur er markaðsráðgjafi & ICF viðurkenndur markþjálfi
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar