Ekki brjóta alþjóðalög í næstu búðarferð Ingólfur Gíslason skrifar 27. ágúst 2024 07:32 Æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðadómstóllinn, birti í júlí álit sitt á hernámi og viðveru Ísraelsríkis á þeim svæðum í Palestínu sem ríkið tók hernámi árið 1967. Málið var lagt fyrir dómstólinn áður en útrýmingarherferð Ísraels á Gaza hófst síðastliðið haust, en er ekki fyrsta álitið sem hann gefur um hernám Ísraels. Fyrir 20 árum úrskurðaði hann að aðskilnaðarmúrarnir sem Ísraelsríki hefur reist á hernumdum svæðum á Vesturbakkanum væru ólögmætir og ætti að fjarlægja. Ísraelsríki hefur ekki farið eftir þeirri skipun frekar en óteljandi samþykktum Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna eða Öryggisráðsins sem ítreka rétt Palestínufólks til frelsis, sjálfsákvörðunar og að snúa aftur til síns heima. Hvað sagði Alþjóðadómstóllinn? Hægt er að skipta áliti dómstólsins í tvo hluta, annars vegar um það sem Ísraelsríki er skylt að gera og hins vegar um það sem öðrum ríkjum er skylt að gera. Dómstóllinn segir að viðvera Ísraelsríkis á hernumdum palestínskum svæðum sé ólögmæt og Ísraelsríki skylt að binda enda á ólögmæta viðveru sína á hernumdu palestínsku svæðunum hið snarasta, hætta öllu landráni og að flytja allt landtökufólk burt, auk þess að borga skaðabætur fyrir þann skaða sem það hefur verið valdið öllum þeim aðilum sem eiga í hlut á hernumdu palestínsku svæðunum. Dómstóllinn segir líka að öllum ríkjum og alþjóðlegum stofnunum sé skylt að viðurkenna ekki ástandið sem stafar af ólögmætri viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum sem lögmætt ástand og að veita ekki aðstoð eða stuðning við að viðhalda ástandinu, auk þess sem þeim ber að finna leiðir til að binda enda á ólögmæta viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum, eins fljótt og auðið er. Í rökstuðningi dómstólsins kemur einnig fram að Ísraelsríki reki aðskilnaðarstefnu og mismuni Palestínufólki með ýmsum hætti. Hvað ber að gera? Samkvæmt áliti Alþjóðadómstólsins mega ríki ekki gera neitt það sem stuðlar að því að viðhalda ástandinu sem hefur skapast af viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum. Þar með má íslenska ríkið til dæmis ekki eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem hafa starfsemi á hernumdu svæðunum eða fyrirtæki sem styðja viðveru Ísraelsríkis á þeim. Það má einnig sjá rök fyrir því að öll viðskipti og vinsamleg samskipti við Ísraelsríki sjálft og fyrirtæki innan þess séu nú ólögleg samkvæmt alþjóðalögum því að slík viðskipti og samskipti eru augljóslega til þess fallin að viðhalda ástandinu sem skapast hefur af viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum. Hernámið og hið ólögmæta ástand eru svo sannarlega stefna ríkisins, sem hefur stórfelldan efnislegan ávinning af því, vegna þess að það rænir náttúruauðlindum og nýtir land undir íbúabyggð án endurgjalds til eigenda þess. Af þessu má draga þá ályktun að okkur öllum beri að þrýsta á okkar eigin íslensku stjórnvöld að fara eftir þessu áliti Alþjóðadómstólsins og hætta öllum samskiptum og viðskiptum við hernámsríkið Ísrael sem hefur brotið alþjóðalög samfellt í 57 ár. En við getum gert meira. Við getum sjálf reynt að hafa áhrif á íslensk fyrirtæki. Á meðan lögum hefur ekki verið breytt til að stöðva allan stuðning við hernámsveldið getum við hætt viðskiptum við fyrirtæki sem versla við það eða eru í eigu aðila þar. Flest vitum við að fjármálafyrirtækið Rapyd er eitt slíkt fyrirtæki, og sum vita af fleiri fyrirtækjum, svo sem Sódastream og Morrocan Oil. Auk þess eru ennþá fyrirtæki sem flytja inn ávexti frá Ísrael og búðir sem selja þá. Fyrir okkur sem viljum helst forðast að veita alþjóðalögbrjótum stuðning er sjálfsagt að sniðganga slíkar vörur eftir því sem við getum og reyndar er óskiljanlegt að verslanir vilji vera þekktar fyrir að bjóða upp á þessa vöru. Þá er hörmulegt að vita til þess að ísraelska fyrirtækið Teva sé eini framleiðandi margra lyfja hér á landi sem gerir mörgum ómögulegt að hætta viðskiptum við það. Því þarf að breyta. Sniðganga bætir, hressir og kætir Vont er að lifa í andstöðu við gildin sín. Mun betra er fyrir geðið að breyta í samræmi við gildin. Spekingar hafa auðvitað bent á frá örófi alda að stundum verður mönnum á og líklegast þekkjum við það flest úr eigin lífi og vitum að því fylgir oft samviskubit og eftirsjá. Í þessu máli ættum við þó að geta gert það rétta: að heyra og virða ákall Palestínufólks um sniðgöngu á vörum og þjónustu frá Ísraelsríki. Sniðgönguhreyfingin (BDS) setur fram markmið sniðgöngunnar og þau eru nánast samhljóða tilskipun Alþjóðadómstólsins! Kröfurnar gætu því ekki verið hóflegri. Þær eru einfaldlega að Ísraelsríki fari að alþjóðalögum. Nánar tiltekið: Að það endi hernámið og landránið, og fjarlægi aðskilnaðarmúrinn; að Palestínufólk sem er ríkisborgarar í Ísrael fái full borgaraleg réttindi; að það viðurkenni rétt Palestínufólks til að snúa heim til sín. Það sem einfaldar okkur hvað mest að sýna samstöðu og stuðning við að alþjóðalögum verði fylgt er að til er heimasíða, https://snidganga.is/, þar sem við getum séð hvaða fyrirtæki mælst er til þess að við sniðgöngum. Á heimasíðunni er líka útskýrt hvers vegna hreyfingin mælist til þess að við einbeitum okkur að fáum útvöldum fyrirtækjum frekar en að reyna að sniðganga alla framleiðendur sem hafa tengsl við Ísrael. Þannig verður sniðgangan enginn höfuðverkur heldur eingöngu til að létta lundina, bæta geðið og verja samviskuna fyrir því að við séum samsek með alvarlegum brotum á alþjóðalögum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðadómstóllinn, birti í júlí álit sitt á hernámi og viðveru Ísraelsríkis á þeim svæðum í Palestínu sem ríkið tók hernámi árið 1967. Málið var lagt fyrir dómstólinn áður en útrýmingarherferð Ísraels á Gaza hófst síðastliðið haust, en er ekki fyrsta álitið sem hann gefur um hernám Ísraels. Fyrir 20 árum úrskurðaði hann að aðskilnaðarmúrarnir sem Ísraelsríki hefur reist á hernumdum svæðum á Vesturbakkanum væru ólögmætir og ætti að fjarlægja. Ísraelsríki hefur ekki farið eftir þeirri skipun frekar en óteljandi samþykktum Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna eða Öryggisráðsins sem ítreka rétt Palestínufólks til frelsis, sjálfsákvörðunar og að snúa aftur til síns heima. Hvað sagði Alþjóðadómstóllinn? Hægt er að skipta áliti dómstólsins í tvo hluta, annars vegar um það sem Ísraelsríki er skylt að gera og hins vegar um það sem öðrum ríkjum er skylt að gera. Dómstóllinn segir að viðvera Ísraelsríkis á hernumdum palestínskum svæðum sé ólögmæt og Ísraelsríki skylt að binda enda á ólögmæta viðveru sína á hernumdu palestínsku svæðunum hið snarasta, hætta öllu landráni og að flytja allt landtökufólk burt, auk þess að borga skaðabætur fyrir þann skaða sem það hefur verið valdið öllum þeim aðilum sem eiga í hlut á hernumdu palestínsku svæðunum. Dómstóllinn segir líka að öllum ríkjum og alþjóðlegum stofnunum sé skylt að viðurkenna ekki ástandið sem stafar af ólögmætri viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum sem lögmætt ástand og að veita ekki aðstoð eða stuðning við að viðhalda ástandinu, auk þess sem þeim ber að finna leiðir til að binda enda á ólögmæta viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum, eins fljótt og auðið er. Í rökstuðningi dómstólsins kemur einnig fram að Ísraelsríki reki aðskilnaðarstefnu og mismuni Palestínufólki með ýmsum hætti. Hvað ber að gera? Samkvæmt áliti Alþjóðadómstólsins mega ríki ekki gera neitt það sem stuðlar að því að viðhalda ástandinu sem hefur skapast af viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum. Þar með má íslenska ríkið til dæmis ekki eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem hafa starfsemi á hernumdu svæðunum eða fyrirtæki sem styðja viðveru Ísraelsríkis á þeim. Það má einnig sjá rök fyrir því að öll viðskipti og vinsamleg samskipti við Ísraelsríki sjálft og fyrirtæki innan þess séu nú ólögleg samkvæmt alþjóðalögum því að slík viðskipti og samskipti eru augljóslega til þess fallin að viðhalda ástandinu sem skapast hefur af viðveru Ísraelsríkis á hernumdu palestínsku svæðunum. Hernámið og hið ólögmæta ástand eru svo sannarlega stefna ríkisins, sem hefur stórfelldan efnislegan ávinning af því, vegna þess að það rænir náttúruauðlindum og nýtir land undir íbúabyggð án endurgjalds til eigenda þess. Af þessu má draga þá ályktun að okkur öllum beri að þrýsta á okkar eigin íslensku stjórnvöld að fara eftir þessu áliti Alþjóðadómstólsins og hætta öllum samskiptum og viðskiptum við hernámsríkið Ísrael sem hefur brotið alþjóðalög samfellt í 57 ár. En við getum gert meira. Við getum sjálf reynt að hafa áhrif á íslensk fyrirtæki. Á meðan lögum hefur ekki verið breytt til að stöðva allan stuðning við hernámsveldið getum við hætt viðskiptum við fyrirtæki sem versla við það eða eru í eigu aðila þar. Flest vitum við að fjármálafyrirtækið Rapyd er eitt slíkt fyrirtæki, og sum vita af fleiri fyrirtækjum, svo sem Sódastream og Morrocan Oil. Auk þess eru ennþá fyrirtæki sem flytja inn ávexti frá Ísrael og búðir sem selja þá. Fyrir okkur sem viljum helst forðast að veita alþjóðalögbrjótum stuðning er sjálfsagt að sniðganga slíkar vörur eftir því sem við getum og reyndar er óskiljanlegt að verslanir vilji vera þekktar fyrir að bjóða upp á þessa vöru. Þá er hörmulegt að vita til þess að ísraelska fyrirtækið Teva sé eini framleiðandi margra lyfja hér á landi sem gerir mörgum ómögulegt að hætta viðskiptum við það. Því þarf að breyta. Sniðganga bætir, hressir og kætir Vont er að lifa í andstöðu við gildin sín. Mun betra er fyrir geðið að breyta í samræmi við gildin. Spekingar hafa auðvitað bent á frá örófi alda að stundum verður mönnum á og líklegast þekkjum við það flest úr eigin lífi og vitum að því fylgir oft samviskubit og eftirsjá. Í þessu máli ættum við þó að geta gert það rétta: að heyra og virða ákall Palestínufólks um sniðgöngu á vörum og þjónustu frá Ísraelsríki. Sniðgönguhreyfingin (BDS) setur fram markmið sniðgöngunnar og þau eru nánast samhljóða tilskipun Alþjóðadómstólsins! Kröfurnar gætu því ekki verið hóflegri. Þær eru einfaldlega að Ísraelsríki fari að alþjóðalögum. Nánar tiltekið: Að það endi hernámið og landránið, og fjarlægi aðskilnaðarmúrinn; að Palestínufólk sem er ríkisborgarar í Ísrael fái full borgaraleg réttindi; að það viðurkenni rétt Palestínufólks til að snúa heim til sín. Það sem einfaldar okkur hvað mest að sýna samstöðu og stuðning við að alþjóðalögum verði fylgt er að til er heimasíða, https://snidganga.is/, þar sem við getum séð hvaða fyrirtæki mælst er til þess að við sniðgöngum. Á heimasíðunni er líka útskýrt hvers vegna hreyfingin mælist til þess að við einbeitum okkur að fáum útvöldum fyrirtækjum frekar en að reyna að sniðganga alla framleiðendur sem hafa tengsl við Ísrael. Þannig verður sniðgangan enginn höfuðverkur heldur eingöngu til að létta lundina, bæta geðið og verja samviskuna fyrir því að við séum samsek með alvarlegum brotum á alþjóðalögum!
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun