Forvarnir gegn ofbeldi: Samfélagsátak í upphafi skólaárs Alfa Jóhannsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 19:02 Haustið hefur alltaf verið uppáhalds tími ársins hjá mér. Það er eitthvað við það þegar nýtt skólaárs hefst og loftið fyllist af spennu og tilhlökkun fyrir nýju upphafi, nýjum vinum og nýjum tækifærum. Haustið er hinsvegar líka mikilvægur tími til að einbeita sér að því sem er kannski minna sýnilegt en alveg jafn mikilvægt: forvörnum gegn ofbeldi. Þá er líka gott að minna á að það að tryggja öryggi og vellíðan barna er sameiginleg ábyrgð okkar allra, ábyrgð sem nær út fyrir veggi skólans, út fyrir veggi heimilisins og inn í alla anga samfélagsins. Starfsfólk skóla eru í fremstu víglínu þegar kemur að því að greina og koma í veg fyrir ofbeldi í skólum. Þau eru ekki bara kennarar heldur umönnunaraðilar, leiðbeinendur og fyrirmyndir sem gegna mikilvægu hlutverki í að móta hegðun og viðhorf barnanna okkar. Flestir kennarar velja sér þann starfsvettvang einmitt vegna þess að þau hafa ástríðu fyrir því að hlúa að og móta unga huga og eru staðráðin í að skapa öruggt og styðjandi umhverfi fyrir nemendur sína. Það er mikilvægt að muna að kennarar og annað starfsfólk skóla eru líka bara fólk eins og ég og þú, fólk sem vinnur sleitulaust og oft við mjög krefjandi aðstæður að því að efla jákvætt andrúmsloft án aðgreiningar í kennslustofum sínum. Kennarar gera líka flest ráðstafanir til að koma í veg fyrir ofbeldi, hvort sem það er með því að leysa átök sem koma upp, efla samkennd og skilning meðal nemenda eða einfaldlega vera til staðar og hlusta. Viðleitni þeirra til að koma í veg fyrir ofbeldi getur hins vegar aðeins skilað raunverulegum árangri ef stuðningur alls samfélagsins er til staðar. Forvarnir gegn ofbeldi eru ekki bara á ábyrgð kennara og skólastjórnenda; þetta er samfélagslegt átak. Foreldrar, forráðamenn, frænkur, frændur, afar, ömmur, nágrannar og öll hin hafa hlutverki að gegna til að skapa öruggt umhverfi fyrir börn. Við skiptum öll máli og berum öll ábyrgð. Hér eru nokkrar leiðir fyrir okkur að taka þátt og leggja okkar af mörkum: Opin samskipti: Við getum hvatt til opinna samskipta milli barna, foreldra og kennara. Þegar börn finna fyrir stuðningi og finna fyrir því að á þau sé hlustað, þá eru þau líklegri til að láta í ljós áhyggjur og segja frá einelti eða ofbeldi. Sýnum gott fordæmi: Við megum ekki gleyma því að börn læra af okkur, þau hlusta ekki bara á það sem við segjum heldur fylgjast með því sem við gerum. Fullorðin í samfélaginu þurfa því að sýna virðingu án ofbeldis í samskiptum sínum við annað fólk. Munum líka að í hvert sinn sem við förum yfir mörk í samskiptum, geta mörkin færst til. Þannig að í hvert sinn sem börn sjá ofbeldi og virðingarleysi í samskiptum geta hugmyndir þeirra um hvað er eðlilegt og í lagi í samskiptum, færst til. Verum dugleg að benda á óeðlileg samskipti og komum vel fram. Munum líka að lítil eyru heyra oft best. Stuðla að inngildingu: Við eigum að gera okkur til að efla inngildingu og þátttöku án aðgreiningar og tryggja þannig að öll börn upplifi að þau séu samþykkt og metin að verðleikum óháð uppruna, trú, kynhneigð, kynvitund eða jafnvel stétt eða stöðu foreldra þeirra. Stuðningur við geðheilbrigði barna og ungmenna: Snemmtæk inngrip og stuðningur við andlega líðan barna og ungmenna geta komið í veg fyrir ofbeldi. Við sem samfélag ættum að beita okkur fyrir úrræðum sem veita börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning. Efla sterk tengsl: Hvetjum börn til að byggja upp jákvæð tengsl við jafnaldra sína, kennara og annað fólk í samfélaginu. Sterk og styðjandi tengsl geta verið góð forvörn gegn ofbeldi og einelti. Við getum líka verið börnunum einhver sem þau treysta og geta leitað til. Verum því traustsins verð, hlustum og leyfum börnunum alltaf að njóta vafans. Til að koma í veg fyrir ofbeldi á áhrifaríkan hátt er nauðsynlegt að styrkja og styðja við starfsfólk skólanna. Starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum á að vera undirbúið undir það að þekkja merki um hugsanlegt ofbeldi og að geta gripið inn í á viðeigandi hátt. Þetta felur í sér reglulega þjálfun og fræðslu til starfsfólks og faglega þróun á kennsluháttum. Ef við líkjum ofbeldi gegn börnum við sjóslysi þá liggur það beint við að í hvert sinn sem barn fellur í sjóinn þá hendum við ekki ósyndum kennurum fyrir borð, krossleggjum fingur og vonum að þau skili sér heil tilbaka. Við sinnum að sjálfsögðu markvissum forvörnum og undirbúum kennarana okkar, við fræðum þau og kennum þeim að bregðast rétt við. Við þurfum ekki bara að kenna þeim að synda, við þurfum líka að kenna þeim að þekkja merkin ef barn á á hættu að drukkna, ef barn virðist eiga í vandræðum með sundtökin og við þurfum að kenna þeim margvíslegar björgunaraðferðir og jafnvel endurlífgun. Við þurfum að undirbúa þau undir það að ræða við börn sem hafa lent í sjónum og við þurfum að undirbúa kennara sem sjálf hafa einhvern tíma fallið fyrir borð, eiga erfitt með eigin tilfinningar og óttast jafnvel sjóinn. Afþví að þau sem sinna forvörnum eru líka bara fólk – fólk eins og við öll. Börn og ungmenni eiga líka að hafa vald til að taka virkan þátt í forvörnum gegn ofbeldi. Þau eiga rétt á að læra um réttindi sín, að læra um hvað er í lagi og hvað ekki – að læra um ofbeldi. Þannig læra þau betur að þekkja eigin mörk og annarra og eru betur í stakk búin að bregðast við ef þau upplifa ógn, ofbeldi eða ranglæti. Þetta eykur einnig líkurnar á að þau leiti sér hjálpar og ræði það sem skiptir máli. Þá er mikilvægt að við séum tilbúin að hlusta og bregðast við ef þarf. Þannig að, núna þegar skólaárið er að hefjast þá skulum við muna að ofbeldisforvarnir eru ekki bara mál sem er unnið að innan skólanna: þetta er samfélagsmál og með því að vinna saman getum við skapað umhverfi þar sem börn og ungmenni finna fyrir öryggi og stuðningi til að vaxa og þroskast. Munum líka að þakka fyrir og styðja við starfsfólkið okkar innan leik-, grunn- og framhaldsskólanna sem mæta til vinnu alla daga og annast börnin okkar, taka fyrir þau slagi og standa vaktina upp á dekki í allskonar veðri, bæði í sól og lygnum sjó og brælu og ólgusjó. Það eru ekki bara umsjónarkennarar eða skólastjórnendur sem börnin okkar treysta mest og best innan skólanna – stundum eru það skólaliðar, starfsfólkið í eldhúsinu, í frístund eða innan félagsmiðstöðvanna. Styðjum við fólkið á gólfinu og gerum þetta saman. Höfundur er forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Haustið hefur alltaf verið uppáhalds tími ársins hjá mér. Það er eitthvað við það þegar nýtt skólaárs hefst og loftið fyllist af spennu og tilhlökkun fyrir nýju upphafi, nýjum vinum og nýjum tækifærum. Haustið er hinsvegar líka mikilvægur tími til að einbeita sér að því sem er kannski minna sýnilegt en alveg jafn mikilvægt: forvörnum gegn ofbeldi. Þá er líka gott að minna á að það að tryggja öryggi og vellíðan barna er sameiginleg ábyrgð okkar allra, ábyrgð sem nær út fyrir veggi skólans, út fyrir veggi heimilisins og inn í alla anga samfélagsins. Starfsfólk skóla eru í fremstu víglínu þegar kemur að því að greina og koma í veg fyrir ofbeldi í skólum. Þau eru ekki bara kennarar heldur umönnunaraðilar, leiðbeinendur og fyrirmyndir sem gegna mikilvægu hlutverki í að móta hegðun og viðhorf barnanna okkar. Flestir kennarar velja sér þann starfsvettvang einmitt vegna þess að þau hafa ástríðu fyrir því að hlúa að og móta unga huga og eru staðráðin í að skapa öruggt og styðjandi umhverfi fyrir nemendur sína. Það er mikilvægt að muna að kennarar og annað starfsfólk skóla eru líka bara fólk eins og ég og þú, fólk sem vinnur sleitulaust og oft við mjög krefjandi aðstæður að því að efla jákvætt andrúmsloft án aðgreiningar í kennslustofum sínum. Kennarar gera líka flest ráðstafanir til að koma í veg fyrir ofbeldi, hvort sem það er með því að leysa átök sem koma upp, efla samkennd og skilning meðal nemenda eða einfaldlega vera til staðar og hlusta. Viðleitni þeirra til að koma í veg fyrir ofbeldi getur hins vegar aðeins skilað raunverulegum árangri ef stuðningur alls samfélagsins er til staðar. Forvarnir gegn ofbeldi eru ekki bara á ábyrgð kennara og skólastjórnenda; þetta er samfélagslegt átak. Foreldrar, forráðamenn, frænkur, frændur, afar, ömmur, nágrannar og öll hin hafa hlutverki að gegna til að skapa öruggt umhverfi fyrir börn. Við skiptum öll máli og berum öll ábyrgð. Hér eru nokkrar leiðir fyrir okkur að taka þátt og leggja okkar af mörkum: Opin samskipti: Við getum hvatt til opinna samskipta milli barna, foreldra og kennara. Þegar börn finna fyrir stuðningi og finna fyrir því að á þau sé hlustað, þá eru þau líklegri til að láta í ljós áhyggjur og segja frá einelti eða ofbeldi. Sýnum gott fordæmi: Við megum ekki gleyma því að börn læra af okkur, þau hlusta ekki bara á það sem við segjum heldur fylgjast með því sem við gerum. Fullorðin í samfélaginu þurfa því að sýna virðingu án ofbeldis í samskiptum sínum við annað fólk. Munum líka að í hvert sinn sem við förum yfir mörk í samskiptum, geta mörkin færst til. Þannig að í hvert sinn sem börn sjá ofbeldi og virðingarleysi í samskiptum geta hugmyndir þeirra um hvað er eðlilegt og í lagi í samskiptum, færst til. Verum dugleg að benda á óeðlileg samskipti og komum vel fram. Munum líka að lítil eyru heyra oft best. Stuðla að inngildingu: Við eigum að gera okkur til að efla inngildingu og þátttöku án aðgreiningar og tryggja þannig að öll börn upplifi að þau séu samþykkt og metin að verðleikum óháð uppruna, trú, kynhneigð, kynvitund eða jafnvel stétt eða stöðu foreldra þeirra. Stuðningur við geðheilbrigði barna og ungmenna: Snemmtæk inngrip og stuðningur við andlega líðan barna og ungmenna geta komið í veg fyrir ofbeldi. Við sem samfélag ættum að beita okkur fyrir úrræðum sem veita börnum og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning. Efla sterk tengsl: Hvetjum börn til að byggja upp jákvæð tengsl við jafnaldra sína, kennara og annað fólk í samfélaginu. Sterk og styðjandi tengsl geta verið góð forvörn gegn ofbeldi og einelti. Við getum líka verið börnunum einhver sem þau treysta og geta leitað til. Verum því traustsins verð, hlustum og leyfum börnunum alltaf að njóta vafans. Til að koma í veg fyrir ofbeldi á áhrifaríkan hátt er nauðsynlegt að styrkja og styðja við starfsfólk skólanna. Starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum á að vera undirbúið undir það að þekkja merki um hugsanlegt ofbeldi og að geta gripið inn í á viðeigandi hátt. Þetta felur í sér reglulega þjálfun og fræðslu til starfsfólks og faglega þróun á kennsluháttum. Ef við líkjum ofbeldi gegn börnum við sjóslysi þá liggur það beint við að í hvert sinn sem barn fellur í sjóinn þá hendum við ekki ósyndum kennurum fyrir borð, krossleggjum fingur og vonum að þau skili sér heil tilbaka. Við sinnum að sjálfsögðu markvissum forvörnum og undirbúum kennarana okkar, við fræðum þau og kennum þeim að bregðast rétt við. Við þurfum ekki bara að kenna þeim að synda, við þurfum líka að kenna þeim að þekkja merkin ef barn á á hættu að drukkna, ef barn virðist eiga í vandræðum með sundtökin og við þurfum að kenna þeim margvíslegar björgunaraðferðir og jafnvel endurlífgun. Við þurfum að undirbúa þau undir það að ræða við börn sem hafa lent í sjónum og við þurfum að undirbúa kennara sem sjálf hafa einhvern tíma fallið fyrir borð, eiga erfitt með eigin tilfinningar og óttast jafnvel sjóinn. Afþví að þau sem sinna forvörnum eru líka bara fólk – fólk eins og við öll. Börn og ungmenni eiga líka að hafa vald til að taka virkan þátt í forvörnum gegn ofbeldi. Þau eiga rétt á að læra um réttindi sín, að læra um hvað er í lagi og hvað ekki – að læra um ofbeldi. Þannig læra þau betur að þekkja eigin mörk og annarra og eru betur í stakk búin að bregðast við ef þau upplifa ógn, ofbeldi eða ranglæti. Þetta eykur einnig líkurnar á að þau leiti sér hjálpar og ræði það sem skiptir máli. Þá er mikilvægt að við séum tilbúin að hlusta og bregðast við ef þarf. Þannig að, núna þegar skólaárið er að hefjast þá skulum við muna að ofbeldisforvarnir eru ekki bara mál sem er unnið að innan skólanna: þetta er samfélagsmál og með því að vinna saman getum við skapað umhverfi þar sem börn og ungmenni finna fyrir öryggi og stuðningi til að vaxa og þroskast. Munum líka að þakka fyrir og styðja við starfsfólkið okkar innan leik-, grunn- og framhaldsskólanna sem mæta til vinnu alla daga og annast börnin okkar, taka fyrir þau slagi og standa vaktina upp á dekki í allskonar veðri, bæði í sól og lygnum sjó og brælu og ólgusjó. Það eru ekki bara umsjónarkennarar eða skólastjórnendur sem börnin okkar treysta mest og best innan skólanna – stundum eru það skólaliðar, starfsfólkið í eldhúsinu, í frístund eða innan félagsmiðstöðvanna. Styðjum við fólkið á gólfinu og gerum þetta saman. Höfundur er forvarnafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun